Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 10
31. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR10 www.volkswagen.is Volkswagen Caddy Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan- vélum frá framleiðanda. Caddy* kostar aðeins frá 2.950.000 kr. (kr. 2.350.597 án vsk) *Miðað við Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós. Góður vinnufélagi Til afgreiðslu strax Atvinnubílar Fæst einnig fjórhjóladrifinn VÍSINDI Stjörnufræðingar NASA hafa fundið tvær reikistjörnur sem eru á braut um tvær sólir, svokallað tvístirni. Síðasta árið eða svo hafa fundist nokkrar reikistjörnur á braut um tvístirni, en nú hefur Kepler-sjónaukinn varpað ljósi á að fleiri en ein reikistjarna getur verið á braut um eitt tvístirni. Tvístirnið er í um það bil 4.900 ljósára fjarlægð frá jörðu. Önnur plánetan, Kepler-47c, er stað- sett á hinu svokallaða lífbelti stjarnanna, þar sem lífvænlegar aðstæður gætu verið til staðar, nema að um er að ræða gashnött en ekki berghnött. - þj Merkilegur fundur NASA: Tvær plánetur við tvístirni GEIMSÝN Tvær reikistjörnur hafa fundist á braut um sama tvístirnið. Slíkt fyrir- brigði hefur ekki áður sést og heyrir til nokkurra tíðinda. MYND/NASA Helmingur ók of hratt Lögreglan fylgdist með og mældi hraða vegfarenda um Norðurfell í Reykjavík í um klukkutíma á þriðju- dag. 113 fóru þessa akstursleið en 56 óku yfir hraðamörkum. Hámarks- hraðinn er 30 kílómetrar á klukku- stund en meðalhraði þeirra brotlegu var 46. Sá sem hraðast ók fór á 65. Fjöldi skólabarna fer þarna um enda stendur Fellaskóli við götuna. LÖGREGLUFRÉTTIR STJÓRNSÝSLA Kristján Skarphéðins- son verður ráðuneytisstjóri hins nýja atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytis. Kristján var áður ráðu- neytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu. Steingrímur J. Sigfússon, verð- andi atvinnuvegaráðherra, lá undir ámæli fyrir að auglýsa ekki stöðu ráðuneytisstjóra. Umboðsmaður alþingis hefur átalið stjórnvöld fyrir að sinna auglýsingaskyldunni ekki nógu vel. Steingrímur segist enn sannfærður um að rétt hafi verið staðið að ferlinu. „Ákveðið var að styðjast við þær heimildir innan stjórnarráðs- laganna sem gera ráð fyrir að við svona breytingar sé hægt að flytja fólk til í störfum.“ Flokksráð Vinstri græns ályktaði um síðustu helgi að jafnan skuli auglýsa stöður hjá hinu opinbera. Steingrímur segist sammála þeirri ályktun. „Það er algjörlega hafið yfir vafa, og var rætt á flokksráðsfundinum, að ályktuninni var ekki beint gegn þessu tilfelli. Þegar gerðar eru innri breytingar í stjórnarráðinu er heimilt að færa fólk til í störfum.“ Steingrímur útilokar ekki að ein- hverjar stöður í hinu nýja ráðuneyti verði auglýstar á næstunni. „Það ræðst fyrst og fremst af því hæfnis- mati sem verið hefur í gangi.“ - kóp Steingrímur sannfærður um að rétt hafi verið að auglýsa ekki stöðuna: Kristján verður ráðuneytisstjóri KRISTJÁN SKARP- HÉÐINSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON SVISS, AP Svissneskur nálastungu- læknir hefur verið ákærður fyrir að hafa vísvitandi smitað sextán manns af alnæmisveirunni. Hann er meðal annars sagður hafa komið smituðu blóði í fólk með nálastungum, en einnig er hann sagður hafa byrlað lyf í drykki fólks og smitað það af veirunni eftir að það varð með- vitundarlaust. Sjálfur er hann ekki HIV- jákvæður, en á nú yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi. - gb Nálastungulæknir ákærður: Smitaði fólk af alnæmisveiru ÍRAN, AP „Blóðbaðið í Sýrlandi er á ábyrgð okkar allra og hættir ekki fyrr en gripið verður inn í til að stöðva það,“ sagði Mohammed Morsi, hinn nýi forseti Egypta- lands, á leiðtogafundi Samtaka hlutlausra ríkja, sem haldinn er í Teheran, höfuðborg Írans. „Við ættum að veita baráttu þeirra sem krefjast frelsis og rétt- lætis í Sýrlandi fullan stuðning,“ sagði Morsi, sem jafnframt er framkvæmdastjóri samtakanna, og gekk þar með algerlega fram af fulltrúum Sýrlands, sem gengu út af fundinum meðan hann hélt ræðu sína. „Það sem Morsi sagði braut í bága við hefðir leiðtogafundar- ins og telst íhlutun í innri málefni Sýrlands,“ sagði Walid Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Þetta er í fyrsta sinn sem leið- togi Egyptalands kemur í heim- sókn til Írans síðan byltingar- sveitir múslímaklerka steyptu Íranskeisara af stóli árið 1979. Morsi, sem hefur verið forseti Egyptalands í tvo mánuði, sagði hins vegar uppreisnina í Sýr- landi af sama meiði og uppreisnir í öðrum arabaríkjum undanfarin misseri, þar á meðal í Egyptalandi þar sem forvera hans, Hosni Mub- arak, var steypt af stóli í byrjun síðasta árs. Þetta stangast harkalega á við afstöðu Íransstjórnar, sem hefur stutt uppreisnarbylgjuna í mörgum arabaríkjum og jafn- vel líkt henni við byltingu mús- límaklerka í Íran árið 1979, en engu að síður dyggilega stutt við bakið á Bashar al Assad Sýrlands- forseta gegn uppreisnarmönnum þar í landi. Bandaríkin hafa sakað Íransstjórn um að standa fyrir þjálfun bardagasveita í Sýrlandi, sem hjálpa stjórnarher Sýrlands í baráttunni við uppreisnarmenn. Morsi hefur engu að síður lagt til að Íran ásamt Egyptalandi, Tyrklandi og Sádi-Arabíu taki að sér að miðla málum í Sýrlandi. „Egyptaland er til í að starfa með hverjum sem er við að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi,“ sagði Morsi, sem sjálfur lítur á sig sem fulltrúa uppreisnaraflanna í Egyptalandi. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna kom síðan saman í gærkvöldi til að ræða hugmyndir Tyrk- lands um að Sameinuðu þjóðirnar afmarkaði griðland í Sýrlandi fyrir flóttamenn, en ekki var búist við því að þær hugmyndir næðu fram að ganga vegna andstöðu Rússa og Kínverja við íhlutun í málefni Sýrlands. Öll þessi áhersla, sem beinst hefur að Sýrlandi á leiðtoga- fundinum í Íran, er reyndar dá- lítið á skjön við þær hug myndir sem Íransstjórn gerir sér um hlut- Fulltrúar Sýrlands gengu út af leiðtogafundi í Íran Ræða Morsi Egyptalandsforseta til stuðnings uppreisnarmönnum í Sýrlandi veldur uppnámi á leiðtoga- fundi í Teheran. Írönsku gestgjafarnir hafa eindregið stutt Assad Sýrlandsforseta gegn uppreisnaröflum. MOHAMMED MORSI OG ALI AKBAR VELAYATI Forseti Egyptalands á tali við fyrr- verandi utanríkisráðherra Írans á leiðtogafundinum í gær. NORDICPHOTOS/AFP Samtök hlutlausra ríkja voru stofnuð í Belgrad af leiðtogum Júgóslavíu, Ind- lands, Egyptalands, Gana og Indónesíu árið 1961, þegar kalda stríðið var í algleymingi. Aðildarríkin vildu skapa sér vettvang utan blokkanna tveggja, Vesturlanda annars vegar og austantjaldsríkjanna hins vegar. Samtökin starfa enn þótt kalda stríðinu sé lokið, en hefur gengið brösuglega að finna sér tilgang. Aðildarríkin eru nú 120 og leiðtogar þeirra hittast á þriggja ára fresti. Einungis fimmtíu þeirra taka þó fullan þátt í leiðtogafundinum sem haldinn er þessa dagana í Íran. Samtök hlutlausra ríkja verk Samtaka hlutlausra ríkja. Íranar hafa meiri áhuga á að sam- tökin þróist upp í að verða öflugt mótvægi við þau miklu áhrif sem Vesturlönd hafa haft á heims- málin. gudsteinn@frettabladid.is BARIST UM BOLTANN Desire Opar- anozie frá Nígeríu og Olivia Jimenez frá Mexíkó börðust í undanúrslitum í heimsmeistarakeppni kvenna undir 20 ára á fimmtudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.