Fréttablaðið - 14.07.2012, Síða 53
LAUGARDAGUR 14. júlí 2012 33
Nanna Gunnarsdóttir útskrifaðist nýlega
úr Rose Bruford College of Theatre and
Performance í London. Þar nam hún evr-
ópsk leikhúsfræði. „Það er aðallega leik-
list en við lærum einnig dálítið um leik-
stjórn, leikmyndagerð, leikhönnun og
fleira sem tengist leikhúsi.“ Aðaláherslan
er á nýsköpun og hópavinnu.
Á sunnudagskvöld býður Nanna Íslend-
ingum að sjá útskriftarverk sitt úr skólan-
um. Það ber heitið „Þetta er Brad heimur“
eða á ensku „It‘s a Brad World“. Nanna
segist byggja sýninguna á list popplista-
mannsins Roy Lichtensteins: „Ég skoða
hvernig ég get fært listrænt ferli Lichten-
steins yfir á leiksviðið og gert sýningu úr
því. Ég notast meðal annars við skugga-
myndir. Lichtenstein vann mikið upp úr
því sem taldist til lélegrar listar í sam-
félaginu og það er það sem ég er búin að
vera að gera; skoða lélega list,“ segir hún
og hlær. „Sýningin er byggð á popp-kúltúr
í sápuóperustíl.“
Titillinn er dálítið sérstakur en hann
er einnig vísun í Lichtenstein og teikni-
myndamálverk hans. „Næstum því alltaf
þegar hann sýnir kvenpersónur í málverk-
um sínum sem eru voðalega kvenlegar og
ósjálfbjarga, þá er alltaf talað um Brad.
Hann er svona staðalímynd karlmannsins
sem kemur og bjargar málunum,“ segir
Nanna og hlær.
Leikararnir sem taka þátt í sýningunni
á sunnudaginn eru hinir sömu og léku í
verkinu úti í London. Auk þeirra verður
einn heiðursgestur. „Já, hann kemur frá
Kostaríka,“ segir Nanna og brosir. „Hann
er mættur til landsins. Hann fer með
stórt hlutverk í sýningunni en segir ekki
mikið.“
Nanna hugsaði sýninguna fyrir vini og
vandamenn sem höfðu ekki tækifæri til
að sjá sýninguna úti í London og einnig
fyrir hverja þá sem hafa áhuga á leik-
list og nýsköpun í þeim geira. Aðeins ein
sýning er á dagskrá á Íslandi en ef það
verður mjög góð aðsókn segist hún geta
bætt við aukasýningu sama kvöld. Leikar-
arnir verða aftur á móti aðeins á landinu í
fimm daga og því er tíminn naumur. Leik-
sýningin er um það bil hálftími í flutn-
ingi og Nanna vonast til að sjá sem flesta í
Gaflaraleikhúsinu á sunnudaginn klukkan
átta. halla@365.is
Byggja á popp-kúltúr í sápuóperustíl
NÝÚTSKRIFUÐ Sýning Nönnu og félaga er byggð á popp-
kúltúr og er í sápuóperustíl. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
➜ Opið hús
13.00 Bærinn Krókur á Garðaholti
í Garðabæ er opinn á sunnudögum í
sumar. Krókur er lítill bárujárnsklæddur
burstabær sem var endurbyggður úr
torfbæ árið 1923. Hann er staðsettur
ská á móti samkomuhúsinu á Garða-
holti og stutt frá Garðakirkju. Aðgangur
er ókeypis.
➜ Leikrit
20.00 Verkið Brad World eða Brad
Heimur verður sýnt í Gaflaraleikhúsinu.
Verkið er útskriftarverk Nönnu Gunnars
úr Rose Bruford College of Theatre
and Performance í London. Fögnuður
verður haldin á Faktorý á Smiðjustíg að
sýningu lokinni.
➜ Tónlist
14.00 Magnús Einarsson, Karl Pétur
Smith og Tómas Tómasson leika tónlist
úr ýmsum áttum á veitingastaðnum
Víkinni, Sjóminjasafninu Grandagarði 8.
Leikið verður úti á sólpallinum ef veður
leyfir og aðgangseyrir er enginn.
16.00 Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari
og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari
spila Bach, Tchaikovsky og Chausson á
Gljúfrasteini. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
16.00 Andrea Jónsdóttir leikur lög
af hljómplötum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da
Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis.
17.00 Kári Þormar, organisti Dómkirkj-
unnar í Reykjavík, spilar á tónleikum
Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgríms-
kirkju. Fjölbreytt efnisskrá og miðaverð
kr. 2.500. Frítt er fyrir Listavini.
➜ Leiðsögn
13.00 Sigurjón Pétursson sér um
leiðsögn á ensku um ljósmyndasýningu
sína, Aðventa á Fjöllum, í Þjóðminja-
safni Íslands. Aðgangur er ókeypis.
14.00 Farið verður með leiðsögn um
uppgraftarsvæðið á Alþingisreit í miðbæ
Reykjavíkur. Lagt verður af stað frá Aðal-
stræti framan við Landnámssýninguna.
14.00 Sigurjón Pétursson leiðir gesti
um ljósmyndasýningu sína, Aðventa
á Fjöllum, í Þjóðminjasafni Íslands.
Aðgangur er ókeypis.
➜ Markaðir
17.00 Arnar Eggert Thoroddsen, tón-
listarmógúll, selur vínylplötur og geisla-
diska í garðinum að Auðarstræti 13. Um
10.000 gripir af öllum toga og verð frá
100 krónum upp í 500 krónur. Opið
til 17.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
„Þetta gel er bara snilld! Ég hef notað það í mörg ár, bæði eitt
og líka blandað við Make Up. Húðin fær aukinn ljóma. Elska
þetta gel og nota það daglega. Mæli algjölega með því!“
Ásdís Oddgeirsdóttir
„Þetta er vara sem er alveg ómissandi. Hef alltaf verið í vand-
ræðum með að nota meik því ég er með svo þurra húð. Eftir
að ég kynntist Sensai Bronzing gelinu var öllu mínu meiki
hent og nota ég gelið eingöngu og á hverjum degi. Þetta er
sko mitt uppáhalds.“
Guðrún Viðarsdóttir
„Bronzing gelið frá Kanebo er án efa ein mesta snilldar
uppfinning í húðvörum sem framleidd hefur verið fyrir konur og
karla. Það er göldrum líkast því þetta hefur svo margslungna
eiginleika s.s. þetta „Natural Glow“, raka, fallegan lit og hæfi-
lega þekju. Yfir sumartímann er þetta nóg eitt og sér og yfir
veturinn er þetta „lifesaver“ fyrir okkur þegar húðin er orðin föl
og litlaus. Einn af mörgum kostum er að gelið smitast ekki í föt
og þess vegna er óhætt að setja það á háls og bringu. Segi
það og skrifa, get ekki verið án þess. Love it! “
Sif Davíðsdóttir
„Bronzing gelið er ómissandi eins og maskarinn! Gefur full-
kominn lit og er svo léttur farði á húðina. Mér líður allavega
ekki eins og ég sé með grímu eins og oft þegar ég reyni
að setja á mig meik! Mér finnst húðin alltaf í góðu jafnvægi
því gelið gefur svo mikinn raka. Það er nauðsynlegt þegar
maður til dæmis flýgur mikið eins og ég, þar sem ég vinn
sem flugfreyja á sumrin og bý í Noregi og flakka mikið á milli
til Íslands.“
Birna Ósk Sigurbjartsdóttir
Sensai Bronzing gelið frá Kanebo er framleitt úr 70% vatni og hinu einstaka
Koishimaru silki. Það sveipar húðina frískandi raka og gegnsæjum lit sem
heldur húðinni rakri og geislandi fallegri.
BRONZING GEL