Fréttablaðið - 30.06.2012, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 30. júní 2012 7
Við Iðnskólann í Hafnarfirði eru lausar
til umsóknar eftirtaldar kennarastöður á
haustönn 2012.
// Íþróttir 100% starf
// Faggreinar rafiðna (grunnnám) 100% starf
// Fagteikning pípulagna (AutoCad) 75% starf
Umsóknarfrestur er til 14. júlí 2012. Ekki þarf að sækja um á
sérstöku umsóknareyðublaði en umsókn þarf að fylgja tilheyr-
andi fylgigögn s.s. leyfisbréf, ferilskrá, prófskírteini ásamt öðrum
upplýsingum sem umsækjanda þykir skipta máli. Umsóknir skal
senda til skólameistara á netfangið arsaell@idnskolinn.is
Ráðið er í störfin frá 1. ágúst 2012. Launakjör fara eftir gildandi
kjarasamningi fjármálaráðherra og KÍ.
Upplýsingar um skólann eru á heimasíðu skólans
www.idnskolinn.is. Frekari upplýsingar um störfin veitir skóla-
meistari, Ársæll Guðmundsson, í síma 895 2256.
Skólameistari
KRANASTJÓRI - GRÆNLAND
ÍSTAK óskar eftir að ráða kranastjóra til starfa við framkvæmdir á
Grænlandi. Um er að ræða stjórnun á bílkrana, vörubílum með krana
auk annarra tilfallandi verkefna.
Viðkomandi þurfa að geta hafið störf fljótlega.
ÍSTAK er leiðandi fyrirtæki á íslenskum
verktakamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa
um 500 manns, víðsvegar um landið
sem og erlendis.
ÍSTAK er alhliða verktakafyrirtæki sem
var stofnað árið 1970 og hefur annast
ýmis verkefni, svo sem virkjanir, stór-
iðjuver, hafnargerð, vega- og brúagerð
auk flugvalla. Ennfremur húsbyggingar
fyrir opinberar stofnanir, sveitarfélög,
fyrirtæki og einstaklinga.
Upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu ÍSTAKS, Bugðufljóti 19,
270 Mosfellsbæ og í síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00. Sækja skal um
starfið á www.istak.is – undir „Starfsumsókn“ fyrir 8. júlí næstkomandi.
KOMDU TIL LIÐS VIÐ OKKUR
Icelandair óskar eftir öflugum liðsmönnum í krefjandi störf í tækniþjónustu félagsins á Keflavíkurflugvelli.
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
I
C
E
6
03
33
0
6/
12
VERKEFNASTJÓRI Í KOSTNAÐARSTÝRINGU
Í starfinu felst greining á kostnaði vegna viðhalds flugvéla, varahluta, birgða og
fleira; þróa rekstrarmælikvarða, finna tækifæri til að bæta árangur og aðstoða sér-
fræðinga við ákvarðanatöku ásamt öðrum fjölbreyttum verkefnum.
STARFSSVIÐ:
I Annast arðsemisgreiningar á verkefnum við innleiðingu á hugbúnaði,
breytingar á flugvélum, samningum og fjárfestingum í flugflota félagsins
I Vinna með og þróa greiningaraðferðir og mælikvarða
I Aðstoða við gerð rekstraráætlana og rekstraruppgjörs
I Aðstoða sérfræðinga við uppgjör verkefna
I Fylgjast með kostnaðarmyndun og aðstoða við lækkun kostnaðar eða hámörkun
á arðsemi
HÆFNISKRÖFUR:
I Háskólapróf, helst meistarapróf, í rekstrar- eða iðnaðarverkfræði, rekstrarhagfræði
eða skyldum greinum
I Áhugi á og færni í meðhöndlun tölulegra og fjárhagslegra upplýsinga
I Góður skilningur á kostnaðargreiningu, arðsemisgreiningu, framleiðslustýringu,
birgðahaldi og þess háttar
I Mjög góð þekking á Microsoft Excel og/eða öðrum greiningarhugbúnaði
I Kunnátta í gagnagrunnum og gagnanámi (data mining) er kostur
I Reynsla af ofangreindum atriðum í námi eða starfi er kostur
I Frumleiki í hugsun og sjálfstæð vinnubrögð
I Mjög gott vald á ensku og íslensku
Nánari upplýsingar veita:
Viktor Vigfússon I viktorv@its.is
Steinunn Una I unasig@icelandair.is
Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
+ Umsóknir óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 8. júlí.
HUGBÚNAÐARSÉRFRÆÐINGUR
Í tækniþjónustu verður til mikið af gögnum í tengslum við stjórnun, framkvæmd og við-
hald flugvéla. Mikil þörf er á að geta kallað fram skýrslur og gert ýmsar greiningar sem
geta tengst fjármálum, áreiðanleika, rekstrarstýringu, viðhaldssögu og fleiri þáttum.
STARFSSVIÐ:
I Aðstoða sérfræðinga við gerð kröfulýsinga fyrir skýrslur
I Gerð skýrslulíkana og hönnun viðmóts
I Forritun og prófanir á flóknum SQL-fyrirspurnum
I Tæknileg aðstoð, villuprófanir og lagfæringar á fyrirliggjandi skýrslum
I Greiningarvinna í tengslum við misræmi og frávik gagna
I Skjölun, útgáfustýring og almenn stjórnun í tengslum við uppsetningu og
viðhald hugbúnaðar
I Önnur hugbúnaðarverkefni eftir þörfum
HÆFNISKRÖFUR:
I Háskólapróf á sviði hugbúnaðar eða a.m.k. þriggja ára reynsla af forritun og
gagnagrunnum
I Reynsla af flóknum gagnagrunnsfyrirspurnum og gagnalíkönum
I Reynsla af SQL
I Þekking á skýrslugerðartólum og reynsla af hönnun og þróun á skýrslum
I Reynsla af Oracle-gagnagrunnum og tólum
I Mjög góð þekking á Microsoft Excel og/eða öðrum greiningarhugbúnaði
I Reynsla af Oracle WebLogic er kostur
I Metnaður og rík þjónustulund
I Mjög gott vald á ensku og íslensku