Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 32
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR32 „Við ætlum að einbeita okkur að leiklist og öll börn sem koma til okkar taka þátt,“ segir Hildur Lilja Jónsdóttir, leikskóla- stjóri Leiklistarleikskólans Laufskála í Grafarvogi. Fjöldi leikskóla nýtir listgreinina í kennslu en Hildur segir þau vilja taka þetta á annað stig. „Verkefnið heitir Leiklistarleik- skóli og við áætlum okkur tvö ár. Það er frá vorönn 2012 til vorannar 2014 til að máta okkur áður en þetta fer inn í nám- skrána.“ „Hjá mannfólkinu er nauðsynlegt að geta lifað sig inn í ímyndaðar aðstæður líkt og börn gera gjarnan og læra í gegnum leik. Þetta viljum við virkja,“ segir Hildur um áform leikskólans. Hún segir skólann ekki stefna á að útskrifa leik- ara framtíðar heldur efla málörvun og félagsfærni. „Þú þarft bæði að bíða eftir að röðin komi að þér, taka tillit til félagans og sem áhorfandi þarftu að sýna þeim sem stendur á sviðinu virðingu. Svo er þetta fyndið og börnin hlæja með einhverj- um sem þau hafa ekki hlegið með og skapa ný vináttutengsl,“ segir hún. Hugmyndin fékk byr undir báða vængi skömmu eftir að Hildur hóf störf sem leikskólastjóri í september í fyrra. „Það var unnið mjög gott starf hér sem við erum ekkert að breyta heldur bæta við. Starfsmannahópurinn spurði mig hvort ég hefði nýjar hugmyndir og þá viðraði ég þessa, sem ég hef gengið með lengi í maganum, og henni var tekið svona vel,“ segir hún. „Allir voru mjög jákvæðir og vildu hrinda þessu í framkvæmd en það sem skiptir máli í svona verkefni er jákvætt og opið hugarfar.“ Hafið var að innleiða leiklist í nám skólans í janúar og er lagt upp með að setja upp fimm stærri sviðsatriði á ári. Allan veturinn eru börnin látin koma fram en ekki endar vinnan alltaf á sýningu. Í sumar hélt leikskólinn þemaviku þar sem börnin léku á útisviði og nýttu náttúruna. „Við notum ekki aðeins okkur sjálf heldur erum við með brúðuleikhús og skuggaleikhús,“ segir hún og ræðir að spuni sé nýttur í bland við tilbúin handrit, sögur og ævintýri en einkar vinsælt er að leika ævintýri sem börnin þekkja. Enginn leikaramenntaður kennari starfar við skólann en Hildur segir nám og reynslu starfsfólksins nýtast vel. „Ég hef ekki reynslu af leiklist sem fullorðin heldur úr æsku og bý vel að henni sem manneskja.“ hallfridur@frettabladid.is timamot@frettabladid.is BJÖRN BRYNJÚLFUR BJÖRNSSON kvikmyndagerðarmaður á afmæli í dag. „Kreppan í dag er bara barnaleikur miðað við 18. öldina.“ 56 HILDUR JÓNSDÓTTIR: STÝRIR FYRSTA ÍSLENSKA LEIKLISTARLEIKSKÓLANUM LÆRA Í LEIK LEIKLISTARLEIKSKÓLI Hildur Lilja Jónsdóttir er leikskólastjóri leik- skólans Laufskála. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Elskulegur eiginmaður minn, SVERRIR BJARNASON lést þann 24. júlí á Hjúkrunarheimilinu Mörk. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðbjörg Jóhannsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS ÓLAFSSON skipasmíðameistari frá Skagaströnd, lést þann 23. júlí á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Við þökkum öllu því heilbrigðisstarfsfólki sem hlúði að honum í veikindum hans. Blessuð sé minning hans. Sigþrúður og fjölskylda Hulda og fjölskylda Ólafur og fjölskylda Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MAGNÚSDÓTTIR frá Múlakoti í Lundarreykjadal, síðast til heimilis að Blesastöðum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi þriðjudaginn 31. júlí. Útför hennar verður gerð frá Hrunakirkju laugardaginn 4. ágúst kl. 11.00. Anna Björk Matthíasdóttir Guðmundur Magnússon Steinar Matthíasson Margrét Jóhannsdóttir Magnús Matthíasson Þórdís Elísdóttir Sigríður Matthíasdóttir Þorleifur Magnús Magnússon ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN BERENT SIGURÐSSON fv. flugumferðarstjóri, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut þann 27. júlí sl. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 9. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveitina eða Karítas. Ingunn Sigurðardóttir Sigrún Þorsteinsdóttir Ólafur Sigurðsson Jón Ólafur Þorsteinsson Þorsteinn Ingi Kristjánsson Kristín Eva Kristjánsdóttir Arnar Berent Sigrúnarson Katla Dimmey Þorsteinsdóttir Daníel Berent Rink Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, ELÍN SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR Borgarbraut 65a, Borgarnesi, áður til heimilis að Hvassafelli, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 9. ágúst kl. 11.00. Gísli Þorsteinsson Þorsteinn Gíslason Anna Bryndís Sigurðardóttir Sigurlaug Gísladóttir Ingibjörg María Gísladóttir og barnabörn. HALLDÓR JÓNSSON ökukennari frá Ísafirði, lést af slysförum sunnudaginn 29. júlí. Kveðjuathöfn verður haldin í Fossvogs- kapellu fimmtudaginn 2. ágúst kl. 15.00. Jarðsett verður frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn 10. ágúst kl. 14.00. Sasiprapha Udomsup Ása Sigurlaug Halldórsdóttir Einar Óskarsson Einar Halldórsson Gunnar Þorsteinn Halldórsson Fríður María Halldórsdóttir Þórður Marelsson barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. FJÓLA ÞORSTEINSDÓTTIR frá Laufási, Vestmannaeyjum, Karfavogi 23, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík hinn 31. júlí. Gísli B. Björnsson Lena Margrét Rist Martha Clara Björnsson Gunnar Már Hauksson Ásta Kristín Björnsson Sverrir Guðmundsson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, AUÐUR PÉTURSDÓTTIR Mýrarási 3, lést á deild 11E á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 30. júlí. Ríkharður Sverrisson Pétur Kristmanns Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Ríkharður B. Ríkharðsson Margrét Ríkharðsdóttir Guðlaugur Geir Kristmanns Ríkharður Kristmanns Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR Hörðukór 5, Kópavogi, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 29. júlí. Jarðsett verður frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 8. ágúst klukkan 13.00. Ólafur Þórðarson Sólveig Kristbjörg Vagnsdóttir Ragnar Pétursson Hlín Pétursdóttir Guðjón Rafnsson Arnar, Elmar, Ylfa Nótt, Orri Hrafn, Jakob og Hlynur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir afi og langafi, GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON verkfræðingur, lést föstudaginn 27. júlí á Droplaugar- stöðum. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 2. ágúst kl. 13.00. Sigþrúður Guðmundsdóttir Birgir Guðjónsson Kristján Guðmundsson Auður Andrésdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, HJÖRTUR HJARTARSON fyrrverandi sóknarprestur, Hlíðarvegi 11, Kópavogi, lést á Landspítalanum v/Hringbraut 26. júlí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju, þriðjudaginn 7. ágúst kl. 13.00. Unnur Axelsdóttir Stefanía Hjartardóttir Sveinn Hjörtur Hjartarson Sigurveig H. Sigurðardóttir Þórunn Ingibjörg Hjartardóttir Sveinn B. Larsson Axel Garðar Hjartarson Rannveig Sigurðardóttir barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LEIFUR JÓNSSON Burknavöllum 21, Hafnarfirði, lést á krabbameinsdeild LSH föstudaginn 27. júlí. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 9. ágúst kl. 15.00. Svala Markúsdóttir Markús B. Leifsson Karen Erna Ellertsdóttir Egill Hrafn Markússon Sonja Leifsdóttir Sveinn Ómar Kristinsson Ragnhildur Laufey Sveinsdóttir Ástkær móðir mín tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG PÁLSDÓTTIR Hjúkrunarheimilinu Mörk, Reykjavík, áður Nýbýlavegi 48, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk þann 29. júlí. Hún verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 8. ágúst kl. 13.00. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík fyrir góða umönnun. Jóhann H. Jónsson Erla Stefánsdóttir Barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.