Fréttablaðið - 30.06.2012, Blaðsíða 34
Söngkonan ástsæla Sigríður Bein-teinsdóttir, sem flestir þekkja auðvitað sem Siggu Beinteins,
verður fimmtug í júlí. Af því tilefni mun
hún halda stórtónleika í Háskólabíói á
afmælisdaginn sinn, fimmtudaginn 26.
júlí. Söngkonan fagnar einnig þrjátíu
ára starfsafmæli sínu í ár. Hún segist
ekki hafa átt von á því, þegar hún hóf
tónlistarferil sinn árið 1982, að þrjátíu
árum síðar ætti hún eftir að syngja enn
á sviði og vera hvergi nærri hætt. „Það
var alltaf draumur minn að starfa við
tónlist en á þeim tíma átti ég aldrei von
á því að endast svo lengi í bransanum.
Tíminn hefur svo sannarlega liðið hratt
og stundum jafnvel of hratt.“
Á tónleikunum mun Sigga syngja
lög frá 30 ára ferli sínum sem hófst
með hljómsveitinni Kikk. Hún vakti
fyrst verulega athygli hérlendis þegar
hún söng lagið „Vertu ekki að plata
mig“ með HLH flokknum árið 1984 og
eftir það varð ekki aftur snúið. Við tók
farsælt tímabil með hljómsveitinni
Stjórninni, sem var ein vinsælasta
hljómsveit landsins um árabil, þátttaka í
Eurovision-keppninni auk fjölda annarra
verkefna.
Fjöldi góðra gesta syngur með Siggu
á tónleikunum. Þar má meðal annars
nefna Björgvin Halldórsson, Grétar
Örvars son, Friðrik Ómar, Regínu Ósk og
Pál Óskar Hjálmtýsson.
En hvað skyldi standa upp úr á þrjá-
tíu ára ferli Siggu? Hún segir Eurovision-
keppnirnar skipa stóran sess enda
tók hún fjórum sinnum þátt; þrisvar
sem sólósöngkona og einu sinni sem
bakraddasöngkona. „Síðan er auðvitað
Stjórnin stór og eftirminnilegur þáttur
í ferlinum. Við vorum ein vinsælasta
hljómsveit landsins um árabil og þetta
var virkilega skemmtilegur tími. Það
sem gerði það tímabil svo skemmtilegt
var að þá ferðuðumst við í rútu um
landið og spiluðum á sveitaböllum.
Sveitaböllin eins og þau voru í gamla
daga eru ekki til lengur og það var
gaman að ná því tímabili.“
Það er meira á döfinni hjá Siggu en
stórtónleikarnir. Í haust opnar hún eigið
söngstúdíó þar sem hún mun kenna
söng. „Ég hef rekið eigin söngskóla í
Noregi frá árinu 2003 en hef lengi gælt
við að kenna aftur söng hér á Íslandi.
Nú læt ég loks þann draum verða að
veruleika.“
Sumarið hefur að mestu farið í undir-
búning afmælistónleikanna og stofnun
söngskólans. Það verður því lítið um
sumarfrí næstu vikurnar hjá Siggu og
fjölskyldu. „Við tókum þó smá forskot
á sæluna og eyddum tveimur vikum á
Spáni í upphafi sumars. Þessa dagana
fer hins vegar mesta orkan í tónleikana.
Við ætlum líka að gera þetta svolítið
skemmtilegt. Það verða sýnndar myndir
og myndbrot á tónleikunum og í and-
dyri Háskólabíós verða til sýnis ýmsir
munir sem tengjast ferlinum, til dæmis
búningar, ljósmyndir og blaðagreinar.“
■ starri@365.is
EITT LAG ENN
STÓRAFMÆLI Stórtónleikar verða haldnir í Háskólabíói í júlí í tilefni 50 ára
afmælis Siggu Beinteins. Fjöldi góðra gesta syngur með afmælisbarninu.
AFMÆLISBARN
Sigríður Beinteinsdóttir
á þrjátíu ára starfsferil
að baki og fagnar fimm-
tíu ára afmæli í júlí.
MYND/ERNIR
FJÖR Í EYJUM
Um eitt þúsund fótboltastrákar eru nú mættir
til Eyja til að taka þátt í Shell-mótinu. Mótið
var sett í gær. Gert er ráð fyrir að um þrjú
þúsund manns verði í Eyjum um helgina til að
fylgjast með strákunum.
ER HAFIN
ShopChina ehf | Sími: 7720409 | info@shopchina.is
Verð: 330.000kr
Hreinsun – slökun – vellíðan
Stærð: 150 x 150 x 210 cm