Fréttablaðið - 31.08.2012, Side 51

Fréttablaðið - 31.08.2012, Side 51
FÓLK|HAMRABORG Íslandsmetið er tíu pylsur á tíu mínútum og vonast Sverr- ir Júlíusson, forsvarsmaður keppninnar, að sjálfsögðu til þess að það verði slegið nú á laugar daginn. Þegar þetta er skrifað hafa sex manns skráð sig til keppni en enn er hægt að bæta við fleiri keppendum og lýkur skráningu kvöldið fyrir keppni. Skráning fer fram á net- fanginu pylsuvikingurinn@200.is. Keppendum verður raðað upp á svið og fá þeir tíu mínútur til að troða ofan í sig eins mörgum pylsum og þeir mögulega geta í sig látið. „Eftir tíu mínútur hafa þeir 20 sekúndur til að hreinsa munninn og svo bíðum við í þrjár mínútur til að sjá hvort ein- hver þeirra ælir. Eftir það er sá sem borðaði flestar pylsur á tíu mínútum, án þess að æla, orðinn sigurvegari,“ segir Sverrir. Hann bætir því við að neyðarteymi verði á staðnum, tilbúið til að grípa inn í komi eitthvað upp á. Reglurnar í keppninni séu í samræmi við bandarísku heims- meistarakeppnisreglurnar. Þegar hann er spurður hvort þetta sé nú ekki fremur ógeðsleg keppni svarar hann því til að sumum finnist eflaust ógeðfellt að sjá fólk troða í sig eins og það getur. „En þetta getur líka verið skemmtilegt,“ segir hann að síðustu. ÍSLANDSMÓT Í PYLSUKAPPÁTI Ég mæli hiklaust með því að fólk selji gamla muni beint úr skottinu á bílnum sínum. Það er bara skemmtilegt,“ segir Elísa Friðjónsdóttir sem búið hefur í Kópavogi í 26 ár. Hún tók þátt í flóamarkaðnum Beint úr skottinu, eins og hann nefnist, á Hamraborgar- hátíðinni í Kópavogi í fyrra og seldi ásamt vin- konu sinni, bækur, föt og skrautmuni fyrir um það bil fimmtíu þúsund krónur. Fjöldi bæjar- búa mun taka þátt í skottsölunni í ár og eflaust munu enn fleiri hugsa sér gott til glóðarinnar og gera góð kaup. Elísa segir að fólk eigi ekki endilega að hafa það að markmiði að græða sem mest heldur fyrst og fremst að reyna að hafa það gaman og koma gömlum fötum og munum í not að nýju. „Við vorum að selja þetta fyrir einhverja hundrað kalla. Við vildum helst losna við gamalt dót og þá helst þannig að fólk gæti nýtt sér það. Það kom okkur á óvart hvað við seld- um mikið.“ Hún segir að barnafötin hafi verið hvað vinsælust. „Svo fór slatti af bókum líka.“ Hún segir að stemmingin á hátíðinni hafi verið afar góð. „Karlmennirnir stóðu fyrir aftan konurnar og fussuðu og sveiuðu en svo voru það oft þeir sem tóku af skarið og ákváðu hvað ætti að kaupa. Það var svolítið skondið að fylgjast með því.“ Elísa telur að fólk sé tilbúnara til þess nú en oft áður að kaupa gamla muni og föt. „Fólk er ekki eins viðkvæmt fyrir því að þetta sé ekki alveg nýtt út úr búð. Það metur hlutina öðru- vísi í dag og er frekar til í að breyta og bæta. Það er það góða við hrunið ef hægt er að segja eitthvað gott um það.“ Elísa segir að lokum að hún mæli eindregið með því að fólk mæti á Hamraborgarhátíðina. „Mér finnst svona hátíð þjappa fólki meira saman. Ég labbaði þarna um í fyrra og hitti bæjarbúa og aðra og þetta var mjög gaman.“ SELJA BEINT ÚR SKOTTINU SELJA GRIMMT Fjöldi bæjarbúa mun taka þátt í skottsölunni í ár og eflaust munu enn fleiri hugsa sér gott til glóðarinnar og gera góð kaup. GÓÐ KAUP Hægt er að gera góð kaup á skott- sölunni í Hamraborg. LÍFLEGT Mikið líf og fjör skapast í Hamraborginni þennan hátíðardag. Subway Hamraborg 11. Bátur mánaðarins aðeins 439 kr. www.noatun.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.