Fréttablaðið - 31.08.2012, Síða 1

Fréttablaðið - 31.08.2012, Síða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur skoðun 20 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Gámar & gámaþjónusta Lífið 31. ágúst 2012 204 tölublað 12. árgangur ÍSLENSKT HUNANG OG SULTUR Uppskeruhátíð býflugnabænda verður í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum kl. 14-16 á morgun. Býflugnarækt verður kynnt og sýnishorn af uppskeru sumarsins verður á borðum til að smakka. Kvenfélagasamband Íslands verður með sultukynningu. M atreiðslumaðurinn Kristján Þór Hlöðversson sér um þátt-inn Eldað með Holta á sjón-varpsstöðinni ÍNN. Þar matreiðir hann skemmtilega og litríka kjúklingarétti úr Holtakjúklingi frá Reykjagarði. Á föstudögum birtast þessar uppskriftir hér á síðunni. Í dag býður Kristján upp á grillaða og marineraða kjúklingasteik. Hægt er að fylgjast með Kristjáni matreiða þennan girnilega rétt í kvöld klukkan 21.30 á ÍNN. Þættirnir eru síðan endur- sýndir um helgina en einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, www. inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Sjónvarpskokkurinn Kristján Hlöðversson sér um þætt-ina Eldað með Holta á ÍNN. Hann gefur lesendum hér uppskrift að grillaðri kjúklingasteik með kaldri sósu. Hægt er að sjá hann elda réttinn á ÍNN. KJÚKLINGASTEIK800 g Rikku-kjúklingasteikur frá Holta Jon bb mínútur. Þá eru þeir teknir úr vatninu og settir í ál- eða járnbox m ðöt KÖLD K BBQ-KJÚKLINGASTEIKUR FRÁ RIKKU MEÐ GRILLUÐU GRÆNMETI OG KALDRI KRYDDSÓSU Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með nöfnum sínum og brúðkaupsdegi ísaumuðum. Íslensk kennslubók í matreiðslu fylgir. MIKIÐ ÚRVAL BRÚÐARGJAFA Gildir um KitchenAid hrærivélar. Kynningarblað Umhverfisþjónusta, ráðgjöf, umhverfismál, gámahús, gámaflutningar og fyrstu gámarnir GÁMAR FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 & GÁMAÞJÓNUSTA Í Mikil vitundarvakning hefur verið meðal landsmanna um endurvinnslu og fl k 31. ÁGÚST 2012 SUMARIÐ KVATT MEÐ STÆL Á SKUGGABARNUM SKEMMTILEGAR LAUSNIR Á TÓMA VEGGI ÁSDÍS RÁN ELT AF ÆSTUM LJÓSMYNDURUM ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Eitt, tvö, þrjú og það varst þú... STÖÐ 2 BLAÐIÐ FYLGIR BLAÐINU Í DAG í september Verð nú: 2029 kr Verð áður: 2899 kr Verð nú: 2099 kr Verð áður: 2999 kr Verð nú: 2099 kr Verð áður: 2999 kr Verð nú: 1749 kr Verð áður: 2499 kr Tilboð mánaðarins FÓLK „Þetta er fræðsluþáttur, en efnið er séð með augum ungs fólks og við upplifum þetta svolítið í gegnum það,“ segir Hrefna Björk Sverris- dóttir, einn framleiðandi sjónvarpsþátt- anna 2+6 sem hefja göngu sína á Popptíví í vetur. Kynlíf er umfjöllunar- efni þáttanna. Að sögn Hrefnu Bjarkar verður ákveðið efni tekið fyrir í hverjum þætti og nefnir hún sem dæmi BDSM og sjálfsfróun. „Ungt fólk er mjög opinskátt þegar kemur að kynlífi og það er mjög áhugavert að sjá og heyra hvað það er að spá.“ Sunna Sverrisdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson eru umsjónar- menn þáttanna. Tökur hefjast í næstu viku. - sm / sjá síðu 54 Ný íslensk þáttaröð: Ungt fólk opin- skátt um kynlíf HREFNA BJÖRG SVERRISDÓTTIR Humar slær í gegn Humar Linduson Eldjárn varð óvænt Facebook- stjarna. popp 54 Þakklát fyrir að lifa Ingibjörg Stefánsdóttir fagnar fertugsafmæli. tímamót 32 TALSVERÐ RIGNING og strekkingur eða allhvasst sunnan og vestan til fyrri hluta dags en hægari vindur og úrkomuminna norðanlands. Skúrir síðdegis. VEÐUR 4 14 12 13 14 12 veðrið í dag VIÐSKIPTI Fjármagnskostnaður Skipta, móðurfélags Símans, Mílu og Skjás miðla, skerðir samkeppnis- hæfni og fjárfestingagetu félags- ins. Forstjóri þess segir þetta ekki ganga upp til lengri tíma og að endur fjármögnun félagsins sé „mjög aðkallandi“. Kostnaðurinn er tilkominn vegna sambankaláns sem tekið var þegar Skipti keyptu Símann í einkavæð- ingarferli árið 2005 og útistandandi skuldabréfaflokks. Sambankalánið, sem stendur í um fjörutíu milljörð- um króna, er á gjalddaga í desem- ber 2013 og skuldabréfaflokkurinn, upp á 22 milljarða króna, á að greið- ast í apríl 2014. Þangað til greiðir félagið vexti af þessum skuldum. Skipti birtu hálfsársuppgjör sitt í gær. Rekstrarhagnaður félagsins nam 3,4 milljörðum króna. Á móti var fjármagnskostnaður þrír millj- arðar og virðisrýrnun eigna 1,3 milljarðar. Þessir tveir þættir voru ráðandi í því að félagið tapaði 2,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er um 700 milljónum meira en tapið á sama tíma í fyrra. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta, segir ljóst að það þurfi að endurfjármagna félagið enda sé afkoma Skiptasamstæðunn- ar óviðunandi vegna alltof hárrar skuldastöðu og fjármagnskostn- aði sem henni fylgir. „Fjármagns- strúktúrinn eins og hann er núna gengur ekki til lengri tíma,“ segir hann. „Það er því orðið mjög aðkall- andi að ráðast í endurfjármögnun og undirbúningur fyrir hana er hafinn. Það kemur í ljós á næstu mánuðum hvernig til tekst.“ Aðspurður hvort nægjanlegt sé að endurfjármagna skuldir segir Steinn það fræðilega vera hægt. „Það er þó auðvitað aldrei ákjósan- legt til lengri tíma. Skuldastaðan hefur áhrif á samkeppnishæfni okkar og við getum ekki fjárfest eins og við þurfum.“ Eigandi Skipta er Klakki ehf., sem áður hét Exista. Stærsti eig- andi þess félags er Arion banki með 44,9 prósent hlut. Þrír erlendir vog- unarsjóðir eiga auk þess samtals 17,5 prósent í Klakka. - þsj Skuldirnar vegna kaupa á Símanum að sliga Skipti Skuldir Skipta eru alltof háar og skerða samkeppnishæfni félagsins. Forstjóri þess segir endurfjármögnun „mjög aðkallandi“. 62 milljarðar á gjalddaga 2013 og 2014. Þorri skulda tilkominn vegna einkavæðingar. Fjármagnsstrúktúrinn eins og hann er núna gengur ekki til lengri tíma. STEINN LOGI BJÖRNSSON FORSTJÓRI SKIPTA LÖGREGLUMÁL „Að mati ráðuneytisins er það ótvíræð ógn við siglingavernd ef óviðkomandi aðilar komast inn á afgirt hafnarsvæði og því nauðsynlegt að grípa til viðeigandi aðgerða til þess að stemma stigu við því,“ segir Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær telur Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipa- félagsins, hættu á að yfirvöld í Bandaríkj- unum banni beinar siglingar frá íslenskum höfnum vestur um haf komist hælisleitendur héðan sem laumufarþegar til Bandaríkjanna. „Ég hef ekki forsendur til að meta það,“ svarar innanríkisráðherra aðspurður um mat sitt á fullyrðingu Gylfa. „Það eina sem ég hef for- sendur til að meta er hvers við erum megnug og ég er alveg sannfærður um að við getum lagað þær brota- lamir sem þarna eru á.“ Ögmundur segir innanríkisráðuneytið bera saman bækur sínar við yfirvöld annars staðar á Norðurlöndum. „Við höfum óskað eftir fundi með fulltrúum Eimskipafélagsins í næstu viku til að fara yfir málin en jafnframt vil ég sjá einhverjar handfastar tillögur þeirra aðila sem hafa með þessi mál að gera fyrir lok sept- embermánaðar,“ segir ráðherrann og nefnir þar stofnanir eins og Siglingastofnun, hafnaryfirvöld og siglingaverndarráð. - gar Innanríkisráðherra fundar með Eimskipsmönnum vegna laumufarþegafaraldurs: Við getum lagað brotalamirnar HUNDAFJÖLD Það var fjör hjá hundunum á Geirsnefi í gær, enda alltaf gott að losna við tauminn og hlaupa um með félögunum. Þeir eru líklega ánægðir með þá staðreynd að hundum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um rúmlega helming á sex árum. Sjá síðu 4. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sjö stiga forysta FH hafði betur gegn ÍBV í gær og er með sjö stiga forystu á toppnum. sport 48

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.