Fréttablaðið - 30.06.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.06.2012, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSING Ferðir30. JÚNÍ 2012 LAUGARDAGUR 3 PAKKAFERÐIR ICELANDAIR Icelandair býður upp á pakka- ferðir af ýmsum toga, allan ársins hring. Innifalið í þeim er flug og gisting. Ásdís Ásgeirs- dóttir og Svava Hjartardóttir eru verkefnastjórar Icelandair Holidays sem sér um pakkaferð- irnar. Þær segja pakkaferðirnar almennt vinsælar en undanfarið hafi mjög margir keypt pakka- ferð á Ólympíuleikana sem eru haldnir í London og því stutt og auðvelt að koma sér þangað. Bæði er boðið upp á pakkaferðir og staka miða á leikana. Vinsælustu borgarferðirnar á haustin eru Boston, Washing- ton, New York, London, París, Kaupmannahöfn, Glasgow og Þýskaland en þá er fólk gjarnan að fara í verslunar- og menn- ingarferðir. Margir velja þennan kost, að bóka pakka, þægindanna vegna: „Fólki finnst oft betra að bóka flugið og hótelið á sama tíma, það einfaldar hlutina,” segir Svava. Pakkaferðirnar eru einnig flokkaðar eftir áhugamálum og sem dæmi má nefna golfferðir, íþróttaferðir, tónlistarferðir, sólarferðir og borgarferðir. Auk þess eru alltaf sérstakar tilboðs- ferðir í gangi. Nýjasti áfangastaður Ice- landair er Denver og er boðið upp á pakkaferðir þangað en þar er allt til alls. Denver er fræg fyrir bjórbruggun og vinsælt er að skoða brugghúsin þar. Vínrækt er einnig stunduð í kringum borgina og hægt er að bregða sér í vínsmökkun rétt fyrir utan borgarmörkin. Eftir 20 mínútna akstur frá Denver er komið að rótum Klettafjalla og þar opnast ótal möguleikar til útivistar, náttúruskoðunar, gönguferða, „rafting“, kajakróð- urs og fjallaklifurs svo ekki sé minnst á frábæra golfvelli og golfstaði eins og Broadmoor Resort eða skíðasvæðin, þar sem Aspen er frægast. Þess ber að geta að í pakkaferð- unum eru flug og gisting innifalin en fólk þarf allajafna að koma sér sjálft til og frá flugvelli nema um sérferð sé að ræða. Fólk er í fríi á eigin vegum og ekki er boðið upp á skipulagðar skoðunarferðir. Ef fólk hefur áhuga á slíku er Icelandair með annan kost en það eru sérferðirnar. Denver. Í borginni er að finna mörg söfn sem tengjast villta vestrinu. MARGS KONAR SÉRFERÐIR Auk þess að bjóða upp á pakkaferðir til fjölda áfangastaða skipuleggur Icelandair svokall- aðar sérferðir til vel valinna staða. Innifalið í sérferðunum er flug, gisting, rútuferðir og leiðsögn um svæði, borgir og söfn. Nýjasti áfangastaður flugfélags- ins er Denver en þangað hafa verið skipulagðar tvær sérferðir í haust. Önnur kallast Haustlitir á hjóli en þá er ferðast um sveit- irnar við rætur Klettafjalla þar sem haustlitirnir eru þá í hámarki. Gist verður í smábænum Frisco sem er frá tímum gullæðisins um 1879. Fimm skipulagðar dagsferðir út frá bænum eru í boði í þessari ferð. Hin ferðin er með Sigmari B. Hauks- syni til Denver sem er tilvalin fyrir útivistarfólk og sælkera sem vilja kynnast því sem Denver hefur upp á að bjóða. Vinsælustu sérferðir Icelandair hafa verið til margra ára eftirfarandi: Upplifðu París, St.Pétursborg með Pétri Óla og ferð á Þakkargjörð- arhátíð til Boston en nú í fyrsta sinn verður farið til Washington yfir þakkargjörðarhátíðarhelgina. Sólveig Baldursdóttir, fyrrverandi ritstjóri Gestgjafans, mun ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Hrafns- syni, leiða hópinn. Sérferðir Icelandair eru alltaf vel sóttar. Í þeim er boðið upp á úrval skoðunarferða um hverfi borganna, söfn og kirkjur. Ferðirnar eru afar fjölbreyttar og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir hafa áhuga á bílasýningum, verslunar- ferðum, borgarmenningu eða tónlistarhátíðum. Nú geta margir látið draum sinn ræt- ast og geyst um á mótorfák í Denver meðan rykið þyrlast um slóð. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 6 00 48 0 6/ 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.