Fréttablaðið - 30.06.2012, Page 77
30. júní 2012 LAUGARDAGUR34
krakkar@frettabladid.is
34
Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is
Hvernig stendur á því að
það er tréhús í garðinum hjá
ykkur?
Ólafur Heiðar (Óli): Mig og
pabba langaði að gera trjákofa.
Guðjón: Til að fara upp og
leika.
Hefur það verið þar lengi?
Óli: Í um þrjú ár.
Hvernig fenguð þið hugmynd-
ina að tréhúsinu?
Óli og Guðjón: Við sáum tréhús
í öðrum görðum og langaði til
að leika í trjákofa.
Leikið þið ykkur oft í húsinu?
Óli: Já, og vinum okkar
finnst gaman að leika í því.
Guðjón: Já, bara stundum en
ekki alla daga. Margir krakk-
ar vilja leika í tréhúsinu.
Er erfitt að komast upp í það?
Óli: Nei, við erum með tvo stiga,
kaðalstiga og tréstiga. Það er erf-
iðara að fara upp kaðlastigann.
Guðjón: Neibbs. Ekkert rosalega í
tréstiganum en mjög erfitt í kað-
alstiganum.
Hafið þið komið í tréhús annars
staðar?
Óli og Guðjón: Nei, bara horft á
þau úr fjarlægð.
Hvernig leikir eru skemmtileg-
astir í húsinu?
Óli: Vatnsstríð.
Guðjón: Feluleikur.
Fá vinir ykkar að koma upp í
húsið stundum?
Óli og Guðjón: Já, mjög oft.
Leikið þið ykkur mikið úti?
Óli: Já, ég er að æfa siglingar og
svo finnst mér gaman að hjóla og
vinna í garðinum.
Guðjón: Já, það er rosalega
gaman í fótbolta.
Hvað er skemmtilegast að
gera á sumrin?
Óli: Fara vestur.
Guðjón: Mest gaman að fara í
sund og líka í Keiluhöllina.
Hvað er uppáhalds leikfangið
ykkar?
Óli: Harmonikan, hún er líka
lang dýrmætust.
Guðjón: Vatnsbyssa og geisla-
sverð.
Anika: Ég á hund sem er uppá-
haldsleikfangið mitt.
Farið þið í ferðalag nú í
sumar?
Óli: Ég ætla í siglingabúðir í
Stykkishólmi, fara austur og
vestur á firði í Lokinhamra-
dal svo ætla ég að heimsækja
frænda minn í Noregi.
Guðjón og Anika: Já, við ætlum
í ferðalag og útilegu með
mömmu og pabba og Óla. Aust-
ur og á Vestfirði.
VATNSSTRÍÐ OG FELU-
LEIKUR Í TRÉHÚSINU
Systkinin Ólafur Heiðar, 11 ára, Guðjón Ármann, 5 ára, og Anika Jóna, 3 ára, eiga for-
láta hús uppi í tré í garðinum sínum í Fossvoginum. Það var pabbi þeirra, Jón Heiðar
Ólafsson, sem smíðaði húsið eftir leiðbeiningum úr Stórhættulegu strákabókinni.
Í TRÉHÚSINU Frá vinstri má sjá bræðurna Ólaf Heiðar, Guðjón Ármann og Þorra vin hans í húsinu en Anika Jóna situr í stiganum
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þegar amma átti hundrað ára
afmæli komu margir að heim-
sækja hana. Meðal þeirra var
blaðamaður sem spurði hana
spjörunum úr. Ömmu þóttu
spurningarnar fávíslegar og
svaraði snubbótt. Loks spurði
blaðamaðurinn: „Og hverju
þakkarðu það að þú ert orðin
hundrað ára?“ „O, ætli það sé
ekki fyrst og fremst því að ég
fæddist fyrir hundrað árum,“
svaraði sú gamla.
Pétur: „Stoppaði úrið þitt
þegar það datt?“
Palli: „Já, auðvitað. Hélstu að
það hefði farið gegnum gólf-
ið?“
Sigga var í fyrsta bekk í barna-
skólanum. Einu sinni þegar
hún kom heim spurði pabbi:
„Jæja, lærðirðu nokkuð í skól-
anum í dag, Sigga mín?“
„Nei, ekki ég en kennslukon-
an. Ég sagði henni hvernig hún
ætti að stafa orðið kisa.“
ÚLFAR OG REFIR RÁÐA RÍKJUM á næstu sýningu Brúðubílsins, Blárefi barnapíu,
sem verður frumsýnd í Hallargarðinum miðvikudaginn 4. júlí klukkan 14. Hvorki meira né
minna en tveir úlfar og fimm refir eru á fjölunum í þessari skemmtilegu sýningu Brúðubíls-
ins. Auk úlfanna og rebbanna sést Lilla apa og Núma bregða fyrir.
Hvað heitir þú fullu nafni?
Birta María Sigurðardóttir.
Hvað ertu gömul? Ég er átta
ára en verð níu ára í nóvem-
ber.
Ertu mikill lestrarhestur?
Já, mér finnst gaman að lesa
bækur.
Hvenær lærðir þú að lesa?
Þegar ég var í 1. bekk.
Hvað er skemmtilegt við að
lesa bækur? Þá get ég ímynd-
að mér hvernig allt lítur út.
Manstu eftir fyrstu bókinni
sem var í uppáhaldi hjá þér?
Já, það var bókin sem heitir Ég
get lesið.
Hvernig bækur þykja þér
skemmtilegastar? Skáldsögur
og ævintýri.
Hvaða bók lastu síðast
og hvernig var hún? Fía-
sól er flottust. Hún var mjög
skemmtileg.
Í hvaða hverfi býrð þú? Í
Norðlingaholti.
Í hvaða skóla gengur þú?
Norðlingaskóla.
Hvaða námsgreinar eru
skemmtilegastar? Íþróttir,
íslenska og stærðfræði.
Hver eru þín helstu áhuga-
mál? Dans, línuskautar, tónlist,
bækur og fleira.
Bókaormur vikunnar
Fáðu þér góða
mjólkurskvettu!
www.ms.is
Borgarbókasafnið, Fréttablaðið og Forlagið hvetja öll börn til að lesa í sumar. Í hvert sinn sem þú klárar bók
getur þú sett nafn hennar í pott í öllum útibúum Borgarbókasafns. Í hverri viku er nýr bókaormur dreginn
úr pottinum sem fær bók að gjöf og er kynntur á Krakkasíðu Fréttablaðsins.