Fréttablaðið - 31.08.2012, Side 69

Fréttablaðið - 31.08.2012, Side 69
FÖSTUDAGUR 31. ágúst 2012 45 Plata Of Monsters and Men, My Head is an Animal, kom út í Bretlandi á mánudaginn og náði strax efsta sætinu á sölulista iTunes þar í landi. „Við erum í efsta sæti á iTunes í Bretlandi. Kærar þakkir til allra sem keyptu plötuna í dag,“ skrifaði sveitin á Twitter-síðu sína. Þessi árangur er í takt við vinsældirnar í Bandaríkjunum þar sem platan náði öðru sæti á iTunes skömmu eftir að hún kom þar út og einnig sjötta sætinu á Billboard-listanum. Breskir fjölmiðlar hafa farið lofsamlegum orðum um Of Monsters and Men að undan- förnu. Blaðamaður BBC segir að Bretar hafi verið lengi að meðtaka Of Monsters and Men. Eins og margir aðrir líkir hann hljóm- sveitinni við hina ensku Mumford and Sons og segir báðar sveitir hafa einfaldleikann og grípandi lög að leiðarljósi. „Ekkert á þessari plötu kemur á óvart en stöðugleikinn er mik- ill. Hérna er ekki eitt slakt lag,“ skrifar hann. Blaðamaður vefsíðunnar Digital Spy gefur plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum og segir að með henni sé öruggt að Of Mon- sters verði á tónleikaferð um heiminn næstu árin. The Guardian gefur henni fjórar af fimm og segir löngu tímabært að hljómsveitin slái í gegn í Bretlandi. The Observer gefur sveitinni reyndar aðeins tvær stjörnur og segir plötuna innan- tóma sem sé synd því söngvararnir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Ragnar Þórhallsson séu íslenska útgáfan af Kim Deal og Frank Black úr rokksveitinni Pixies. - fb Náðu efsta sæti á breska iTunes VINSÆL Í BRETLANDI Of Monsters and Men á hátíðinni Rock En Seine í París. Hljómsveitin virðist ætla að taka Bretlandseyjar með trompi. NORDICPHOTOS/GETTY KYNNINGLIVE 2012 NÁ MS VIÐ BU RÐ UR 1. SEPT 13-17 KAFFI SÓLON, BANK ASTRÆTI 7A, EFRI H ÆÐ 12 HÁSKÓLAR VÍÐSVEG AR ÚR HEIMINUM NÁM ERLENDIS, ÍÞRÓTTASTYRK IR OG STARFNÁM KILROY MUN HJÁLPA ÞÉR ÚT Í NÁM UPPLÝSINGAR: KILROY.IS Á NÁMI ERLENDIS Kvintettinn The Heavy Experi- ence hefur sent frá sér sína fyrstu stóru plötu, Slowscope. Áður hefur sveitin gefið út sam- nefnda stuttskífu. Tónlist The Heavy Experi- ence er illlýsanleg blanda drunu- tónlistar og djass; einföld en ákveðin, þunglamaleg en skýr. Slowscope kemur aðeins út á 12 tommu hljómplötu, en platan er skorin í 180 gramma jómfrúar- vínylblöndu. Þess ber að geta að geisladiskur fylgir vínylplötunni. Útgefendur eru Kimi Records og Úsland, útgáfufélag hljómsveitar- innar. Kvintett með Slowscope FYRSTA PLATAN The Heavy Experience hefur gefið út sína fyrstu stóru plötu. Michael J. Fox ætlar að snúa aftur í sjónvarpið í nýjum sjón- varpsþáttum sem verða lauslega byggðir á ævi hans. 22 þættir verða framleiddir fyrir sjón- varpsstöðina NBC. Fox leikur þriggja barna föður sem býr í New York-borg og þarf að sinna fjölskyldunni, vinnunni og takast á við heilsuvandamál sín. Persóna hans verður með Parkinson-sjúkdóminn, rétt eins og Fox sjálfur. Hann sló fyrst í gegn í þáttunum Family Ties á níunda áratugnum en hefur lítið leikið undanfarinn áratug. Þó hefur hann leikið gestahlutverk í Curb Your Enthusiasm og The Good Wife við góðar undirtektir. Snýr aftur í sjónvarpið MICHAEL J. FOX Leikarinn smávaxni ætlar að snúa aftur í sjónvarpið. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.