Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 31. ágúst 2012 21 Þann 20. október næstkomandi göngum við Íslendingar til atkvæðagreiðslu um okkar eigin stjórnarskrá. Loksins. Við lýð- veldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að gera nánast ekki aðrar breytingar en þær sem beinlínis lutu að stofnun hins nýja lýðveldis. Áfram var því byggt á fullveldisstjórnarskránni frá 1920 sem að uppistöðu byggði á þeirri dönsku sem Kristján IX Dana- konungur rétti okkur árið 1874 og lítið hafði breyst frá endalokum einveldis í Danmörku árið 1849. Jafnframt var ákveðið að Íslend- ingar myndu í kjölfarið setja sér sína eigin stjórnarskrá. Á því varð hins vegar óhófleg töf. Þrátt fyrir fjölda stjórnarskrárnefnda og ýmsar smávægilegar breytingar auk nýs mannréttindakafla árið 1995 reyndist Alþingi ófært um slíka heildarendurskoðun. Upp úr skotgröfunum Það var ekki fyrr en sumarið 2010, í kjölfar mikils óróa í samfélaginu, að Alþingi fann leiðina upp úr skot- gröfunum og ákvað að efna til þjóðkjörs til stjórnlagaþings – sem síðar breyttist í þingkjörið stjórn- lagaráð eins og við þekkjum. Á herðum þúsund manna þjóðfund- ar og árslangri sérfræðivinnu sjö manna stjórnlaganefndar fékk 25 manna þjóðkjörið og þingskipað stjórnlagaráð fjóra mánuði til að semja þau drög að nýrri stjórnar- skrá sem kjósendur fá nú að segja álit sitt á. Nálega sjötíu árum frá lýðveldistökunni hefur íslensk stjórnarskrá loksins litið dagsins ljós. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni í haust verður spurt hvort við vilj- um áfram byggja á þeirri dönsku eða þeirri nýju íslensku sem verið hefur í undirbúningi í öll þessi ár. Auk þess fá kjósendur tækifæri til að segja álit sitt á fimm helstu álitamálum frumvarpsdraganna, svo sem um aukið beint lýðræði, þjóðkirkjuna og kosningatilhögun. Reynist meirihluti kjósenda ósam- mála stjórnlagaráði í einhverj- um tilvikum verður frumvarpinu breytt til samræmis áður en það kemur til atkvæða á Alþingi, sem vitaskuld er stjórnarskrárgjafinn. Áhugi erlendis Við sem sátum í stjórnlagaráði í umboði kjósenda og Alþingis höfum orðið vör við gríðarlegan áhuga erlendis á þeirri lýðræðis- vakningu sem útlendingar upp- lifa að hér hafi orðið með starfi stjórnlagaráðs og aðkomu þjóðar- innar að setningu eigin stjórnar- skrár. Varla líður sá dagur án þess að erlendir fjölmiðlar séu í sam- bandi, fjöldi málstofa hefur verið haldinn í erlendum háskólum og fræðimenn víða um lönd keppast nú við að greina það sem hér er á ferðinni. Í því samhengi er merki- legt hvað íslenskir fjölmiðlar hafa reynst áhugalitlir og hryggilegt að sjá suma þá sem hingað til hafa verið taldir málsmetandi tala málið niður án þess að færa fram efnisleg rök. Á því verður vonandi breyting í aðdraganda atkvæða- greiðslunnar sem jafnvel má gera ráð fyrir að álíka margir taki þátt í og í kjörinu til stjórnlagaþings- ins, þó svo að reynslan erlendis frá sýni að þátttaka í einsmáls- atkvæðagreiðslum eins og þess- um sé yfirleitt langtum minni en í almennum atkvæðagreiðslum, svo sem í þingkjöri. Tækifærið er núna Til eru þeir sem telja að sökum anna í þjóðfélaginu eftir hrun sé betra að bíða með stjórnlagaum- bætur þar til um hægist. Í mínum huga er þó kýrskýrt að fari þetta tækifæri forgörðum fáist ekki annað á næstu áratugum. Erlend- ar rannsóknir sýna að stjórnar- skrár eru eiginlega aldrei samd- ar og settar nema í kjölfar krísa af einhverju tagi. Norski fræði- maðurinn Jon Elster, sem stend- ur fremst þeirra sem rannsaka stjórnarskrárgerð, greinir sjö lotur í setningu stjórnarskráa á Vesturlöndum frá því að sú banda- ríska var sett árið 1787, nánast alltaf í kjölfar áfalls. Athyglisvert er að þeir á stjórnlagaþinginu í Fíladelfíu fengu jafn langan tíma til að semja bandarísku stjórn- arskrána og stjórnlagaráðið hér fékk til þess að semja þá íslensku. Óvanalegt mun hins vegar vera að allir fulltrúarnir hafi komist að samhljóða niðurstöðu um eina stjórnarskrártillögu eins og hér varð. Stjórnarskrá allra Íslendinga Yfirlýsing frá samtökum tölvuleikjaframleiðenda Ef byrjað hefði verið að fjölda-framleiða tölvuleiki nokkrum áratugum fyrr og aðrar venj- ur hefðu skapast um dreifingu þeirra værum við kannski í dag að lesa yfirlýsingar eins og þessa: „Samtök tölvuleikjafram- leiðenda og eigenda leikjarétt- ar (STEL) eru stærstu og einu heildarsamtök tölvuleikjagerð- arfólks á Íslandi og sjá samtökin einnig um hagsmunagæslu og innheimtu gjalda fyrir erlend- ar leikjasmiðjur í samstarfi við sambærileg samtök erlendis. Vinsældir tölvuleikja hafa farið vaxandi að undanförnu og er það fagnaðarefni. Hins vegar er eins og sumir neytendur átti sig ekki alveg á lagarammanum og brjóti því oft íslensk lög með kaup- og spilahegðun sinni. Þannig hefur það færst í vöxt að menn sæki sér tölvuleiki í gegnum erlendar vefsíður og tengist erlendum vefþjónum til að spila þá. Stundum halda menn jafn- vel að þeir séu í fullum rétti enda borgi þeir fyrir leikina og kaupi þá jafnvel beint af fram- leiðandanum. Það er misskiln- ingur. Erlendir aðilar þurfa að sækja um um svokallaða „móta- heimild“ á Íslandi til að geta boðið Íslendingum að spila leiki í gegnum erlenda vefþjóna. Það hafa fæstir þeirra gert. Ef menn vilja síðan leyfa fólki að hlaða niður leikjum af síðum sínum þá þarf til þess að hafa leikjarétt á Íslandi og gildir þá einu hvort menn hafi skrifað leikina sjálfir eða ekki. STEL vill árétta að eina lög- lega tölvuleikjasíðan á Íslandi heitir Leikumokkurloglega.is. Þar er að finna tugi tölvuleikja fyrir alla aldurshópa. Vefsíðan hefur til dæmis nýlega hafið sölu á knattspyrnuleiknum FIFA 10, þar sem menn reyna m.a. að stýra draumalandsliðinu sínu til sigurs á Heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku. Leikurinn fékk glimrandi dóma beggja vegna Atlantshafsins þegar hann kom út á sínum tíma. Einhverjum gæti þótt sem oft þurfi að bíða lengi, jafnvel að eilífu, eftir nýjum tölvuleikjum. Smæð íslensks markaðar og skylda til að þýða alla tölvuleiki yfir á íslensku ráða einhverju þar um. Vinsæll íslenskur geim- fjölspilunarleikur er til dæmis ekki aðgengilegur frá Íslandi í fullri útgáfu. Það ræðst af því að reglur um áðurnefnda „móta- heimild“ gera mönnum það erfitt að reka leikjasíður í mörgum löndum. Þessi mál geta stund- um verið dálítið flókin. Hins vegar er gaman að segja frá því að útgefandi leiksins hefur nú opnað sérstakan vefþjón fyrir íslenska notendur. Alheimurinn sem þar er hýstur hefur raunar einungis að geyma fjögur sól- kerfi, en í alvörunni, hver þarf meira? Þó svo að biðin eftir leik kunni að vera löng (eða hann alls kostar ófáanlegur) þá gefur það engum rétt til að taka lögin í sínar hendur. Tölvuleikirnir eru hugverk, eign þeirra sem þá skrifa, og þótt svo að einhver vilji ekki selja okkur bílinn sinn þá gefur það okkur ekki leyfi til að stela honum. En það er því miður alltaf eitthvað um að menn reyni að kaupa leiki á erlendum síðum, þótt það sé kolólöglegt. Árlega verða íslenskar leikja- búðir og leikjasíður af tugum milljarða vegna þessa. Til stend- ur að fara í sérstaka auglýsinga- herferð til að vekja almenning til umhugsunar um þessi mál auk þess sem STEL bindur vonir við gott samstarf við kredit- kortafyrirtækin um það að loka á erlendar leikjasíður. Fram undan er síðan endur- skoðun tölvuleikjalaganna, sem mun fara fram í góðu samstarfi STELs og löggjafans (les: STEL mun í raun skrifa lögin sjálft). Til að mæta tapi af ólöglegu nið- urhali leikja verða tekjustofnar svokallaðra STEL-gjalda breikk- aðir. Nú þegar eru STEL-gjöld- in innheimt af öllum seldum tölvum í landinu en vonir standa til að þau verði einnig innheimt af öllum rýmum þar sem tölvu- leikir kunna að vera spilaðir. Það ætti að vera mikil réttarbót.“ Niðurlag Yfirlýsingin hér að ofan er upp- spuni en geymir þó ákveðinn sannleik. Lagaumhverfi sölu afþrey- ingar er í rugli. Flestar stórar veftónlistarbúðir eru lokaðar Íslendingum. Sama gildir um kvikmyndir og smáforrit. Og nú þegar rafbókasalan er að kom- ast á fullt skrið er veruleg hætta á því að að reynt verði að hafa það eins. Því miður vantar aldrei fólk sem vill hólfa netið niður. Það er íslenskum neytendum til lítils. Íslenska hólfið getur aldrei orðið sérlega stórt. Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Því miður vantar aldrei fólk sem vill hólfa netið niður. Það er íslenskum neyt- endum til lítils. Íslenska hólfið getur aldrei orðið sérlega stórt. Ný stjórnarskrá Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur, sat í Stjórnlagaráði Óvanalegt mun hins vegar vera að allir fulltrúarnir hafi komist að samhljóða niðurstöðu um eina stjórnarskrártillögu eins og hér varð. SKAUTAFÉLAGIÐ BJÖRNINN LISTHLAUPADEILD er með 14 vikna listskautanámskeið 1. september – 8. desember 2012 Skemmtilegar listskautaæfingar fyrir hressar stelpur og káta stráka. Sér hópur er fyrir unglinga. Frábær æfingaaðstaða í EGILSHÖLL. Æfingar 2 í viku, á miðvikudögum og laugardögum. Skráning á www.bjorninn.com – Listskautar eða í Egilshöll á morgun 1. september frá kl. 10-14. FRÍR PRUFUTÍMI Vilt þú læra á listskauta? Hreysti – Gleði – Vellíðan – Hreyfing – Styrkur – Samhæfing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.