Fréttablaðið - 30.06.2012, Blaðsíða 31
KYNNING − AUGLÝSINGSparneytnir bílar LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 20126
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is sími 512 5427
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Sparneytni og umhverfismildi fer saman og leiðist hönd í hönd. Ef bílar eru sparneyt-
nir eru þeir um leið umhverfis-
vænir. Því minna sem þeir brenna
af eldsneyti því minna af koldíox-
íði og öðrum heilsuspillandi loft-
tegundum losa þeir út í umhverf-
ið. Í raun táknar þetta að allir bílar
sem að hluta eða öllu leyti keyra á
etanóli, rafmagni og gasi, sem og
tvinnbílar, teljast vera umhverf-
isvænir. „Svíar flokka bíla þannig
að þeir bílar sem eru með útblást-
ur CO2 undir hundrað grömmum
á kílómetra eru umhverfisvænir,“
segir Stefán Ásgrímsson, starfs-
maður FÍB.
„Allir bílar sem eru með hundr-
að grömm eða minna í útblást-
ur eru um leið sparneytnir, þeir
eyða um fimm lítrum eða minna
á hundraðið. Þessir sparneytnu
og umhverfisvænu bílar eru miklu
stærri og verklegri en þeir voru
áður fyrr. Það er líka úr fleiri bílum
að velja heldur en var fyrir um það
bil tíu árum síðan. Á þessum ára-
tug er talið að eyðsla bíla hafi farið
niður um 25-30 prósent og meng-
unin farið niður um 90 prósent.
Framleiðendur bíla hafa mætt
mjög vel kröfum um sparneytni og
umhverfisvernd,“ segir hann.
Nýir bílar gefa aðeins frá sér
brot af þeim óæskilega útblæstri
sem kemur frá gömlum bílum. Til
dæmis er losun kolsýrings, vetnis-
kolefna og köfnunarefnisoxíða í
útblæstri bíla frá tíunda áratugn-
um innan við tíu prósent af los-
uninni frá samsvarandi bílateg-
undum sem framleiddar voru um
1970.
Velja á sparneytinn bíl fyrst og
fremst peninganna vegna að mati
Stefáns. „Umhverfisþátturinn
skiptir líka mjög miklu máli. Einn
bíll segir ef til vill lítið fyrir allan
þennan mokstur af koltvísýringi
sem fer út í loftið en safnast þegar
saman kemur. Þetta er allt spurn-
ing um hugarfar.“
Veljið sparneytinn bíl
peninganna vegna
Sparneytnir bílar eru hagkvæmir fyrir budduna og umhverfisvænir. Nýir bílar
gefa frá sér brot af þeim óæskilega útblæstri sem kemur frá gömlum bílum.
Allir bílar sem eru með hundrað grömm eða minna í útblástur eru um leið sparneytnir,
þeir eyða um fimm lítrum eða minna á hundraðið. NORDIC PHOTO/GETTY
2
Vélamiðstöðin er í eigu Ís-lenska gámafélagsins og breytti fyrsta metanbílnum
á Íslandi árið 2007. Síðan þá hefur
hundruðum bíla verið breytt og eft-
irspurnin vaxið með hverju ári sem
líður. Magnús Ninni Reykdalsson,
sölustjóri Vélamiðstöðvarinnar,
segir metanbreytta bíla bæði hag-
kvæma og umhverfisvæna.
Sparnaður
„Það er auðvitað sparnaðurinn
ásamt umhverfisþættinum sem
hvetur fólk til að breyta bíl í met-
anbíl. Enda er metangas um helm-
ingi ódýrara en bensín um þess-
ar mundir,“ segir Magnús Ninni.
Vörugjöld eru endurgreidd af
nýjum metanbreyttum bílum og að
hluta til af sex ára gömlum bílum
og yngri auk þess sem bifreiðagjöld
eru mun lægri.
„Ef keyptur er nýr bíll geta vöru-
gjöld numið allt að 1.250 þúsund
krónum. Það eina sem þarf að gera
við kaup á nýjum bíl er að óska eftir
honum sem metanbíl. Vegna nið-
urfellingar vörugjalda fæst hann
oftast á sama verði eða ódýrar en
óbreyttur bíll.“
Fjárhagslegur ávinningur af því
að reka metanbíl getur numið allt
að helmingi miðað við bensínbíl.
Bíll sem eyðir 10 lítrum á hundr-
aði og er ekið 20 þúsund kílómetra
á ári notar bensín fyrir 500 þúsund
krónur en metanbíll notar metan-
gas fyrir um 260 þúsund krónur.
Sparnaðurinn er því 240 þúsund
krónur. „Við erum með reiknivél á
heimasíðunni okkar Metanbill.is
þar sem hægt er að sjá sparnaðinn.
Þar er fljótséð að það margborgar
sig að aka um á metanbíl.“
Geta allir bílar orðið metanbílar?
Hægt er að breyta nánast öllum
bílum í metanbíla sem eru fram-
leiddir eftir 2000.
„Settur er metankútur í bílinn,
tölva, takki, gasleiðslur, þrýsti-
minnkari og smurkerfi til að smyrja
ventlasætin. Við þetta þyngist bíll-
inn frá einhverjum tugum kílóa til
allt að 200 kílóum, fer eftir stærð
bílsins.“ Aksturseiginleikar bílsins
breytast að öðru leyti ekki mikið
og hann vinnur eins og hann sé að
keyra á bensíni.
Get ég keyrt um á bensíni?
Eftir metanbreytingu er alltaf
hægt að aka um á bensíni eins og
áður, þar sem engu er breytt í bíln-
um heldur aðeins búnaði bætt við.
„Áður en farið er út á land þar sem
ekki eru metanstöðvar er gott að
fylla bílinn af metani fyrir langferð-
ina. Þegar metanið klárast skiptir
bíllinn sjálfkrafa yfir á bensín. Inni
í bílnum er hnappur sem hægt er að
ýta á og skipta yfir í bensín hvenær
sem er. Á hnappnum er líka mælir
sem segir til um metanmagnið á
kútunum.“
Umhverfi og efnahagur
Metanið sem notað er í dag kemur
með lögn frá ruslahaugunum í Álfs-
nesi í áfyllingarstöð N1 Ártúns-
höfða. Eins er áfyllingarstöð í Hafn-
arfirði og stefnt er að opnun á Ak-
ureyri í mars árið 2013. „Metan er
óumhverfisvænt þangað til búið
er að brenna því í bílnum. Með því
að aka á metanbíl er því verið að
breyta mengandi gasi í umhverf-
isvæna lofttegund. Eins má ekki
gleyma því að við erum að nota
innlendan orkugjafa sem sparar
okkur gjaldeyri.“
Framtíðarsýn
Aðspurður um framtíð orkugjafa
segir Magnús að bensín og dísel
verði áfram notað á Íslandi ásamt
metani í auknum mæli. „Ég vona
að rafmagnsbílar komi sterkar inn
á næstu árum. Aðalmálið er að við
séum að nota okkar innlendu orku.
Varðandi metan og metanforða þá
er Metanorka að kortleggja Ísland
með metanframleiðslu í huga.
Mér kæmi það ekki á óvart að met-
anorkuver rísi á Íslandi innan 2ja
ára auk þess sem gamlir rusla-
haugar verða nýttir til metanfram-
leiðslu.“
Tilboð í júlí
Vélamiðstöðin býður þeim sem
panta metanbreytingu í júlí 50%
afslátt af tíu fyrstu áfyllingunum
af metani.
Metanbíll er hagkvæmur kostur
Vélamiðstöðin sérhæfir sig í að breyta hefðbundnum bensínbílum í metanbíla. Magnús Ninni Reykdalsson sölustjóri segir helmingi
ódýrara að reka metanbíl miðað við bensínbíl. Munurinn getur numið hálfri milljón á ári eftir stærð og akstri á ársgrundvelli.
Magnús Ninni Reykdalsson sölustjóri við Chevrolet Cruze sem verið er að vinna við.
Snyrtilegur hnappur er inni í bílnum með
metanmæli og rofa þar sem hægt er að
slökkva og kveikja á metanbúnaðinum.
Metankútum er komið fyrir á snyrtilegan
máta undir bílnum.
Nýlega greindi bílavefmiðillinn www.vroomgirls.com frá niður-
stöðum sínum eftir ýtarlega úttekt á því sem aðstandendur miðils-
ins nefna bestu unglingabílana. Horft var til margra þátta, svo sem
sparneytni, verðs, útlits, innra rýmis, notagildis og öryggis. Sex bílar
komust í úrslit: Chevrolet AVEO, Kia Rio, Toyota Yaris, Volkswa-
gen Golf, Scion XB og Honda Fit. Allir höfðu bílarnir margt til síns
ágætis og skoruðu mishátt með tilliti til ólíkra viðmiða í flokkunum.
Chevrolet AVEO hlaut viðurnefnið „Draumabíll foreldra“. Þar réði
valinu umhyggja foreldra um öryggi barna sinna á vegunum. AVEO
er nefnilega fyrsti smábíllinn sem fengið hefur hámarkseinkunn,
fimm stjörnur, á árekstrarprófum bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.
Það er þó fjölmargt fleira sem er eftirsóknarvert við Chevrolet AVEO
fyrir unga ökumenn og foreldra þeirra, til dæmis sparneytnin. Nú
er fáanlegur Chevrolet AVEO ECO dísil sem eyðir aðeins 3,6 l/100
í blönduðum akstri, við bestu skilyrði. Chevrolet AVEO svarar því
hátt og skýrt kröfum nútímans um öryggi og sparneytni.
Chevrolet AVEO:
Draumabíll foreldra
Chevrolet AVEO