Fréttablaðið - 30.06.2012, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSING Ferðir30. JÚNÍ 2012 LAUGARDAGUR 3
PAKKAFERÐIR
ICELANDAIR
Icelandair býður upp á pakka-
ferðir af ýmsum toga, allan
ársins hring. Innifalið í þeim er
flug og gisting. Ásdís Ásgeirs-
dóttir og Svava Hjartardóttir
eru verkefnastjórar Icelandair
Holidays sem sér um pakkaferð-
irnar. Þær segja pakkaferðirnar
almennt vinsælar en undanfarið
hafi mjög margir keypt pakka-
ferð á Ólympíuleikana sem eru
haldnir í London og því stutt og
auðvelt að koma sér þangað.
Bæði er boðið upp á pakkaferðir
og staka miða á leikana.
Vinsælustu borgarferðirnar á
haustin eru Boston, Washing-
ton, New York, London, París,
Kaupmannahöfn, Glasgow og
Þýskaland en þá er fólk gjarnan
að fara í verslunar- og menn-
ingarferðir.
Margir velja þennan kost, að
bóka pakka, þægindanna
vegna: „Fólki finnst oft betra að
bóka flugið og hótelið á sama
tíma, það einfaldar hlutina,”
segir Svava.
Pakkaferðirnar eru einnig
flokkaðar eftir áhugamálum og
sem dæmi má nefna golfferðir,
íþróttaferðir, tónlistarferðir,
sólarferðir og borgarferðir. Auk
þess eru alltaf sérstakar tilboðs-
ferðir í gangi.
Nýjasti áfangastaður Ice-
landair er Denver og er boðið
upp á pakkaferðir þangað en
þar er allt til alls. Denver er fræg
fyrir bjórbruggun og vinsælt
er að skoða brugghúsin þar.
Vínrækt er einnig stunduð í
kringum borgina og hægt er
að bregða sér í vínsmökkun rétt
fyrir utan borgarmörkin. Eftir
20 mínútna akstur frá Denver
er komið að rótum Klettafjalla
og þar opnast ótal möguleikar
til útivistar, náttúruskoðunar,
gönguferða, „rafting“, kajakróð-
urs og fjallaklifurs svo ekki sé
minnst á frábæra golfvelli og
golfstaði eins og Broadmoor
Resort eða skíðasvæðin, þar
sem Aspen er frægast.
Þess ber að geta að í pakkaferð-
unum eru flug og gisting
innifalin en fólk þarf allajafna að
koma sér sjálft til og frá flugvelli
nema um sérferð sé að ræða.
Fólk er í fríi á eigin vegum og
ekki er boðið upp á skipulagðar
skoðunarferðir. Ef fólk hefur
áhuga á slíku er Icelandair
með annan kost en það eru
sérferðirnar.
Denver. Í borginni er að finna mörg
söfn sem tengjast villta vestrinu.
MARGS KONAR SÉRFERÐIR
Auk þess að bjóða upp á
pakkaferðir til fjölda áfangastaða
skipuleggur Icelandair svokall-
aðar sérferðir til vel valinna staða.
Innifalið í sérferðunum er flug,
gisting, rútuferðir og leiðsögn um
svæði, borgir og söfn.
Nýjasti áfangastaður flugfélags-
ins er Denver en þangað hafa
verið skipulagðar tvær sérferðir í
haust. Önnur kallast Haustlitir á
hjóli en þá er ferðast um sveit-
irnar við rætur Klettafjalla þar sem
haustlitirnir eru þá í hámarki. Gist
verður í smábænum Frisco sem er
frá tímum gullæðisins um 1879.
Fimm skipulagðar dagsferðir út frá
bænum eru í boði í þessari ferð.
Hin ferðin er með Sigmari B. Hauks-
syni til Denver sem er tilvalin fyrir
útivistarfólk og sælkera sem vilja
kynnast því sem Denver hefur upp
á að bjóða.
Vinsælustu sérferðir Icelandair hafa
verið til margra ára eftirfarandi:
Upplifðu París, St.Pétursborg með
Pétri Óla og ferð á Þakkargjörð-
arhátíð til Boston en nú í fyrsta
sinn verður farið til Washington
yfir þakkargjörðarhátíðarhelgina.
Sólveig Baldursdóttir, fyrrverandi
ritstjóri Gestgjafans, mun ásamt
eiginmanni sínum, Gunnari Hrafns-
syni, leiða hópinn.
Sérferðir Icelandair eru alltaf vel
sóttar. Í þeim er boðið upp á úrval
skoðunarferða um hverfi borganna,
söfn og kirkjur.
Ferðirnar eru afar fjölbreyttar og
allir ættu að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi, hvort sem þeir hafa
áhuga á bílasýningum, verslunar-
ferðum, borgarmenningu eða
tónlistarhátíðum.
Nú geta margir látið draum sinn ræt-
ast og geyst um á mótorfák í Denver
meðan rykið þyrlast um slóð.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
6
00
48
0
6/
12