Fréttablaðið - 02.08.2012, Síða 18

Fréttablaðið - 02.08.2012, Síða 18
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR18 MYNDASYRPA: Ólympíuleikarnir í Lundúnum Viðburðir á borð við Ólymp- íuleika, þar sem þjóðir heimsins koma saman til að etja í vinsemd kappi í margvíslegum íþróttum, eru veisla fyrir augað. Hér hefur verið safnað saman nokkrum augnablikum sem fönguðu athygli ljósmynd- ara fréttaveitu AFP. Augu heimsins hvíla á Lundúnum RÉTT MISSTI AF HONUM Elsa Baquerizo, úr strandblakliði Spánar, rétt missir af bolt- anum í forspili í strandblaki kvenna gegn argentínsku keppniskonunum Önu Gallay og Mariu Virginiu Zonta á þriðjudag. Spánn vann hins vegar leikinn 2-0. REKNAR HEIM Alþjóðlega Ólympíusambandið tók hart á badmintonspilurum í parakeppni sem reyndu að tapa leikjum til að fá auðveldari andstæðinga í næsta riðli. Fjögur lið í parakeppni voru rekin heim í gær. Þar á meðal er suðurkóreska parið hér fyrir ofan, Kim Ha Na (fyrir framan) og Jung Kyung Eun, sem sjást hér í leik sínum gegn Kanada í gær. Þá voru reknar heim Meiliana Juahari og Greysia Polii frá Indónesíu, Yu Yang og Wang Xiaoli frá Kína og Ha Jung-Eun og Kim Min-Jung frá Suður-Kóreu. SUNDKAPPAR Sjálfvirk myndavél á botni keppnislaugarinnar í Lundúnum fangaði þessa mynd af því þegar bandaríski sundkappinn Michael Phelps kom í mark í gær eftir 200 metra sund með blandaðri aðferð. FLÆKJA Hwang Ye-Sul frá Kóreu (í hvítu) glímir við Ericu Barbieri frá Ítalíu (í bláu) í júdókeppni kvenna undir 70 kílóum í gær. GLEÐI Bresku ræðararnir Helen Glover og Heather Stanning (liggjandi) fagna eftir að hafa landað gulli í parakeppni í róðrar- keppni kvenna. EINBEITINGIN LEYNIR SÉR EKKI Banda- ríska fimleikastúlkan Kyla Ross sýnir listir sínar á tvíslá í úrslitakeppni sem fram fór á þriðjudag. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.