Fréttablaðið - 02.08.2012, Page 34

Fréttablaðið - 02.08.2012, Page 34
FÓLK|FATAHREINSUN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 ■ Aldrei skyldi reyna að nudda bletti úr viðkvæmum fatnaði. Það getur skemmt efnið og skilið eftir sig enn verri blett. Þerrið að- eins blettinn og komið flíkinni sem fyrst í hreinsun. ■ Hellið ekki hvítvíni eða salti á rauðvínblett. Þetta gerir starfsfólki fatahreinsana bara erfiðara fyrir og getur jafnvel orðið til þess að bletturinn náist ekki úr. ■ Þegar farið er með föt í hreinsun ætti alltaf að benda starfsfólki fatahreinsunarinnar á bletti því þeir eru meðhöndlaðir sérstak- lega. Annars gætu þeir farið fram hjá starfsfólkinu. ■ Hátískufatnaður er oft framleiddur úr afar viðkvæmum efnum og skyldi varast að setja á sig svitalyktareyði og ilmvatn eftir að farið er í slíkan fatnað. Berið svitalyktareyðinn á áður en farið er í fötin og leyfið honum að þorna. Annars er hætt við að fatnaðurinn skemmist. ■ Það er ekki hægt að ná öllum blettum úr fötum. Sum efni eru þannig að liturinn dofnar ef svæðið er mikið meðhöndlað. Því lengur sem dregst að fara með óhreina flík í hreinsun því meiri líkur eru á að erfitt sé að ná blettum úr. BENDIÐ Á BLETTINA Ekki er mælt með því að hella hvítvíni eða salti á rauðvínsbletti líkt og margir halda. Best er að fara með fötin beint í hreinsun. Fatahreinsunin Snögg hefur þjónað Reykvíkingum í rúmlega 45 ár og hefur alla tíð verið staðsett í verslunarkjarnanum Suðurveri, Stiga- hlíð 45-47. Persónuleg þjónusta hefur alla tíð verið einkenni hennar enda er viðskiptavinurinn ætíð í forgrunni, segir Jónína Shipp, framkvæmdastjóri fatahreinsunarinnar. „Eigendurnir vinna á gólfinu og eru í nánu sambandi við viðskiptavini sína alla daga. Við erum með gott gæðaeftirlit sem skiptir miklu máli enda erum við oft að hreinsa uppá- haldsflíkur viðskiptavina sem jafnvel kosta mikla fjármuni. Það er því óhætt að segja að við séum með puttana í nánast flestum verkefnum og reynum þannig að fylgja öllu eftir. Þannig sjáum við til þess að allir viðskiptavinir okkar séu glaðir og ánægðir.“ Jónína segir Snögg veita alhliða hreinsunarþjónustu varðandi fatnað en auk þess hreinsa þau ýmislegt annað eins og rúmteppi, gardínur, sængur og svefnpoka. „Síðan hefur færst mjög í vöxt skyrtuþvottur undanfarin ár sem karlmenn nýta sér mjög mikið enda þægileg og góð þjónusta.“ Undanfarin ár hefur Snögg veitt mörgum fyrirtækjum þá þjónustu að sækja óhrein föt frá starfsmönnum, hreinsa þau og skila þeim aftur til baka til fyrirtækjanna. „Þessi þjónusta hefur vaxið mikið hjá okkur og mælst mjög vel fyrir. Það mætti þó vera meiri vakn- ing meðal fólks því þegar viðskipta- vinir kynnast þessari þjónustu þá er vart snúið aftur. Þannig eru flíkurnar sóttar í vinnuna í stað þess að renna við hjá okkur eftir vinnu þegar tíminn er naumur. Þessi þjónusta á við allt sem við tökum að okkur, svo sem jakkaföt, skyrtur, kjóla, rúmteppi og fleira.“ Fatahreinsun hefur verið stunduð í fjölskyldu Jónínu í marga áratugi. Langafi hennar stofnaði efnalaugina Úðafoss árið 1933. Móðir hennar rak einnig fatahreinsun og síðar meir Jónína og systir hennar. „Það má segja að fatahreinsun sé í ættinni. Það er eitt- hvað sem fær okkur til að hreinsa fyrir aðra og þjóna öðru fólki. Þekkingin og þjónustulundin er eitthvað sem við erum alin upp við frá blautu barns- beini.“ Snögg er opin alla virka daga frá kl. 8 til 18. Jónína segir marga nýta sér fyrstu klukkustund dagsins til að koma með föt í hreinsun. „Við bjóðumst líka til þess að koma heim til fólks og taka niður og setja upp gardínur ef fólk treystir sér ekki til þess. Liðlegheitin eru framar öllu hjá okkur og það skilar sér langt.“ Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á Facebook-síðu fatahreinsunarinnar. LIÐLEGHEITIN ERU FRAMAR ÖLLU SNÖGG FATAHREINSUN KYNNIR Persónuleg og góð þjónusta er einkenni fatahreinsunarinnar Snögg. Fyrirtækið veitir alhliða hreinsunarþjónustu. GÓÐ ÞJÓNUSTA „Eigendurnir vinna á gólfinu og eru í nánu sambandi við viðskipta- vini sína alla daga,“ segir Jónína Shipp fram- kvæmdastjóri. MYND/DANÍEL OPNUNARTÍMI Fatahreinsunin Snögg er staðsett í verslunarkjarn- anum Suðurveri í Reykjavík. Opið er alla virka daga milli kl. 8-18. Nú á dögum eru margar þvotta-vélar með sérstaka stillingu fyrir viðkvæman þvott. Margir freistast því til að skella hvaða flík sem er í vélina og spara sér þannig ferð í fatahreinsun. Engu að síður gerast mistökin enn og því er ágætt að meta það hverju sinni hvort áhættan sé þess virði. Hver hefur ekki heyrt söguna um Stubb og stóru bræðurna Pétur og Óla? Þeir eldri fengu nýjar flíkur sem fóru í þvottavélina og pössuðu þá bara á hann litla Stubb. Foreldrar þeirra hefðu kannski átt að splæsa í hreinsun í þetta skiptið. ■ Flíkur sem hafa tilfinningalegt gildi eða kostuðu morð fjár ættu ekki að fara í þvottavélina, ef ekki er víst að þær þoli það. Brúðarkjólar, smóking og þjóðbúningar ættu aldrei að veltast um í vélinni enda líklega ekki í stöðugri notkun. Það er vel þess virði að greiða fyrir hreinsun á þessum hátíðar- klæðnaði. ■ Það sama gildir um ullarjakka og vetrarkápur. Þegar að því kemur að þessar flíkur þurfa þvott er skynsamlegra að láta fagmenn í efnalaugum sjá um hreinsunina. Nema auðvitað þið eigið lítinn Stubb sem langar í ullarkápu. ■ Silkiföt ættu alltaf að fara í hreins- un nema ef ykkur er annaðhvort sama um fötin eða vitið nákvæm- lega hvað þið eruð að gera. Silkiföt eru yfirleitt dýr svo gott er að hugsa vel um hvað skal gera. ■ Ullarfatnaður er vandmeðfarinn í þvotti. Ef þið eruð ekki viss um hvernig á að bera sig að skuluð þið leita ykkur hjálpar eða fara með flíkina í hreinsun. Ull þæfist gjarnan í þvottavélinni. ■ Föt sem keypt eru notuð eru oft ekki með þvottamiða. Chanel- dragtir skuluð þið bara setja beint í fatahreinsun en bómullarboli er örugglega í lagi að skutla í þvotta- vélina með blandaða þvottinum. ■ Vart þarf að minnast á skinn og feld en þetta ætti aldrei að laumast í þvottavélina undir neinum kringumstæðum. ■ Einhverjir hugsa þá með sér að lausnin sé einfaldlega að þvo ofur- viðkvæman þvott í höndunum og taka þannig enga áhættu. En athugið að handþvottur getur reynst vandasamur. Oft er erfitt að ná þvottaefninu úr fötunum og þau safna þá gjarnan í sig stöðu- orku og límast við líkamann þegar þau hafa þornað. ■ Þegar allt kemur til alls er best að meta hvert tilvik fyrir sig, reikna dæmið út frá hvað flíkin kostaði og hvaða tilfinningagildi hún hefur. Er áhættan þess virði? ■ halla@365.is VAFASAMIR GESTIR Í ÞVOTTAVÉLINA HUGSIÐ YKKUR TVISVAR UM Vissulega þola margar flíkur að fara í þvottavél þrátt fyrir að mælt sé með að fara með hana í hreinsun. Vert er þó að hugsa sig vel um áður en nýju kasmírpeysunni er skellt í vélina ásamt skítugu sokkunum. LÁN Í ÓLÁNI Stubbur datt aldeilis í lukkupottinn þegar mamma hans setti ný föt eldri bræðranna í þvottavélina. VERÐMÆTUR HÁ- TÍÐARKLÆÐNAÐUR Handsaumaður hátíðar- klæðnaður er afar verð- mætur og ætti aldrei að fara í þvottavél. Kjólföt og smókingar eru ekki í stöðugri notkun og vel þess virði að greiða fyrir hreinsun á þessum flíkum þegar þess þarf.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.