Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 62
31. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR38 38 menning@frettabladid.is Myndlist ★★★★ ★ Veggir Ingvar Högni Ragnarsson Ljósmyndasafn Reykjavíkur Myndasería af vegg sem umlykur byggingarsvæði í miðbæ Reykja- víkur. Þetta hljómar satt að segja ekki neitt brjálæðislega spenn- andi, en þetta er samt myndefnið sem ljósmyndarinn Ingvar Högni Ragnarsson valdi sér fyrir einka- sýninguna Veggir sem nú stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykja- víkur. Á sýningunni eru sjö myndir sem teknar eru á eins árs tíma- bili. Myndirnar virðast allar hafa verið teknar snemma að vori eða seint um haust, miðað við snjó- magnið á götunni fyrir framan vegginn og birtuna á myndunum. Þetta eru ekki stórar myndir en passlegar fyrir sýningarrýmið, sem ber heitið Skotið og ber það nafn með rentu. Í sýningarskrá segir að á bygg- ingarsvæðinu sem veggurinn umlykur, hafi staðið til að byggja ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík, en það hefur staðið tómt og óraskað frá efnahags- hruninu. Jafnframt segir að verk- efnið hafi verið hugsað sem „til- raun til að skrásetja félagslegar aðstæður og fylgjast með þeim pólitísku, félagslegu og hagfræði- legu breytingum sem áttu sér stað hér á landi eftir búsáhalda- byltinguna.“ Einmitt, gæti einhver sagt. Eru væntingarnar lista mannsins til verkefnisins ekki aðeins of há- leitar. Býst hann við því virkilega að serían birti okkur þá niður- stöðu sem hann sækist eftir … Kannski er þetta raunverulega einlæg viðleitni listamannsins, eða einfaldlega lúmskur húmor, enda er harla lítið að gerast á myndunum. Þetta er nánast sama myndin aftur og aftur. Af sama veggnum. Þetta er eins og að horfa á málningu þorna. En viti menn, þegar maður gengur frá einni mynd til annarrar og skoðar betur þá sér maður eitthvað krot vera að birtast á veggnum, ein- hverjar skammstafanir. Svo æsast leikar, með gulu spreyti stendur skrifað: „Ekki vera“. Já, spurning hvort þetta sé ádeila á hrunið. Svo kemur sprengjan: Pínulítil mynd af hnefa sem heldur merki Sjálfstæðis- flokksins, bláa fálkanum, í krumlu sinni. Þegar maður les lengra í sýn- ingarskrá sér maður að lista- maðurinn gerir sér grein fyrir að tilraunin hefur mis heppnast: „Almenningsrými hafa misst mikilvægi sitt í pólitískri umræðu og sýndarveruleikinn og félags- miðlar eru hinir nýju veggir fyrir byltingarkenndar hugmyndir og félagsleg samskipti.“ Niðurstaðan er því sú að Facebook veggir-hafi í dag meiri slagkraft en veggir af „holdi og blóði“, og óþarfi að splæsa í sprey- dós, þegar hægt er að spreyja raf- rænt á netinu. Veðraður og upplitaður kross- viðsveggurinn er aðalstjarna sýn- ingarinnar. Fallegur, malerískur og heillandi í litbrigðum. Hann nýtur sín best þegar sem fæst húsþök eða Hallgrímskirkju- turnar gægjast yfir hann, en er samt alltaf flottur. Myndin innst í skotinu, þar sem myndavélin súmmar mest inn á vegginn, er þannig fallegust. Birtan er íslensk, súld og leys- ingar, sólin björt bak við ský, og snjórinn að hopa, hiti um frost- mark. Ekta íslenskt. Þóroddur Bjarnason Niðurstaða: Góð og næm sýning með lúmskum húmor og skilaboðum sem hitta í mark. MISHEPPNUÐ TILRAUN VEGGIR Niðurstaða listamannsins er að mati gagnrýnanda að það sé óþarfi að splæsa í spreydós þegar hægt er að spreyja rafrænt á netinu. Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari halda tónleika í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð sunnudaginn 2. septem- ber klukkan 15. Á efnisskránni eru verk eftir Johannes Brahms, Eugene Ysaÿe og Olivier Messiaen. Boðið er upp á kaffi í hléinu. Miðasala er við innganginn og frítt er fyrir börn í fylgd fullorðinna. Að loknum tónleikum munu Rut og Richard taka verkin upp og þar með ljúka upptökum fyrir þrjá geisladiska sem þau hafa unnið að undanfarin tvö ár. Sá fyrsti kom út á síðasta ári með verkum eftir Mozart og César Franck. Hinir tveir, annar með öllum són- ötum Brahms fyrir fiðlu og píanó og hinn með stuttum hugljúfum verkum eftir íslensk og erlend tón- skáld, koma út á næstu árum. Tónleikar og kaffi GÓÐ STEMNING Hægt er að sitja bæði uppi og niðri í Hlöðunni á Kvoslæk. Bækur ★★★★ ★ Flöskuskeyti frá P Jussi Adler Olsen Forlagið Mögnuð sending frá Danaveldi Jussi Adler Olsen kann að skrifa spennusögur, um það er engum blöðum að fletta. Flöskuskeyti frá P er þriðja sagan hans sem þýdd er á íslensku og lesendur fá að fylgjast áfram með hinu sérkennilega lögregluteymi í deild Q; Carl Mörk, Assad og Rósu. Þau fást við mál sem aðrir hafa gefist upp á og til þeirra berst gamalt flöskuskeyti sem, sé það raunverulegt, er sönnun um skelfilegan glæp. Olsen lætur einkar vel að búa til óhugnað á hversdagslegan hátt. Lýsingar hans á illvirkjanum eru magnaðar og í raun er það kannski frekar það sem hann segir ekki sem vekur óhug en það sem sagt er. Honum hefur tekist að lýsa illskunni, ekki með því að upphefja hana heldur með því að færa hana niður á hversdagslegt plan. Persónusköpun er með ágætum og sérkennilegar heimilisaðstæður, sem allflestar sögupersónurnar búa við, eru nógu skrítnar og skemmtilegar til að vekja áhuga lesandans. Undirmenn sem engu hlýða vekja þó á stundum upp spurningar um hvernig lögreglustarfið eigi að ganga fyrir sig, en karakterarnir eru það áhugaverðir að slíkar hugsanir eru látnar lönd og leið. Það er hins vegar fyrst og fremst spennan sem drífur söguna áfram. Óhugnað- urinn liggur í loftinu á sinn hversdagslega hátt og Olsen veitir lesendum innsýn í líf aðal- og aukapersóna sinna þannig að maður vill vita meira, fylgja þeim áfram í næstu sögu. Og án efa mun það bjóðast, því spurningum um einkalíf persónanna er velt upp sem augljóslega á að svara í næstu bókum. Og þá er bara að bíða eftir næstu sendingu frá Adler Olsen. Kolbeinn Óttarsson Proppé Niðurstaða: Flöskuskeyti frá P er frábær saga, vel skrifuð og spennandi. Save the Children á Íslandi „Viðtökur Fantasía hafa komið okkur ánægju- lega á óvart en ég held að íslenskar konur hafi langað í bók af þessu tagi lengi,“ segir Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins, en fyrsta upplag, 2.500 eintök, er uppselt hjá útgefanda og annað jafn stórt upplag er í prentun. „Til að mæta þessari eft- irspurn erum við að hraða útgáfu rafbókarinnar sem kemur út í dag [í gær]. Við höfum aldrei fylgt prentaðri bók jafn hratt eftir með rafbók þannig að þetta eru tímamót hjá okkur.“ Í Fantasíum eru birtar kynlífs- fantasíur sem ritstjóri bókarinnar, Hildur Sverrisdóttir, valdi úr fjölda aðsendra sagna. Egill segir velgengni bókarinnar einkum byggja á því hversu góðar sögurnar eru og hversu vel bókinni er ritstýrt. „Íslenskar konur sendu frábært efni sem Hildur vann svo úr. Auðvitað vekur efni af þessu tagi umræðu og áhugi en for sendan fyrir sölunni er að bókin sé góð.“ Egill telur ekki beint samband á milli bókarinnar og umræðu sem met- sölubókin Fifty Shades of Grey hefur vakið en hún kemur raunar út í íslenskri þýðingu hjá For laginu eftir helgi. „Þær eru vissulega skyldar þannig að þær eru erótískt efni og erótískt efni er það sem allt snýst um í bókabransanum í dag.“ Fantasíur rjúka út FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20 2. sýn: Föstudaginn 26. október 3. sýn: Laugardaginn 27. október 4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember 5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember 6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is WWW.OPERA.IS ÞRJÁR SÝNINGAR Þrjár einkasýningar verða opnaðar í Gerðarsafni laugardaginn 1. september klukkan 15. Helgi Gíslason myndhöggvari sýnir þrívíð verk og teikningar, Sigrún Ó. Einarsdóttir og Søren S. Larsen glerlistaverk og Torfi Jónsson leturskrift og vatnslitamyndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.