Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 6
31. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR6
KJÖRKASSINN
ÚTSALA
STÓRLÆKKAÐ VERÐ
Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is
ÆGIR TJALDVA
GN*
+ fortjald og yfir
breiðsla
Útsöluverð kr. 890
.000.
*Leiguvagn árg.
2012
Kennsla hefst
13. september
LÖGREGLUMÁL Steinar Aubertsson,
einn fimm Íslendinga sem hand-
teknir voru í Amsterdam fyrir
tveimur vikum vegna ásakana um
mansal, hefur kært konuna sem
hafði ásakanirnar í frammi fyrir
meiðyrði og rangar sakargiftir.
Steinar situr enn í fangelsi í
Amsterdam, einn fimmmenning-
anna, og bíður þess að vera fram-
seldur til Íslands vegna fíkniefna-
máls sem hér er rekið. Hann sendi
frá sér yfirlýsingu vegna ásakana
konunnar í gær.
Fyrst var greint frá málinu í DV
í fyrradag. Þar var birt nafnlaust
viðtal við konuna, sem fullyrti að
hún hefði heyrt á tal mannanna
þar sem fram hefði komið að þeir
hygðust selja hana mansali til
Brasilíu. Fólkinu var öllu sleppt,
að Steinari undanskildum, þar
sem engar sannanir þóttu vera
fyrir hendi sem renndu stoðum
undir ásakanir konunnar.
„Mansal er grafalvarlegur
glæpur. Það að vera ranglega
ásakaður um slíkt er til þess fallið
að hafa slæm áhrif á mannorð
þess sem fyrir verður og þeirra
sem eru honum nákomnir,“ segir
í yfirlýsingu Steinars.
„Íslenskir fjölmiðlar hafa, í stað
þess að leitast við að leiða í ljós
hið rétta í þessu máli, ákveðið að
gera sér fréttamat úr dylgjum sem
eru eins fjarri sann leikanum og
nokkuð getur verið,“ segir Steinar
einnig, og kveðst ætla að leita
réttar síns gagnvart íslenskum
fjölmiðlum sem hafa fjallað um
málið. - sh
Rúmlega þrítug íslensk kona kærð fyrir meiðyrði og rangar sakargiftir:
Steinar segir mansalssögu tómt rugl
Í FANGELSI Steinar Aubertsson situr
í fangelsi í Hollandi og bíður þess að
verða framseldur til Íslands.
VEIÐI Veiðiréttarhafar í Hvítá og
Ölfusá hafa stundað netaveiðar
sínar síðan 2006 án þess að skila
inn lögboðinni nýtingaráætlun um
veiðifyrirkomulag. Það sama á við
um netaveiði í Þjórsá, en nær allur
netaveiddur lax kemur úr þessum
tveimur vatnsföllum á hverju ári.
Þetta staðfestir Árni Ísaksson,
forstöðumaður lax- og silungs-
veiðisviðs Fiskistofu. „Það var
skilað nýtingaráætlun í fyrra
en þar var ekki fjallað um neta-
veiðina,“ segir Árni og vísar
ti l nýtingaráætlunar Veiði-
félags Árnesinga (VÁ), en undir
merkjum VÁ starfa deildir ein-
stakra veiðisvæða þar sem stang-
veiði er stunduð. Þær hafa skilað
inn tilskildum áætlunum síðan það
ákvæði var fest í lög árið 2006.
„Það er auðvitað vitað nokkurn
veginn hvernig netabændur standa
að veiðunum; veiðifélagið gerir
um það samþykktir hvernig þeir
vinna þetta. En það hefur ekki
verið formlega skilað inn nýtingar-
áætlun fyrir netaveiðina, það er
rétt,” segir Árni.
Spurður hvort netaveiðin sé
ekki þar með ólögleg, segist Árni
ekkert vilja segja til um, en viður-
kennir að án undantekningar eigi
allir að skila inn nýtingaráætlun.
Spurður um viðurlög segir Árni að
lítið fari fyrir þeim í lögunum en
þau séu í endurskoðun.
Lögin um lax- og silungsveiði
virðast vera nokkuð skýr hvað
varðar skilaskyldu á nýtingar-
áætlunum, en í sex greinum
laganna segir að sinni veiðifélög
eða veiðiréttarhafar „ekki þessari
skyldu sinni getur Landbúnaðar-
stofnun [Fiskistofa], að eigin frum-
kvæði, sett slíkar reglur“.
Nýtingaráætlun skal skila til
Fiskistofu sem staðfestir hana
formlega að fenginni umsögn
Veiðimálastofnunar (VMST).
Sigurður Guðjónsson, forstjóri
VMST, segir að stofnunin hafi
hvatt VÁ til að seinka netaveiðinni
til að hlífa stórlaxi. „Þeir hafa
aðeins hreyft sig í þá átt en það
má gera betur.“
Spurður hvort ekki væri eðli-
legt að setja kvóta á neta veiðar,
eða hvort slíkt sé gerlegt, segir
Sigurður að grunnreglan í
lögunum sé að veiðar úr náttúru-
legum stofnum skuli vera sjálf-
bærar. „Það eru til meðöl til að
halda sókninni niðri, eins og það
birtist í nýtingaráætlunum; að
stórlaxi sé hlíft sem og svæðum
vegna hrygningar, kvótasetning
og að sleppa veiddum laxi.“
Ekki náðist í formann VÁ við
vinnslu fréttarinnar.
svavar@frettabladid.is
Virða lög að vettugi
við netaveiðar á laxi
Veiðifélag Árnesinga hefur aldrei skilað inn lögbundinni nýtingaráætlun vegna
netaveiða á laxi í Hvítá og Ölfusá. Fiskistofa hefur lagalegan rétt til að setja
reglur um veiði sé áætlun ekki skilað. Um skýrt brot á lögum virðist að ræða.
STÓRA-LAXÁ Í HREPPUM Árni Baldursson, framkvæmdastjóri Lax-ár, birti harðorða
grein á vefsvæði félagsins í gær. Frá 1973 hafa 206.707 laxar verið veiddir í net en
71.373 á stöng. Netaveiðibændur eru tuttugu. Aðrir landeigendur eru 240 talsins.
MYND/BJÖRGÓLFUR
www.saft.is
RÆDDU UM ÞÁ
ÁHÆTTU SEM FYLGIR
ÞVÍ AÐ HITTA NETVIN
STJÓRNSÝSLA Bæði sjálfstæðis konur
og jafnréttisnefnd Framsóknar-
flokksins gagnrýna Ögmund
Jónas son innanríkisráðherra harð-
lega vegna niðurstöðu úrskurðar-
nefndar jafnréttismála um að
hann hafi gerst brotlegur við lög.
Halla Bergþóra Björnsdóttir,
settur sýslumaður á Akranesi,
kærði ráðningu Svavars Páls sonar
í embætti sýslumanns á Húsavík
til nefndarinnar. Í úrskurðinum
kemur fram að Halla hafi haft
meiri menntun en Svavar. Hún
hafi haft meiri reynslu af störfum
á lögmanns-
stofu, stjórn-
sýslustörfum
og auka störfum.
Hins vegar hafi
Svavar haft
lengri reynslu
af saksókn. Að
öðru leyti hafi
þau verið jafn-
hæf. Innanríkis-
ráðherra hafi
ekki sýnt fram á aðrar ástæður
fyrir ráðningunni en kynferði.
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna
í Reykjavík, segir ríkisstjórn
sem vilji láta kenna sig við jafn-
rétti ekki hafa náð að fylgja eigin
markmiðum og stefnu. Brot bæði
Ögmundar og Jóhönnu Sigurðar-
dóttur, sem var dæmd fyrir sams
konar brot í fyrra, séu alvarleg
og viðhorf þeirra gagnvart úr-
skurðum nefndarinnar ekki síður.
Jafnréttisnefnd Framsóknar-
flokksins segir Ögmund eiga að
skammast sín. Jafnréttislögin
séu ein grundvallarstoð jafnréttis
kynjanna og eftir þeim beri öllum
að fara. - þeb
Kærandinn hafði meiri menntun og reynslu af ýmsum störfum en hinn ráðni:
Gagnrýna Ögmund harðlega
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
FÉLAGSMÁL Rekstrarfélag Kringl-
unnar hefur hleypt af stokkunum
söfnun fyrir Neistann, styrktar-
félag hjartveikra barna. „Láttu
hjartað ráða“ eru einkunnarorð
söfnunarinnar en tilefnið er 25
ára afmæli verslunarmiðstöðv-
arinnar. Útbúinn hefur verið
hjartalaga baukur sem stendur
miðsvæðis í Kringlunni.
Það er von kaupmanna og
starfsfólks að viðskiptavinir taki
þátt í að lita „söfnunarhjartað“
rautt með því að láta af hendi 500
krónur. - shá
Kringlan 25 ára:
Söfnun fyrir
hjartveik börn
Finnst þér það skipta máli hver
mun reka hótel við Hörpu?
JÁ 43,5%
NEI 56,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að endurskoða ráðningarmál
hjá ráðuneytunum?
Segðu þína skoðun á Vísir.is.
það hefur ekki verið
formlega skilað inn
nýtingaráætlun fyrir neita-
veiðina, það er rétt.
ÁRNI ÍSAKSSON
FORSTÖÐUMAÐUR HJÁ FISKISTOFU