Fréttablaðið - 31.08.2012, Page 33

Fréttablaðið - 31.08.2012, Page 33
Kynningarblað Umhverfisþjónusta, ráðgjöf, umhverfismál, gámahús, gámaflutningar og fyrstu gámarnir GÁMAR FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 & GÁMAÞJÓNUSTA Sveitarfélögin sjá um losun heimilissorps, en ráða til þess verktaka. Íslenska gámafélagið sér um 25-30 sveitar- félög á landinu. Miki hefur ferðast sér hversu langt flokkun er komin víða. Í öðru lagi koma svo alþjóða- samningar frá Evrópu sem hrein- lega skikka okkur til að f lokka. Í þriðja lagi eru Íslendingar al- mennt með góða umhverfismeð- vitund og skilja ástæðuna fyrir f lokkun. Þegar við kynnum ný f lokkunarkerfi þá virðast allir taka þátt. Það er eiginlega með ólíkindum.“ Íslendingar hafa verið lengur að taka við sér í endurvinnslu en undanfarið hefur margt breyst og vakningu landsmanna má líklega tengja við umhverfisátak sem er í gangi. „Þetta gerist ekki á einni nóttu,“ segir Jón Þórir. „Þetta byrjaði í Stykkishólmi fyrir rúm- lega fjórum árum. Kópavogur og Mosfellsbær hafa nú tekið upp tveggja tunnu kerfi.“ Ganga á milli húsa Í innleiðingarferlinu hafa starfs- menn Íslenska gámafélagsins gengið á milli fyrirtækja og yfir 20.000 heimila landsins. Stefnan er að halda því áfram. „Þegar við erum að innleiða svona kerfi í sveitarfélögum þá tökum við að okkur það hlutverk að kynna það líka. Þetta eru ekki nema 300.000 hræður á landinu svo þetta ætti ekki að vera flókið,“ segir Jón Þórir og hlær. Hann bætir við að fólk sé nær undantekningarlaust mjög áhugasamt og viljugt. Hagkvæmt fyrir fyrirtæki Þar sem sveitarfélögin sjá um heimilissorp geta þau haft mikil áhrif á endurvinnslu heimilanna. Annað gildir um fyrirtæki því þau sjá um sorphirðu sína sjálf. Jón Þórir segir þó að f lest fyrir- tæki standi mjög framarlega hvað endur vinnslu varðar: „Fyrirtæki hafa í rauninni tvöfalda hvatningu í flokkunarmálum. Annars vegar hvað ímynd varðar og hins vegar kostnað. Ímyndarlega séð eru fyrir tækin komin á það stig að þau vilja flokka og sýna gott fordæmi. Auk þess er beinlínis ódýrara fyrir fyrirtækið að flokka heldur en að setja ruslið í urðun.“ Fyrirtæki greiða um það bil tuttugu krónur fyrir hvert kíló sem sent er í urðun. Þau fyrirtæki sem safna pappír geta aftur á móti selt hann í ákveðnu magni. „Þannig geta fyrirtækið fengið greitt fyrir það sem þau áður þurftu að borga fyrir sjálf,“ segir Jón. „Það eru mörg dæmi um þetta. Til dæmis var mikið vandamál áður fyrr í veitingabransanum að losa sig við fitu úr djúpsteikingar pottum. Þetta mátti ekki fara í ruslabíla heldur þurfti að flytja þetta sem spilliefni. Það kostar um fimm- tíu krónur á hvern lítra. Fólk var að reyna að fela þetta og það voru slæmar heimtur á þessu. Nú sækjum við fituna frítt og breytum henni í lífdísel sem við notum svo á bílana okkar. Þarna er spilliefni orðið dýrmæt vara.“ Jón bætir við að þetta eigi við um alla endur- vinnsluflokkana þótt verðmætið sé misjafnt. Alþjóðleg gæðavottun Íslenska gámafélagið er eina sorp- hirðufyrirtækið sem getur státað af faggildum umhverfis- og gæða- vottunum. „Það er langt ferli að fara í gegnum svona vottanir. Við erum með vottun ISO-9001 sem er gæðastaðall og ISO-14001 sem er umhverfisstaðall. Trúverðugleiki fyrirtækjanna verður að vera til staðar, sérstak- lega þegar kemur að sorpi, því það er mjög viðkvæmt. Við gerum mis- tök eins og öll önnur fyrirtæki en við verðum að hafa einhver ferli og úrræði til að bæta fyrir og koma í veg fyrir þau. ISO er frábær leið til þess. Það er stöðugt eftirlit og mat tvisvar á ári af erlendum aðila. Það gerir það að verkum að við- skiptavinurinn getur treyst því að við gerum það sem við segjumst gera,“ útskýrir Jón Þórir. Umhverfisráðgjöf Íslenska gámafélagið leggur áherslu á að kynna nýjungar í um- hverfismálum fyrir almenningi. „Við reynum að breiða út fagnaðar- erindið. Við gefum ráð og kynnum nýjar flokkunarleiðir fyrir sveitar- félögum. Einnig heimsækjum við fyrirtæki og kennum þar hvernig á að flokka og meðhöndla ruslið, til dæmis í kringum skrifborðið og annað slíkt,“ segir Jón. Auk þess heldur fyrirtækið námskeið fyrir alla bekki grunnskóla. Í mörgum skólum er einnig haldinn sér- stakur endurvinnsludagur sem er helgaður þessu málefni. „Þetta er allt að koma,“ segir Jón og brosir. „Í þessum efnum er allt- af hægt að gera betur en hér hefur orðin algjör umbylting á síðast- liðnum árum. Ef við lítum yfir síðustu fimm ár er það kraftaverki líkast hve margt hefur breyst – en nóg er eftir.“ Hvetur fólk til að byrja Jón segist fullviss um að allir vilji bæta sig í flokkunarmálum. „Það er stimplað í okkur að skila til baka því sem við tökum. Þeir sem eru ekki byrjaðir nú þegar ættu að prófa, því upplifunin er það besta; að taka þátt í átakinu.“ Jón bendir fólki á heimasíð- una www.flokkarinn.is en þar er hægt að kynna sér leiðbeiningar og panta sér tunnur, hafi sveitar- félagið ekki skaffað þær nú þegar. Einnig er hægt að fá nánari upp- lýsingar hjá fyrirtækinu á www. gamur.is eða í síma 577 5757. Íslendingar skilja tilgang flokkunar Íslenska gámafélagið leitast við að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heildarlausn á sviði flestrar umhverfisþjónustu. Það getur verið allt frá því að bjóða upp á ráðgjöf á sviði flokkunar og endurvinnslu, losun úrgangs, götusópun, snjómokstur, sláttur ásamt því að reka öflugustu véla- og tækjaleigu landsins. Metnaður fyrirtækisins liggur í umhverfismálum. Mikil vitundarvakning hefur verið meðal landsmanna um endurvinnslu og flokkun heimilissorps, segir Jón Þór Frantzson framkvæmdastjóri Íslenska gámafélagsins. MYND/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.