Fréttablaðið - 30.06.2012, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 30.06.2012, Blaðsíða 66
KYNNING − AUGLÝSING Ferðir30. JÚNÍ 2012 LAUGARDAGUR 135 FLESTIR FERÐAMENN Samkvæmt Alþjóðaferðamálaráðinu (UNWTO) ferðuðust flestir ferðalangar til Frakklands árið 2011 eða tæplega 80 milljónir manna. Tölurnar taka einungis tillit til þeirra sem áttu leið til og frá land- inu, óháð því hversu lengi þeir stoppuðu þar. Næsti viðkomustaður á listanum var Bandaríkin með 62 milljónir ferðamanna. Kína er númer þrjú og Spánn rétt þar á eftir með um 57 milljónir ferðamanna. Af efstu tíu löndunum á listanum verður mesta fjölgun milli áranna 2010 og 2011 hjá Tyrklandi og Spáni. Engin fækkun er milli ára hjá efstu löndum á listanum en Malasía og Mexíkó hækka mjög lítið milli ára. Af tíu efstu þjóðum eru sex Evrópulönd. Þegar skoðað er hvaða þjóðir eyða mestu á ferðalögum erlendis eru Þjóð- verjar efstir á listanum, Bandaríkjamenn í öðru sæti og Kínverjar í því þriðja. Efstu þrjú löndin á listanum skera sig nokkuð úr hvaða varðar eyðslu en íbúar næstu landa á listanum eyða mun minna. Númer fjögur á listanum eru Bretar og þar á eftir Frakkar. Sólarströndin Ríminí á Ítalíu virðist aftur orðinn vinsæll sumarleyfis- staður hjá Svíum eftir nokkurra ára hlé. Frá Ríminí er stutt í hið fallega Toskana-hérað, Flórens og fleiri vin- sæla staði. Sömuleiðis er stutt að fara til Feneyja. Ríminí-ströndin er tveggja mílna löng og býður upp á 200 mismunandi strandstaði sem eru einkareknir og bjóða upp á ýmsa afþreyingu fyrir ferðamenn. Ströndin hefur verið vin- sæl hjá fjölskyldufólki allt frá árinu 1960. Að auki er næturlífið fjölskrúð- ugt og margir góðir veitingastaðir eru við ströndina. Íslendingar fóru mikið til Ríminí á árum áður og ströndin er enn í miklu uppáhaldi hjá Ítalíuvinum. Ferðaskrifstofur bjóða ekki ferð- ir þangað í sumar en auðvelt er að fara á eigin vegum. Mörg góð hótel eru á Ríminí. Ríminí sækir í sig veðrið Stutt er til Feneyja frá Ríminí Kórstjóri Kvennakórs Reykja-víkur, Ágota Joó, er frá Ung-verjalandi. Hún og maður hennar, Vilberg Viggósson, reka Tónskólann DoReMí og fóru fyrir tveimur árum með nemend- ur skólans í ferð til Ungverjalands. Ferð- in var svo vel heppn- uð að ákveðið var að endurtaka leik inn með kórnum. „Það var ákveðið strax fyrir tveimur árum að við myndum fara í þessa ferð. Aðalástæðan fyrir ferðinni var sú að Ágotu langaði til að sýna okkur í kórnum landið sitt,“ segir Kol- brún Halldórsdóttir, meðlimur í kórnum. Kvennakórinn hélt t venna tónleika í ferðinni, eina í borginni Szeged og aðra í Vác. „Við erum í kór af ástæðu, við viljum alltaf vera að syngja og við sungum mikið og hátt í þessari ferð. Tónleikarnir í Szeged voru hápunktur ferðar- innar. Þeir voru haldnir úti í ráð- húsgarði og ungverskur kvenna- kór söng með okkur tvö lög, annað á ungversku. Við fengum frábærar viðtökur og góða dóma. Allir voru svo glaðir og töluðu vel um okkur. Kór- inn bauð okkur svo í kvöldmat eftir tón- leikana. Ferðin var ótrúlega vel skipu- lögð og gert var vel við okkur í mat og drykk. Einn daginn bauð mamma Ágotu okkur í mat í hádeg- inu og svo Ágota sjálf og fjölskylda hennar um kvöldið. Þau eiga hús í Szeged og þar var skellt upp garð- veislu sem var mjög skemmtileg,“ segir Kolbrún. Síðasta daginn í Szeged, þann 16. maí, tók hópurinn þátt í Kvennahlaupinu. „Það var búið að tala við ÍSÍ og búið að skrá hópinn þannig að við fengum boli sem við hlupum í. Kvenna- kór verður að taka þátt í Kvenna- hlaupi þó hann sé í Ungverja- landi,“ segir hún. Eftir að hafa verið í Szeged í nokkra daga hélt hópurinn til Búdapest þar sem meðal ann- ars var farið í siglingu á Dóná. Seinni tónleikarnir voru haldnir á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, í Vác, borg sem er fjörutíu kílómetra fyrir utan Búdapest, og gengu þeir mjög vel. Ferðin endaði svo á spa-hót- eli við Balaton-vatn. „Þar vorum við í nuddi, dekri og sólbaði í tvo heila daga. Við fengum gott veður allan tímann sem við vorum í landinu og um leið og við lentum heima var strax farið að spá í hvenær við gætum farið aftur í svona ferð.“ Kvennakór í Kvennahlaupi í Szeged í Ungverjalandi Kvennakór Reykjavíkur fór á dögunum í tíu daga tónleikaferð til Ungverjalands. Tilgangurinn var að skemmta sér og skoða landið. Kolbrún Halldórsdóttir Kvennakór Reykjavíkur Kvennakór Reykjavíkur hélt útitónleika í bakgarði ráðhússins í Szeged. Tónleikarnir voru mjög vel heppnaðir og skemmtilegir. Á FERÐINNI UM LANDIÐ BYLGJULESTIN Í SUMAR ÆVINTÝRAEYJAN MEÐ HEMMA GUNN OG SVANSÍ Á laugardaginn verður Ævintýraeyjan með Hemma Gunn og Svansí á Bylgjunni. Boðið verður upp á frábær tónlistaratriði og uppákomur fyrir alla fjölskylduna. Vertu með Bylgjunni og Olís um helgina. MUGISON MAGNÚS OG ELÍSA BET YLFA MIST VIÐ VERÐUM Í BOLUNGARVÍK UM HELGINA Bylgjan á Bolungarvík 9. JÚNÍ Kótelettan á Selfossi 16. JÚNÍ Sólstöðuhátíð Víkinga á Fjörukránni í Hafnarfirði 23. JÚNÍ Hveragerði - Blóm í bæ 30. JÚNÍ Bylgjan í Bolungarvík 7. JÚLÍ Goslokahátíð í Vestmannaeyjum 14. JÚLÍ Bylgjuhátíð á Flúðum 21. JÚLÍ Húnavaka á Blönduósi 28. JÚLÍ Síldardagar á Siglufirði og Franskir dagar á Fáskrúðsfirði 11. ÁGÚST Fiskidagurinn mikli á Dalvík 18. ÁGÚST Menningarnótt í Reykjavík BYLGJULESTIN ÞAKKAR Hvergerðingum frábærar viðtökur um síðustu helgi. Nú um helgina verður Bylgjulestin í Bolungarvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.