Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 48
KYNNING − AUGLÝSINGGámar & gámaþjónusta FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 20124 GÁMAFLUTNINGAR UM HEIMSHÖFIN Gámaflutningar á sjó hafa verið stundaðir í áratugi milli heimsálfa. Umfang gámaflutninga er gríðarlegt og gera má ráð fyrir að á hverjum degi séu milli fimm og sex milljón gámar í flutningi á sjó um allan heim. Að meðal- tali dettur um einn gámur í sjóinn á hverjum klukkutíma allt árið um kring en talið er að um 10.000 gámar týnist á hverju ári með þessum hætti. Hefðbundinn gámur er 6,1 metri á lengd, 2,44 metrar á breidd og 2,59 metrar á hæð. Nokkur stærstu gáma- flutningaskip heims taka yfir 10.000 gáma hvert. Stærst þeirra er Emma Maersk sem er í eigu danska fyrirtækis- ins APM-Maersk og tekur um 15.200- 15.550 gáma. Stærstu gámaflutningafyrirtæki heims eru APM-Maersk frá Danmörku með 16% hlutdeild af heimsmarkaði. Næst er Mediterranean Shipping Company sem hefur aðsetur í Sviss. Þriðja stærsta fyrirtækið er CMA CGMC Group frá Frakklandi með rúmlega 8% markaðs- hlutdeild. Öll fyrirtækin ráða yfir fjölda gámaflutningaskipa sem taka frá átta þúsund gámum hvert. STARBUCKS Í GÁMUM Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks opnaði í vetur kaffihús í Tukwila í Washington sem smíðað er úr gámum. Hugmyndin að gámahúsinu varð til í höfuð- stöðvum Starbucks í Seattle en útsýnið frá skrifstofunum er yfir geymslusvæði fyrir notaða flutningagáma. Kaffihúsið var byggt úr fjórum gömlum gámum og er fyrsta kaffihús Starbucks þessarar gerðar en allar líkur eru á að þau verði fleiri, þó kaffihús keðjunnar hafi fram að þessu öll haft sama yfirbragð. Gáma- kaffihúsið hefur vakið talsverða athygli og fékk Starbucks meðal annars verðlaunin Good Design is Good Business sem veitt eru af Architectural Record. Sjá nánar á www.smithsonian.com GÁMAR SEM SJÚKRAHÚS Gámar eru mjög hentugir sem færanleg hús og hafa verið inn- réttaðir sem sjúkrahús víða um heim. Gámarnir eru sterkbyggðir og ódýrir í framleiðslu. Til eru heilu skurðstofurnar sem byggðar eru innan í slíkum gámum með öllum þeim tækjum og tólum sem til þarf. Þeim er svo einfald- lega siglt, ekið eða flogið þangað sem þeirra er þörf. Árið 2010 voru slíkir gámar til að mynda sendir til Haítí eftir að jarðskjálftinn reið þar yfir. Fjöldi bygginga, þar á meðal sjúkrahús, eyðilögðust og voru sjúkragámarnir því kærkomin og skjót leið til að veita nauðsynlega þjónustu. Gámasjúkrahús eru einnig oft notuð á herstöðvum sem komið er upp víða um heim. GÁMAR Á FERÐ Stærsta umskipunarhöfn heims er í Sjanghæ í Kína. Höfnin samanstendur af fimm svæðum og er bæði með aðgengi að hafi og Yangtze-ánni. Rúmlega 29 milljónir gáma fara um höfnina á hverju ári. Af ellefu stærstu umskipunarhöfnum heims eru sjö í Kína. Hinar fjórar eru í Singapúr, Suður-Kóreu , Hollandi og Sam- einuðu arabísku furstadæmunum. Fjórar stærstu hafnirnar skera sig töluvert úr hópnum þegar kemur að fjölda gáma sem er umskipað en rúmlega 100 milljón gámum er umskipað í þessum höfnum. TAKTU GRÆNA SKREFIÐ MEÐ OKKUR Moltugerðarílát Vertu umhverfisvinur og búðu til þína eigin gróðurmold spjallaðu við ráðgjafa í síma 577 57 57 eða á netfanginu gamur@gamur.is TILBOÐ 19.900 Kr Moltugerðarílát Vertu umhverfisvinur og búðu til þína eigin gróðurmold spjallaðu við ráðgjafa í síma 577 57 57 eða á netfanginu gamur@gamur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.