Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.08.2012, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 31.08.2012, Qupperneq 58
31. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR34 BAKÞANKAR Björns Þórs Sigbjörns- sonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Er þetta ekki geggjað? Elsku vinur... Það er á svona stundum sem ég velti fyrir mér ... Er yfir höfuð eitthvað í gangi hérna inni? Hey! Þetta er mitt her- bergi! Kenndu mér. Kenndu mér siði símans. Það er ekki hægt að „kenna“ það, mamma. Þetta er tilvera. Þetta er ástand. Þú verður að fara inn í símann. Tileinka þér símann. Vera síminn. Haraldur Nei, þetta er Sara. Þú ert bara að giska. Fljótur, pabbi þinn er að koma. Settu hringinn aftur í nefið. Hjálp! Hjálp! Vill einhver hjálpa mér?! Ég missti fjar- stýringuna. Geturðu rétt mér hana? ...og svo vissi ég ekki fyrr en það var búið að skrá mig á þrenns konar íþróttaæfingar og sumarbúðir. Fyrsta minning mín frá Akureyri er einhvern veginn svona: Ég var átta ára og að leika mér á glænýja eldrauða fjögurra gíra hrútastýris-Superia hjólinu mínu fyrir utan heima. Ég var nýfluttur í bæinn og þekkti fáa. Vatt sér þá að mér hjólbeinóttur náungi sem var að bera út Íslending og spurði hvort hann mætti prófa. Svarið var einfalt: „Nei, ég má ekki lána.“ Þetta hefur verið rifjað upp reglulega í þau 32 ár sem liðin eru því blaðberinn varð síðar besti vinur minn. VIÐ krakkarnir á Akureyri áttum bara tvennar buxur. Stuttbuxur fyrir sumrin og snjóbuxur fyrir veturna. Á Akureyri var veðrið nefnilega eins og það á að vera; með skörpum skilum milli árstíða. Það rigndi aldrei á Akureyri og ekki minnist ég þess að þar hafi vindur blásið að ráði. Bara sól eða snjókoma. ÉG MAN fyrsta kossinn. Bak við bank- ann við Ráðhústorgið. Ég man þegar ég stal frostpinna í fyrsta (og segjum eina) skiptið. Í KEA við Brekkugötu. Ég man fyrsta sopann. Hann var vondur en samt góður á sinn hátt. ÉG VAR í KA og hataði Þór. Auðvitað hataði ég ekki Þór en þóttist gera það. Rígurinn milli félaganna er nauðsyn- legur. Baraflokkurinn var mín hljóm- sveit og við hjólbeinótti gaurinn hlust- uðum á Catcher comin‘ og skoðuðum klámfengið plötuumslagið eins og enginn væri morgun dagurinn. AKUREYRI var stór fyrir litla stráka en minnkaði auðvitað eftir því sem árin liðu og við urðum stærri. KEA var með búð á nánast hverju götuhorni og annar hver bæjarbúi vann hjá Sambandinu. En svo hættu Sambandið og KEA-búðirnar og þá fór ég suður. Ég sem aldrei ætlaði suður. Aldrei fór ég aldrei suður. NÚ FER ég reglulega norður og stel frostpinna og geri allt hitt sem ég gerði áður. Ég er ferðamaður í gamla bænum mínum sem allt í einu er orðinn 150 ára en ber aldurinn einstaklega vel og lítur líklega betur út en nokkurn tíma fyrr. Allt þetta háskólafólk, þessar verslanir, þessi menning. Akureyri er klárlega besta Akureyri í heimi og ég er til í að rífast við hvern þann mann sem vill mót- mæla því. TIL hamingju Íslendingar með Akureyri. Besta Akureyri í heimiLÁRÉTT 2. teikniblek, 6. í röð, 8. að, 9. stefna, 11. bókstafur, 12. töng, 14. einkennis, 16. frú, 17. segi upp, 18. tíðum, 20. tveir eins, 21. fugl. LÓÐRÉTT 1. fituskán, 3. stefna, 4. eyja í Miðjarðarhafi, 5. slagbrandur, 7. stífkrampi, 10. saur, 13. spor, 15. þekking, 16. aur, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. túss, 6. rs, 8. til, 9. átt, 11. ká, 12. kjafi, 14. aðals, 16. fr, 17. rek, 18. oft, 20. yy, 21. rita. LÓÐRÉTT: 1. brák, 3. út, 4. sikiley, 5. slá, 7. stjarfi, 10. tað, 13. far, 15. skyn, 16. for, 19. tt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.