Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 36
2 • LÍFIÐ 31. ÁGÚST 2012
Útgáfufélag 365 miðlar ehf.
Forsíðumynd Kjartan Már Magnússon
Útlitshönnun Arnór Bogason
Auglýsingar Sigríður Dagný
Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is
Lífið Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík, sími 512 5000
www.visir.is/lifid
UMSJÓN
Ellý Ármanns elly@365.is
Kolbrún Pálína Helgadóttir
kolbrunp@365.is
HVERJIR
VORU
HVAR?
Ásdís Rán var
mynduð ásamt
fyrir sætu í Grikk-
landi þar sem þau
busluðu saman í
sjónum.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta fær
ekki frið fyrir ljósmyndurum í Búlgaríu en
hún býr þar. Eftirfarandi texti birtist í búl-
görsku blaði sem fylgist með lífi fræga
fólksins þar í landi ásamt myndunum af
Ásdísi:
Íslenska fegurðardísin Ásdís Rán (33)
sýnir sig á ströndinni í Grikklandi með
elskhuganum, Calvin Klein-fyrir sætunni
og fótboltamanninum Angel Kalinov
(26). Þetta ofurheita par hefur verið að
hittast síðustu mánuði eins og flestir
vita en myndir voru teknar af þeim í vor
þar sem þau yfirgáfu Sheraton- hótelið
í Sofíu aðeins einum mánuði eftir að
Ásdís greindi frá skilnaði þeirra Garðars
Gunnlaugssonar fótboltamanns. Vitni
segja að það hafi farið vel á með þeim
þar sem þau nutu lífsins á ströndinni í
Kavala. Flestir bíða spenntir eftir að vita
hver verður svo heppinn að hreppa ís-
drottninguna og velta menn nú fyrir
hvort hún sé gengin út sem yrðu sorgar-
fréttir fyrir karlmennina í Búlgaríu. Ásdís
sagði nýlega í viðtali að hún væri enn
„single and happy“ og væri ekki að
hugsa um að fara í alvarlegt samband
á næstunni.
Lífið hafði samband við Ásdísi og
spurði hvort eitthvað væri að marka
fréttina um samband hennar og Calvin
Klein-fyrirsætunnar, Angels. Hún sagðist
vissulega hafa notið frísins í Grikklandi
en vildi ekki tjá sig að svo stöddu um
samband sitt við manninn.
ÁSDÍS RÁN
FÆR EKKI FRIÐ
Það vantaði ekki þekktu
andlitin þegar litið var
inn á Hótel Marina síð-
astliðna helgi. Má þar
fyrst nefna Hollywood-
stjörnuna Ben Stiller
sem var umvafinn ís-
lenskum félögum. Bjarni
Ben sem prýðir for-
síðu Nýs lífs að
þessu sinni lét
einnig sjá sig
ásamt sinni ekta-
kvinnu, Þóru Margréti
Baldvinsdóttur. Leikkon-
an Ásdís Birta mætti
ásamt sínum vin-
konum, skart-
gripahönnuður-
inn Steinunn Vala
Sigfúsdóttir, ljós-
myndarinn Nína Björk Gunn-
arsdóttir, ritstýran Elín
Arnar, sjónvarpsmaður-
inn Logi Bergmann og
skókaupmaðurinn Pétur
Halldórsson skemmtu sér
einnig vel.
Inga á Nasa eins og við þekkj-
um hana er hvergi nær hætt í
bransanum þrátt fyrir að hafa
kvatt Nasa fyrir stuttu.
„Mér hefur lengi þótt vænt um þennan
stað – enda horft hérna beint yfir af Nasa
í mörg ár. Svo kom ég alltaf hingað til að
fá mér besta kjúklingasalatið í bænum,
Ungfrú Reykjavík,“ segir Inga á Nasa,
eins og hún er enn kölluð þrátt fyrir að
Nasa hafi nú verið lokað sem aðaltón-
leika- og ballstað Íslendinga, en hún
hefur nú tekið við rekstri Íslenska barsins.
Íslenski barinn er í Pósthússtrætinu,
í hjarta borgarinnar, en Inga vinnur nú
hörðum höndum að því að fínpússa
staðinn, laga vinnuaðstöðuna og gera
hlutina að sínum eins og henni einni
er lagið. Hún stefnir að því að standa
vaktirnar sjálf eins og hún var þekkt fyrir
á Nasa.
„Við ætlum að leggja upp úr því að
fólki líði vel hérna og drífi sig ekki heim
þó það sé búið að borða heldur færi
sig yfir á barinn, kjafti við barþjón-
inn og slaki á,“ segir Inga spennt
fyrir verkefninu. Þess má geta
að Íslenski barinn á marga góða
fastakúnna. Þar má nefna Hug-
leik Dagsson, Björn Jörund,
Munda fatahönnuð og Helga
Seljan.
INGA KOMIN Á ÍSLENSKA BARINN
Inga hefur nú tekið
við rekstri Íslenska
barsins.