Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 12
31. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR12 F ÍT O N / S ÍA VIÐSKIPTI Íslandsbanki og Lands- bankinn högnuðust samtals um 23,5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Hagnaður Íslandsbanka nam 11,6 milljörðum króna en Landsbankans 11,9 millj- örðum króna. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri bankanna sem birt var í gær. Arion banki mun birta sitt uppgjör í dag. Hagnaður af reglubundinni starf- semi Íslandsbanka var 7,2 millj- arðar króna. Á meðal þeirra þátta í starfsemi bankans sem skiluðu auknum hagnaði voru fjármuna- tekjur upp á 1,9 milljarða króna. Þær eru fyrst og fremst tilkomnar vegna hækkandi gengis á hluta- bréfum í Icelandair, en Íslandsbanki er þriðji stærsti eigandi þess félags með 11,7 prósenta eignarhlut. Þá nam hagnaður af aflagðri starfsemi alls 2,9 milljörðum króna. Þar munar mestu um söluna á Jarðborunum fyrr á þessu ári en virði fyrirtækisins hafði verið að mestu fært niður í bókum bankans. Endur reikningur á virði lánasafns bankans skilaði 2,1 milljarði króna í kassann. Á kynningarfundi vegna uppgjörsins í gær sagði Birna Einars dóttir, bankastjóri Íslands- banka, að sú aukning væri að lang- mestu leyti tilkomin vegna hækk- unar á virði lána til fyrirtækja. Að lokum hagnaðist bankinn um 880 milljónir króna vegna gengis- hagnaðar. Arðsemi eiginfjár var 17,9 prósent og eigið fé bankans er nú 134,5 milljarðar króna. Eigin- fjárhlutfallið er 23,5 prósent, sem er langt yfir sextán prósenta mörkum Fjármálaeftirlitsins (FME). Hagnaður Landsbankans var töluvert minni en á sama tímabili í fyrra þegar bankinn hagnaðist um 24,4 milljarða króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans nam 9,4 milljörðum króna. Hagnaður af aflagðri starfsemi var 2,5 milljarðar króna, og er að mestu til- kominn vegna sölu á 75 prósentum hlutafjár í Regin hf., en félagið var sett á markað í sumar. Sú sala ein og sér skilaði bankanum 1,7 millj- örðum króna. Virðisbreyting útlána var neikvæð um 3,5 milljarða króna. Arðsemi eigin fjár Landsbankans var 11,5 prósent og eiginfjárhlut- fallið 23,3 prósent. thordur@frettabladid.is Bankar hagn- ast um tólf milljarða hvor Íslandsbanki græddi 11,6 milljarða króna í fyrra og Landsbankinn 11,9 milljarða. Hagnaður af reglulegri starfsemi meiri hjá Landsbankanum. Sala eigna skipti sköpum hjá báðum bönkunum. GÓÐUR GANGUR Íslandsbanki kláraði sameiningu við Byr á þessu ári og sam- hliða hefur efnahagsreikningur bankans stækkað. Birna Einarsdóttir er bankastjóri bankans og Jón Guðni Ómarsson er fjármálastjóri hans. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Skattur á fjármálafyrirtæki hefur farið hækkandi á undanförnum árum. Til að mynda var tekjuskattur á fyrirtæki hækkaður úr 18 prósentum í 20 prósent á árinu. Þar að auki þurfa fjármálafyrirtæki að greiða aukalega sex prósent á hagnað sem er yfir einum milljarði króna. Til viðbótar þurfa bankar síðan að greiða nýjan 5,45 prósenta skatt á heildarlaun allra starfsmanna. Íslandsbanki greiddi þrjá milljarða króna í tekjuskatt á fyrstu sex mán- uðum ársins auk þess sem bankinn greiddi 407 milljónir króna í sérstakan bankaskatt. Áætlaður tekju- og bankaskattur Landsbankans á fyrri hluta ársins var 2,8 milljarðar króna. Borga milljarða króna í skatta VIÐSKIPTI Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur hafið samstarf við íslensk útflutningsfyrirtæki um mark- aðssetningu og sölu á íslenskum heilsuvörum í Kína. Fram kemur í tilkynningu frá Alvogen að sam- starfsaðilarnir búist við því að árlegt söluverðmæti varanna verði um 700 milljónir króna. Íslenskir samstarfsaðilar Alvo- gen eru Purity Herbs, Ensímtækni og Lýsi en Alvogen hefur til skoð- unar að hefja samstarf við fleiri íslensk fyrirtæki á þessu sviði. Fyrstu íslensku vörurnar voru settar á markað í Kína í fyrra og eru nú seldar í átján borgum víðs vegar um landið. Vörurnar eru markaðssettar undir vöru merkinu Pure Iceland. Dr. Lue, fram- kvæmdastjóri Alvogen í Kína, sót t i Ís la nd nýverið heim og kynnti sér starf- semi íslensku fyrirtækjanna. Alvogen er alþjóðlegt lyfja- fyrirtæki með höfuðstöðvar í Pine Brook í Bandaríkjunum en forstjóri þess er Róbert Wessmann, fyrrverandi forstjóri Actavis. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að Alvo- gen skoði nú möguleikann á því að reisa lyfjaverksmiðju á Íslandi en um tuttugu starfsmenn fyrir- tækisins hafa aðsetur á Íslandi. - mþl Alvogen selur vörur undir vörumerkinu Pure Iceland: Markaðssetja íslenskar heilsuvörur í Kína RÓBERT WESSMANN SVÍÞJÓÐ Margt ungt fólk sem áður tók dýr sms-lán fer nú frekar til veðlánara og veðsetur eigur sínar. Þetta hefur sænska blaðið Dagens Nyheter eftir Nils Klev- marken hjá veðlána fyrir tækinu Sefina. Vextir af 3.000 sænskum krónum, um 55.000 íslenskra króna, eru 3,25 prósent eða 97,50 sænskar krónur á mánuði hjá Sefina. Meðallánstíminn er þrír mánuðir. Starfsemi veðlánara í Svíþjóð hefur vaxið gríðarlega á undan- förnum árum. Ástæðan er meðal annars sú að fleiri veðsetja en áður vegna hækkaðs verð á gulli. Hjá veðlánafyrirtækinu Pant- banken taka menn að meðal- tali sex þúsund sænskar krónur að láni eða rúmlega 100 þúsund íslenskar krónur. - ibs Unga Svía vantar pening: Veðlánarar vin- sælli en smálán FALLIST Í FAÐMA Varaformannsefni Repúblikana, Paul Ryan, faðmaði börnin sín, Sam og Lizu, eftir að hafa ávarpað samflokksmenn sína á miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNSÝSLA Afkoma Reykjavíkur- borgar á fyrstu sex mánuðum ársins var verri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hún var neikvæð um tæplega 4,5 milljarða króna, en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 277 milljóna króna rekstrarafgangi. Árshlutareikningur borgarinnar var lagður fram í borgarráði í gær. „Þennan viðsnúning má einkum finna í fjármagnsliðnum sem var neikvæður um 12.555 milljónir króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir að hann yrði neikvæður um 6.143 milljónir króna,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Skýr- inguna sé að finna í veikara gengi og lægra álverði, sem hafi áhrif á Orkuveituna. Rekstri borgarinnar er skipt í A- og B-hluta. Til A-hluta telst starf- semi sem er fjármögnuð með skatt- tekjum og til B-hluta fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki að hálfu eða í meirihlutaeigu borgarinnar. Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um 2.807 milljónir, eða 537 milljónum meira en búist var við. Að sögn borgarinnar skýrist þetta af gjaldfærslu lífeyrisskuld- bindinga sem námu 1,3 milljarði króna en aðeins hafði verið gert ráð fyrir 300 milljónum. Eiginfjárhlutfall, skuldahlutfall og sjóðstreymi hefur styrkst og sýnir það að sögn borgarinnar að reksturinn sé traustur og á góðri leið þrátt fyrir sveiflur. Heildar- eignir borgarinnar, A- og B-hluta, námu 460.612 milljónum króna, heildarskuldir 318.452 milljónum og eigið fé var 142.160 milljónir. Skuldsetning borgarinnar hefur lækkað úr 203 prósentum í 194 pró- sent. - þeb Árshlutareikningur Reykjavíkur lagður fram í borgarráði í gær og var harðlega gagnrýndur: 4,5 milljarða halli á rekstri borgarinnar Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir það mikið áhyggjuefni fyrir borgarbúa hversu illa meirihlutanum gangi að fylgja áætlunum. „Eina ferðina enn eru skatttekjur vanáætlaðar, en þrátt fyrir að meira sé tekið af almenn- ingi en til stóð dugir það ekki fyrir rekstrarkostnaði sem fer langt fram úr þeim áætlunum sem sam- þykktar voru í lok síðasta árs.“ Áætlanir standast ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.