Fréttablaðið - 30.06.2012, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 30.06.2012, Blaðsíða 63
KYNNING − AUGLÝSINGSparneytnir bílar LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2012106 Þótt ákveðin umhverfisstefna sé fólg-in í því að velja almenningssamgöng-ur fylgir þeim auðvitað líka losun gróðurhúsalofttegunda. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., segir fyr- i r tæk ið meðv itað um umhverf ismál og stöðugt að vinna í þeim: „Við erum að móta umhverfis- stefnu og umhverfis- stjórnunarkerfi sem við stefnum að að fá vottað núna í lok árs. Eitt stærsta málið er losu n g róðu r- húsalofttegunda í út- blæstri bifreiða okkar. Markmið okkar er að vinna gegn þessari losun með umhverf- isvænni vögnum, helst bílum sem nota endur nýjanlega orku eða tvinnbílum.“ Meginmarkmið En stefnan þarf að vera áreiðanleg: „Við kaupum ekki umhverfisvænan vagn ef hann er ekki í stakk búinn til að sinna því þjónustuhlutverki sem við ætlum honum,“ segir Reynir og útskýrir: „Okkar æðsta markmið er flutningur farþegans og ef við getum sinnt því með umhverfisvænum hætti þá er það betra. Hagræn rekstraráhrif eru í þriðja sæti. Þetta er það sem við þurf- um að hafa í huga þegar kemur að endur- nýjun bílaflotans, sem við erum einmitt að vinna að um þessar mundir.“ Orkugjafar Reynir segir að skiptar skoðanir séu á því hvers konar bílar henti best. „Það er stöðug framþróun í þessari tækni. Hinn almenni bílaiðnaður stefnir á rafmagnsbíla. Við eigum ódýra raforku hér á Íslandi svo ef við gætum nýtt hana mætti losun gróðurhúsa- lofttegunda hjá strætisvögnunum minnka um 100%.“ Tvinnbílar En eru þetta raunhæf markmið á næstunni? Strætó hefur gert tilraun með notkun tvinn- bíla, en það eru dísilbílar sem fanga raforku af hemlunarorku. Sú orka er svo notuð til að koma bílnum úr kyrrstöðu upp í 20-25 km hraða og dregur þannig verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Við hemlum auð- vitað oft og tökum af stað svo ávinningur- inn sem hlaust af notkun þessara bíla var verulegur, bæði í rekstrarkostnaði og um- hverfismálum.“ Reynir segir miklar fram- farir handan við hornið í framleiðslu tvinn- bíla en búist er við að næsta kynslóð muni nota 60% raforku og 40% olíu en hlutfall- ið í dag er 30% raforka og 70% olía. Hann segir þessa nýju bíla þó ekki raunhæfan kost fyrir Strætó fyrr en reynsla hafi komist á þá. „Við viljum láta aðra reyna þessa nýju tækni því við höfum ekki efni á að taka of stóra áhættu.“ Ábyrgð og áreiðanleiki „Við getum ekki tekið áhættu sem gæti or- sakað það að almenningssamgöngur lægju niðri í heilan dag,“ segir Reynir og útskýr- ir að viðhald sé afar umfangsmikið í upp- hafi. Hann bætir við: „Við erum núna að undirbúa útboð þar sem við hyggjumst velja okkur samstarfsaðila sem treysta sér til að tryggja þessi meginmarkmið okkar; áreiðanleika, umhverfisvænleika og hag- kvæmni.“ Markmiðin eru því nokkuð skýr. Strætó bs. hyggst draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda í vagnakosti sínum með hagkvæm- um og áreiðanlegum hætti á næstu árum, með kaupum á vistvænum ökutækjum. Hvaða orkugjafa eða orkutækni þau kunna að nota kemur síðan í ljós. halla@365.is Áreiðanleiki er meginmarkmiðið Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., segir að fyrirtækið sé alltaf að leita að nýjum leiðum í orkusparnaði og bættum umhverfisáhrifum. Hann segir þó fyrst og fremst að fólk verði að geta treyst á almenningssamgöngurnar og það sé því mikilvægast þegar velja skal nýja bíla í vagnaflotann. Reynir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Strætó bs. Verið er að endurnýja bílaflota hjá Strætó þar sem hugað er að umhverfisvænum þáttum. Sími 414 9900 www.tekkland.isHoltagörðumReykjavíkurvegiBorgartúni Samanburður á verðskrá aðalskoðunar bifreiða undir 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd, skv. vefsíðum fyrirtækjanna 11. júní 2012 8.395 9.460 8.900 Tékkland Aðalskoðun Frumherji .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.