Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 69
FÖSTUDAGUR 31. ágúst 2012 45 Plata Of Monsters and Men, My Head is an Animal, kom út í Bretlandi á mánudaginn og náði strax efsta sætinu á sölulista iTunes þar í landi. „Við erum í efsta sæti á iTunes í Bretlandi. Kærar þakkir til allra sem keyptu plötuna í dag,“ skrifaði sveitin á Twitter-síðu sína. Þessi árangur er í takt við vinsældirnar í Bandaríkjunum þar sem platan náði öðru sæti á iTunes skömmu eftir að hún kom þar út og einnig sjötta sætinu á Billboard-listanum. Breskir fjölmiðlar hafa farið lofsamlegum orðum um Of Monsters and Men að undan- förnu. Blaðamaður BBC segir að Bretar hafi verið lengi að meðtaka Of Monsters and Men. Eins og margir aðrir líkir hann hljóm- sveitinni við hina ensku Mumford and Sons og segir báðar sveitir hafa einfaldleikann og grípandi lög að leiðarljósi. „Ekkert á þessari plötu kemur á óvart en stöðugleikinn er mik- ill. Hérna er ekki eitt slakt lag,“ skrifar hann. Blaðamaður vefsíðunnar Digital Spy gefur plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum og segir að með henni sé öruggt að Of Mon- sters verði á tónleikaferð um heiminn næstu árin. The Guardian gefur henni fjórar af fimm og segir löngu tímabært að hljómsveitin slái í gegn í Bretlandi. The Observer gefur sveitinni reyndar aðeins tvær stjörnur og segir plötuna innan- tóma sem sé synd því söngvararnir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Ragnar Þórhallsson séu íslenska útgáfan af Kim Deal og Frank Black úr rokksveitinni Pixies. - fb Náðu efsta sæti á breska iTunes VINSÆL Í BRETLANDI Of Monsters and Men á hátíðinni Rock En Seine í París. Hljómsveitin virðist ætla að taka Bretlandseyjar með trompi. NORDICPHOTOS/GETTY KYNNINGLIVE 2012 NÁ MS VIÐ BU RÐ UR 1. SEPT 13-17 KAFFI SÓLON, BANK ASTRÆTI 7A, EFRI H ÆÐ 12 HÁSKÓLAR VÍÐSVEG AR ÚR HEIMINUM NÁM ERLENDIS, ÍÞRÓTTASTYRK IR OG STARFNÁM KILROY MUN HJÁLPA ÞÉR ÚT Í NÁM UPPLÝSINGAR: KILROY.IS Á NÁMI ERLENDIS Kvintettinn The Heavy Experi- ence hefur sent frá sér sína fyrstu stóru plötu, Slowscope. Áður hefur sveitin gefið út sam- nefnda stuttskífu. Tónlist The Heavy Experi- ence er illlýsanleg blanda drunu- tónlistar og djass; einföld en ákveðin, þunglamaleg en skýr. Slowscope kemur aðeins út á 12 tommu hljómplötu, en platan er skorin í 180 gramma jómfrúar- vínylblöndu. Þess ber að geta að geisladiskur fylgir vínylplötunni. Útgefendur eru Kimi Records og Úsland, útgáfufélag hljómsveitar- innar. Kvintett með Slowscope FYRSTA PLATAN The Heavy Experience hefur gefið út sína fyrstu stóru plötu. Michael J. Fox ætlar að snúa aftur í sjónvarpið í nýjum sjón- varpsþáttum sem verða lauslega byggðir á ævi hans. 22 þættir verða framleiddir fyrir sjón- varpsstöðina NBC. Fox leikur þriggja barna föður sem býr í New York-borg og þarf að sinna fjölskyldunni, vinnunni og takast á við heilsuvandamál sín. Persóna hans verður með Parkinson-sjúkdóminn, rétt eins og Fox sjálfur. Hann sló fyrst í gegn í þáttunum Family Ties á níunda áratugnum en hefur lítið leikið undanfarinn áratug. Þó hefur hann leikið gestahlutverk í Curb Your Enthusiasm og The Good Wife við góðar undirtektir. Snýr aftur í sjónvarpið MICHAEL J. FOX Leikarinn smávaxni ætlar að snúa aftur í sjónvarpið. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.