Fréttablaðið - 02.08.2012, Side 54

Fréttablaðið - 02.08.2012, Side 54
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR46 bio@frettabladid.is 46 Killer Joe var frumsýnd í kvikmyndahúsum í gær. Myndin skartar Matthew McConaughey í aðalhlut- verki og er frá leikstjóra The Exorcist. Spennumyndin Killer Joe skartar Emile Hirsch, Matthew McCo- naughey og Juno Temple í aðalhlut- verkum og segir frá Chris Smith sem ræður leigumorðingja til að myrða móður sína svo hann komist yfir líftryggingu hennar. Chris skuldar glæpa manninum Digger Soames háar fjárhæðir og getur ekki greitt skuldir sínar. Hann ákveður því að ráða lögreglu- manninn og leigu morðingjann Killer Joe Cooper til að myrða móður sína svo hann komist yfir líftryggingu hennar. Chris hefur þó ekki heldur efni á að greiða Killer Joe fyrirframgreiðsluna sem Joe setur sem skilyrði og verða þeir ásáttir um að Joe taki Dottie, systur Chris, í gíslingu sem eins konar tryggingu fyrir að upphæðin verði greidd að verkinu loknu. Með Joe og Dottie tekst þó undarleg vin- átta og verður lögreglu maðurinn Illt ráðabrugg smákrimma LEGGJA Á RÁÐIN Emile Hirsch og Matthew McConaughey í hlutverkum sínum sem smákrimminn Chris Smith og leigumorðing- inn Killer Joe Cooper. ■ Matthew McConaughey lék í fjórum kvikmyndum sem koma út á þessu ári og í tveimur sem frumsýndar verða á næsta ári. Hann lék meðal annars í myndunum The Paperboy, Mud, Magic Mike og True Detectives sem komu út í Bandaríkjunum í ár. Næsta ár koma myndirnar The Dallas Buyer‘s Clu og Thunder Run út. ■ McConaughey er hrifinn af því að ganga um berfættur og tekur gjarnan að sér hlutverk þar sem hann fær að vera skólaus. ■ Leikstjórinn William Friedkin sá kvikmyndina Citizen Kane eftir Orson Welles þegar hann var strákur og vakti hún áhuga hans á kvikmyndagerð. ■ Friedkin hlaut heimsfrægð í kjölfar The French Connection sem sló í gegn árið 1971 og skartaði meðal annars Gene Hackman og Fernando Rey. VILL HELST VERA BERFÆTTUR Jason Statham og James Franco munu að öllum líkindum leiða saman hesta sína í kvikmyndinni Homefront sem byggð er á hand- riti Sylvester Stallone. Framleiðslufyrirtækið Millenni- um Films mun framleiða mynd- ina ásamt Stallone og mun Gary Flender leikstýra verkinu. Home- front segir frá fyrrum fíkniefna- lögreglumanni sem leikinn er af Statham, sem ákveður að segja skilið við fyrra líferni og taka því rólega. Hann flyst í bæ þar sem stórglæpamaðurinn Gator, leikinn af Franco, heldur til og brátt færist hiti í leikinn. Flender hefur áður leikstýrt kvikmyndum á borð við Runaway Jury og Things to Do in Denver When You‘re Dead. Franco og Statham hafa báðir verið iðnir við kolann undanfarið og mun Stat- ham einnig hafa tekið að sér hlut- verk í Expendables 2, Parker og Hummingbird sem allar eru vænt- anlegar innan skamms. Franco fer með hlutverk í Oz: The Great And Powerful, The Iceman, Lovelace og Spring Breakers. Statham og Franco leika saman ÁFRAM Í HASARNUM Jason Statham fer með hlutverk í kvikmynd byggðri á handriti eftir Sylvester Stallone. James Franco leikur á móti honum. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Emma Stone fer með hlutverk í næstu kvikmynd leik- stjórans Cameron Crowe. Stone er önnum kafin um þessar mundir og mun leika í kvikmynd Crowe áður en hún fer í tökur á framhaldsmynd The Amazing Spiderman. Crowe er þekktur fyrir að leikstýra fallegum og ljúfum kvikmyndum á borð við Jerry Maguire, Almost Famous og We Bought a Zoo. Hann leikstýrði einnig myndunum Vanilla Sky og Elizabethtown sem skartaði Orlando Bloom og Kirsten Dunst í forgrunni. Stone sló í gegn í kvik myndinni Superbad og hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem ein vin- sælasta leikkona Bandaríkjanna enda er hún með eindæmum geð- þekk og skemmtileg. Vinsæl leikkona VINSÆL Emma Stone mun leika í næstu kvikmynd leikstjórans Cameron Crowe. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Rashida Jones skrifar handritið og fer með annað aðal- hlutverkið í rómantísku gam- anmyndinni Celeste and Jesse Forever. Mótleikari hennar er gamanleikarinn Andy Samberg og Lee Toland Krieger leikstýrir myndinni. Jones, sem skrifaði handritið ásamt Will McCormack, segist hafa sótt innblásturinn til vina sinna sem hafa margir verið í samböndum frá unglingsaldri og eiga erfitt með að skilja við æskuástina. „Þetta var nánast eins og menningarlegt fyrir- bæri. Fólk kynnist í mennta- skóla og trúir því að það muni eyða ævinni saman. En svo tekur lífið við og fólk breytist en maður getur ekki hugsað sér að hætta saman,“ sagði Jones um kjarna myndarinnar. Sótti innblásturinn til vinapara sinna SKRIFAÐI HANDRIT Rashida Jones skrifaði handritið og leikur aðalhlut- verkið í gamanmyndinni Celeste and Jesse Forever. NORDICPHOTOS/GETTY eins konar draumaprins fyrir Dot- tie. Á meðan virðist ráðabrugg Chris þó ætla úr böndunum verði ekki tíman lega í taumana gripið. Leikstjóri myndarinnar er William Friedkin sem er líklega þekktastur fyrir kvikmyndirn- ar The French Connection, The Exorcist og Rules Of Engagement. Hann vann handrit myndarinnar í samstarfi við leikskáldið Tracy Letts, en myndin er byggð á sam- nefndu leikriti Letts frá árinu 1993. Þeir höfðu áður unnið saman við gerð hrollvekjunnar Bug sem kom út 2009 og er byggð á samnefndu leikverki Letts. Killer Joe hefur fengið ágæta dóma og voru 75 pró- sent ritaðra ummæla á vefsíðunni Rottentomatoes.com góð. Matthew McConaughey þykir standa sig vel sem ógeðfelldur sadisti með herramannslegt yfir- bragð og vilja sumir meina að þetta sé besti leikur hans til þessa. Aðrir gagnrýnendur segja söguþráðinn missa marks og að persónurnar séu lítið annað en lágkúrulegar og að myndin sé í besta falli drama- tískari og lengri útgáfa af sjón- varpsþættinum The Jerry Sprin- ger Show. sara@frettabladid.is EFTIRLÝSTUR Leikarinn Cuba Gooding Jr. er eftirlýstur af lögreglunni í New Orleans eftir að hafa kýlt barþjón tvisvar í andlitið. Atvikið átti sér stað snemma á þriðjudagsmorgni. Konan sem varð fyrir árásinni segir Gooding Jr. hafa veist að henni þegar hún bað hann um að róa sig niður eftir rifrildi við aðdáanda. Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.