Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 78
31. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR54 FÖSTUDAGSLAGIÐ „Ain‘t Got Nobody með Sísý Ey. Fullkomið lag til að tárast aðeins yfir áður en maður fer út á lífið …“ Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari og tónsmiður Retro Stefson „Þetta er fræðsluþáttur en efnið er séð með augum ungs fólks og við upplifum þetta svolítið í gegnum það,“ segir Hrefna Björk Sverrisdóttir einn framleiðenda sjónvarpsþáttanna 2+6 sem hefja göngu sína á Popptíví í vetur. Stórveldið framleiðir þættina í samstarfi við Hrefnu Björk. Stjórnendur sjónvarpsþáttanna eru Sunna Sverrisdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson sem bæði eru að stíga sín fyrstu skref í sjónvarpi. Þættirnir verða átta að tölu og hefjast tökur á þeim í næstu viku. Að sögn Hrefnu Bjarkar verður ákveðið efni tekið fyrir í hverjum þætti og nefnir sem dæmi BDSM og sjálfsfróun. „Ungt fólk er mjög opinskátt þegar kemur að kynlífi og það er mjög áhugavert að sjá og heyra hvað það er að spá. Þó það sé opinskátt er ýmis- legt sem byggt er á misskilningi og þess vegna er gott og þarft að svara þeim spurningum sem á þeim brenna.“ Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnar- dóttir verður Sunnu og Veigari innan handar við gerð þáttanna auk fjölda sérfræðinga, leiðbein- enda og kynlífsunnenda. Helstu viðmælendur þáttanna verður þó fólk á aldrinum 18 til 25 ára og segir Hrefna Björk að vel hafi reynst að fá fólk til að tjá sig opinskátt um kynlíf. „Fólk er mjög opið um þessi mál og því hefur gengið vel að fá viðmælendur. En eins og ég segi, þá er þátturinn enn í vinnslu og því er enn tækifæri fyrir fólk að hafa samband ef það lumar á ein- hverju sniðugu.“ Hægt er að hafa samband við Hrefnu Björgu í gengum netfangið tveirplussex@storveldid.is. -sm Fjallað opinskátt um kynlíf SPENNANDI ÞÁTTUR Hrefna Björk Sverrisdóttir og Stórveldið framleiða þáttinn 2+6 sem verður á dag- skrá Popptíví í vetur. Þátturinn fjallar um kynlíf. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Vonandi mun það hjálpa þeim sem eru í svipuðum sporum. Ekki gefast upp,“ segir rapparinn Gummzter úr Mosfellsbæ um lagið sitt Í þínum sporum. Það fjallar um einelti og er að finna á annarri plötu hans, Full- orðinn, sem kemur út í næstu viku. „Þetta er persónulegasta lagið á plötunni,“ segir Gummzter, eða Guðmundur Snorri Sigurðsson, sem varð sjálfur fyrir einelti í grunn- skóla. „Það hætti í tíunda bekk þegar ég byrjaði í rappinu.“ Fyrsta plata Gummzters kom út fyrir þremur árum. Eftir það lagði hann rappið nánast á hilluna í um tvö ár en fór þá að búa til sína eigin takta og kviknaði þá neistinn á nýjan leik. „Fyrsta platan var rosalega þung og tilfinninga- þrungin. Þessi er aðeins léttari,“ segir hann. Fimm mismunandi taktsmiðir koma við sögu á plöt- unni og er hún ein fjölbreyttasta rappplata sem hefur komið út á Íslandi að mati Gummzters. Hann varð tvítugur í sumar og ákvað því að skíra plötuna Fullorðinn. Hún verður fáanleg ókeypis á síðu hans Gummzter.com. Einnig verður hægt að kaupa hana og styrkja þar með listamanninn á Tonlist.is og Gogoyoko.com. - fb Rappar um einelti á nýrri plötu GUMMZTER Rapparinn Gummzter gefur í næstu viku út plötuna Í þínum sporum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 10-04-2012 14:21 Rokksveit Jonna Ólafs skemmtir á Kringlu Kránni helgina 31. ágúst 1. sept. Öll gullaldarlögin með Stones-Bítlunum-Kinks ofl. Sjáumst Hress ! „Humar kom inn í líf okkar fyrir þremur árum og á einmitt afmæli á morgun. Við fundum hann inni í skáp en þangað hafði hann flækst í flutningum og mátti dúsa þar einn og yfirgefinn í nokkurn tíma. Þegar við svo fundum hann var það ást við fyrstu sýn og hann hefur búið hjá okkur síðan þá og er mikill gleðigjafi,“ segja Linda Guðrún Karlsdóttir og Ari Eldjárn um Humar Linduson Eldjárn, sem varð landsþekktur á skömmum tíma fyrir skemmti- legar færslur á Facebook. Vinasíða Humars var stofnuð í febrúar árið 2010 og lengi vel átti hann aðeins 200 vini en í vor tók síðan óvæntan kipp og fyrir stuttu var vinatala Humars komin upp í fimm þúsund. „Hann var algerlega í skýjunum og það kom ekkert annað til greina hjá honum en að láta alla vini sína vita hvað þeir væru honum mikil- vægir svo hann þakkaði þeim persónulega í þriggja klukkutíma langri þakkarræðu,“ segja þau. Það tók um tíu klukku- stundir að taka upp umrædda þakkar ræðu og að sögn Ara tók það verulega á radd böndin að lesa upp öll 5000 nöfnin. „Rödd Humars er verulega óþægileg fyrir hálsinn og oft þarf hann ekki að tala nema í nokkrar mínútur til að framkalla hæsi og raddleysi. En hann vill allt gera fyrir vini sína og með vatnsflösku og viljastyrk tókst þetta einhvern veginn.“ Innt eftir því hvort það fari ekki mikil vinna í að halda Facebook-síðu Humars virkri svara þau játandi. „Þetta er eins og tuttugu prósenta hlutastarf. Hann leggur mikið upp úr því að svara öllum. Við spyrjum Humar stundum hvernig hann nenni að standa í þessu en þá lítur hann hneykslaður upp frá tölvunni og segir: „tessir vera vinir med Humar!“ – svo heldur hann bara áfram.“ Ari og Linda segja vinsældir Humars hafa komið þeim tölu- vert á óvart en að það hafi glatt þau að annað fólk skuli einnig hafa gaman af Humri. „Hann er ótrúlega góðhjörtuð og einlæg sál en getur líka reiðst mjög auð- veldlega ef að honum er vegið og hikar ekki við að klípa frá sér. Stafsetningin og málfarið hans Humars eiga ábyggilega líka sinn þátt í vinsældum hans og svo röddin. En það sem gerir síðuna hans skemmtilega er fyrst og fremst allt humartengda efnið sem vinir hans hafa póstað á vegginn hans í gegnum tíðina.“ Þegar þau eru að lokum spurð út í framtíðaráform Humars segja þau framtíðina óráðna. „Draumurinn er að gera litla hljómplötu og jafnvel stuttar teiknimyndir.“ sara@frettabladid.is HUMAR LINDUSON ELDJÁRN: VARÐ ÓVÆNT FACEBOOK-STJARNA Ótrúlega góðhjörtuð sál Hvernig er að vera humar? Tad mjö gaman! en sdundum sumir reina borda Humar! tá Humar mjö reidur! Humar klíba!! Hvernig tilfinning er það að eiga svona marga vini á Facebook? Tessi mjö gódur! Humar gladur! Humar sdökkva í lofd! hvílígur fögnudur firi Humar!! Áttu besta vin? Já! Humar eiga fimmnúllnúllnúll vini! tessir mjö sgemtilegir! tessir adlir bes- dir! hvílígir vinir firi Humar!! HVÍLÍGIR VINIR FIRI HUMAR! FJÖLSKYLDAN SAMANKOMIN Ari, Linda og Humar stilla sér upp fyrir jólakort fjölskyldunnar í fyrra. MYND/FRÍÐUR EGGERTSDÓTTIR Air Crash Investigation Flugslys krufin til mergjar og orsökin fundin NATIONAL GEOGRAPHIC CHANNEL ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.