Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.08.2012, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 31.08.2012, Qupperneq 66
31. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR42 bio@frettabladid.is 42 Gamanmyndin Hit and Run er frumsýnd í kvikmynda- húsum í kvöld. Gamanmyndin Hit and Run segir frá Charlie og Annie sem ákveða að leggja af stað akandi til Los Angeles. Einn hængur er þó á, því Charlie er í vitnavernd og á ekki að yfirgefa heimili sitt. Parið er elt uppi af glæpamönnum í hefndar- hug, fyrrum kærasta Annie og lög- reglumanni sem er ætlað að gæta öryggis Charlies. Handritið er skrifað af Dax Shepard sem fer einnig með aðal- hlutverkið og leikstýrir myndinni ásamt David Palmer. Kristen Bell fer með hlutverk Annie og Bradley Cooper fer með hlutverk glæpa- mannsins og fyrrum félaga Char- lies, Alex Dimitri. Með önnur hlut- verk fara Tom Arnold og Kristin Chenoweth. Shepard steig sín fyrstu skref í leiklistinni sem leikari í sjón- varpsþáttunum Punk‘d með Ashton Kutcher. Hann lék einnig á móti Dane Cook og söngkonunni Jessicu Simpson í gamanmyndinni Emplo- yee of the Month árið 2006 sem og í myndinni Idiocracy. Shepard er trúlofaður leikkonunni Kristen Bell og ættu þau því ekki að hafa átt í neinum vandræðum með að leika ástfangið par í kvikmyndinni. Gagnrýnendur gefa myndinni 45 prósent ferskleikastig á vefsíðunni Rottentomatoes.com. Sumir segja myndina vera sem ferskan blæ inn í kvikmyndaflóruna en aðrir segja fátt annað spennandi við myndina en bílarnir. „Myndin er hvorki fyndin né spennandi, en í henni eru margir fallegir bílar,“ skrifar gagnrýnandi Chicago Reader. Áhorfendur er eilítið jákvæðari í garð myndarinnar og gefa henni 58 prósent ferskleikastig. Gagn- rýnendur á vefsíðunni Metacritic. com eru sama sinnis og segja kvik- myndina sæmilega afþreyingu en langt því frá að vera stórvirki. Á flótta með kærustunni Á FLÓTTA Parið Charlie og Annie leggja upp í ferðalag og er fylgt eftir af ýmsum aðilum. Kvikmyndin Hit and Run er frumsýnd í kvöld. ■ Flestir bílarnir sem sjást í myndinni eru í eigu Dax Sheperd, þar á meðal Lincoln Continental- bíllinn. Lítið fjármagn var til í framleiðslu hennar og því sá Shepard einnig um allan akstur í myndinni. ■ Framleiðendur myndarinnar höfðu úr tveimur milljónum dollara að moða við gerð hennar. Helmingur þeirrar upphæðar fór í að greiða stefgjöld. ■ Kristen Bell er afskaplega hrifin af letidýrum. Shepard ákvað eitt sinn að koma unnustu sinni á óvart á afmælisdegi hennar og kom því í kring að hún fengi að umgangast eitt slíkt. Bell varð svo ánægð með þetta að hún brast í grát. HELMINGURINN Í STEFGJÖLD Íslenska barnaleikritið um ávextina í Ávaxtakörfunni hefur nú verið flutt af sviði yfir á hvíta tjaldið í fyrsta skipti og verður bíómyndin frumsýnd á morgun. Það er margt stórra nafna sem fer með hlutverk ávaxtanna hressu sem hafa alltaf góðan boðskap fram að færa. Ólöf Jara Skagfjörð fer með hlutverk jarðar bersins sem lagt er í ein- elti af hinum ávöxtunum, Matti Matt leikur hinn stjórnsama og sjálfumglaða Imma ananas, Helga Braga er ofurskipu- lagða rauða eplið og Ágústa Eva Erlendsdóttir kemur fram í gervi Evu appelsínu sem sér fátt annað en sjálfa sig. Birgitta Haukdal kemur svo inn í hópinn sem Gedda gulrót, grænmetið sem þykir ekki eiga heima innan um alla ávextina. Þetta eru bara nokkrir þeirra færu lista- manna sem leggja sitt á plóginn í myndinni sem er full af tónlist eftir Þorvald Bjarna. Ýmsar nýjungar verða kynntar til leiks í myndinni sem ekki þekkjast úr leikritinu, þar á meðal eru nokkur ný lög og Mygluholan ógurlega. Mynd- arinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu af yngstu kynslóðinni og óhætt er að ætla að bíóhúsin muni fyllast af litlum og spenntum aðdáendum um helgina, í fylgd foreldra sinna. - trs Ávaxtafjör fyrir blessuð börnin Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Ólöf Jara og Matti Matt eru meðal þeirra sem fara með hlutverk í bíómyndinni um Ávaxtakörfuna sem verður frumsýnd í bíóhúsunum á morgun. Bíó ★★★ ★★ Elles Leikstjórn: Malgorzata Szumowsa Leikarar: Juliette Binoche, Joanna Kulig, Anaïs Demoustier Vaggandi og groddaleg Juliette Binoche leikur blaðakonu í París sem kemst í kynni við tvær ungar vændiskonur í tengslum við grein sem hún vinnur að fyrir tímaritið Elle. Kon- urnar segja sögu sína og við fáum að sjá svipmyndir úr lífi þeirra, og þá helst úr vændinu. Á sama tíma er blaðakonan undir miklu álagi. Eiginmaðurinn er tilætlunarsamur og tillitslaus, elsti sonurinn fiktar með fíkniefni og sjálf er konan farin að leita huggunar í flöskunni. Ákveðin hætta er á að mynd af þessu tagi festist í hjólförum for- dæminga og predikana, en Elles lætur allt slíkt eiga sig. Þeir sem eru mótfallnir vændi sjá ömurleikann í kynlífs- senunum á meðan aðrir sjá eitthvað allt annað. Annað slagið gerist myndin meira að segja svo djörf að sýna gjaldskylda bólfimina í jákvæðu ljósi. Kannski eru skoðanir mínar eilítið litaðar af andstyggð minni á „greininni“, en þessi atriði eru ekki síður óþægileg en þau subbulegustu. Og fyrst við erum í kynlífssenunum er rétt að taka það fram að Elles er á köflum óþarflega groddaleg. Það þjónar engum tilgangi að sýna konu í kvikmynd fá hlandbunu upp í munninn á sér. Þá er vaggandi myndatakan þreytandi til lengdar og tökumaðurinn skemmti sér eflaust betur yfir bjöguðu linsunni sinni en áhorfendur munu gera. Í miðjunni eru allir óeðlilega mjóir en breikka svo til hliðanna. Það er gríðarsterkur leikhópurinn sem heldur myndinni uppi. Binoche hefur fyrir löngu sannað sig sem ein allra besta leikkona heims, og hinar aðalleik- konurnar tvær eru einnig alveg frábærar. Einnig lumar myndin á einstöku atriði sem mun lifa lengur í minningu minni en myndin sjálf. Það á sér stað við borðstofuborð fjölskyldunnar og er þrælmagnað. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Tætingsleg mynd á köflum, en frábærir leikarar sigla þessu í höfn. TALSINS eru þær myndir þar sem leikstjórinn Tim Burton hefur stýrt eiginkonu sinni, Helenu Bonham Carter, nokkuð sem hann segir vera auðvelt verk. Sú nýjasta er væntanleg í lok árs en það er stórvirkið Vesalingarnir, eða Les Misérables. 8 BOLTAVAKTIN Staða og úrslit leikja í beinni FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag Óskarsverðlaunaleikarinn Michael Douglas er í samninga- viðræðum um að leika Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkja- forseta, í væntanlegri mynd um leiðtogafundinn í Höfða. Þessar viðræður hafa komið sumum á óvart því sjálfur er Douglas harður stuðningsmaður Demó- krataflokksins í Bandaríkjunum en Reagan var repúblikani. Myndin kallast Reykjavík og gerist árið 1986. Bretinn Mike Newell mun hugsanlega leik- stýra myndinni og fram leiðendur verða Ridley Scott, leikstjóri Pro- metheus, og David W. Zucker. Hollywood Reporter greinir frá því að ekki hefur verið ákveðið hver fer með hlutverk Mikhails Gorbatsjov, fyrrverandi forseta Sovétríkjanna. Leikur repúblikana Í HLUTVERKI REAGANS Michael Dou- glas er í samningaviðræðum um að leika Ronald Reagan. NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.