Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 32
FÓLK| ■ VIRÐULEG Kópavogskirkja stendur hátt á stað sem nefnist Borgir eða Borgar- holt. Frá kirkjunni er mikið útsýni. Kirkjan var reist á árunum 1958- 1962 eftir teikningum frá embætti Húsameistara ríkisins, sem Hörður Bjarnason veitti forstöðu á þeim tíma. Ragnar Emilsson arkitekt vann að teikningunni ásamt Herði. Kirkjan var vígð 16. desember 1962 af herra Sigurbirni Einarssyni biskupi. Listakonan Gerður Helgadóttir gerði steinda glugga kirkjunnar en altaristaflan er eftir Steinunni Þórarinsdóttur. KIRKJA SEM VEKUR ATHYGLI ■ OPIÐ Í MORGUN Bókasafn Kópavogs er í Hamra- borginni. Safnið verður opið eins og venjulega á morgun og geta gestir Hamraborgarhátíðar kíkt þangað milli klukkan eitt og fimm. Bókamarkaður hefur verið í gangi á safninu undanfarið og þar má fá nýlegar og eldri bækur á góðu verði. Safnið býður upp á fjölbreytta þjónustu. Þar má finna skáldrit á íslensku og erlendum tungumálum, ævisögur, landafræði, mann- kyns- og Íslandssögu. Einnig eru myndbönd og mynddiskar. Hægt er að kaupa aðgang að tölvum á vægu verði og ókeypis heitur reitur er aðgengilegur fyrir þá sem koma með sínar eigin fartölvur. Barnadeild er á safninu og Náttúrufræðistofa Kópavogs er í sama húsi. BÓKAMARKAÐUR BÓKASAFNSINS HAMRABORG FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 Hamraborgarhátíðin verður haldin í þriðja sinn á morgun, laugardag-inn 1. september. Hamraborginni verður breytt í göngugötu með tilheyr- andi götustemmingu. Rannveig Ásgeirs- dóttir, formaður bæjarráðs, er ein af upphafsmönnum hátíðarinnar. „Þetta er tilraun til að glæða gamla miðbæinn lífi þar sem allir hafa tækifæri til þess að taka þátt,“ segir Rannveig um tilurð hátíðarinnar. Hún segir að hátíðin hafi frá upphafi átt að vera sjálfbær. Fólkið hafi með öðrum orðum sjálft átt að búa til viðburði, til dæmis flóamarkaði, tónlistaratriði eða annað sem gæti lífgað upp á mannlífið og stemminguna. Þá hafi félagasamtökum og íþróttafélögum verið boðið að nýta daginn til að kynna starfsemi sína. Fyrirtæki í Hamraborginni hafa einnig tekið þátt með því að hafa opið hjá sér. Sum þeirra eru með ýmis tilboð og tón- listaratriði. Þá ætla listamenn í Kópavogi að setja upp örsýningu og svo mætti lengi áfram telja. Skottmarkaðurinn, Beint úr skottinu, eins og hann hefur verið kallaður, hefur notið sívaxandi vinsælda og segir Rann- veig að þar selji fólk beint úr skottinu á bílum sínum ýmsa dýrgripi og afurðir. „Hefur þetta fyrirkomulag heppnast með eindæmum vel og er gamla markaðs- menningin hressileg viðbót við annars blómlegt menningarlíf Kópavogsbæjar,“ segir hún. Rannveig segir að þúsundir hafi streymt á hátíðina síðustu ár og að það sé samdóma álit „fólksins á göngugöt- unni“ að þessi viðburður sé kominn til að vera og marki skemmtilega upphaf haustsins með litadýrð sinni. Hún hvetur alla til að mæta aftur í ár en minnir fólk á að klæða sig eftir veðri. „Við tökum vel á móti gestum okkar sem gleðjast með okkur á þessum degi. Gleðilegan Kópavog!“ FLÓAMARKAÐUR OG BLÓMLEGT MANNLÍF HAMRABORGARHÁTÍÐIN í Kópavogi er nú haldin í þriðja sinn en hún hefur jafnan vakið mikla athygli og er vel tekið á móti gestum. ÁNÆGÐ MEÐ HÁTÍÐINA Rannveig Ásgeirsdóttir er formaður bæjarráðs í Kópavogi. Hamraborgarhátíð í Kópavogi hefur alltaf verið vel heppnuð. af völdum vörum HAMRABORG 20A • KÓPAVOGI 544-4088 • YNJA.IS 20% afsláttur OXXO boutique ehf • Hamraborg 5 • 200 Kópavogi • Sími: 561 2300 OXXO Iceland 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.