Fréttablaðið - 31.08.2012, Page 29

Fréttablaðið - 31.08.2012, Page 29
ÍSLENSKT HUNANG OG SULTUR Uppskeruhátíð býflugnabænda verður í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum kl. 14-16 á morgun. Býflugnarækt verður kynnt og sýnishorn af uppskeru sumarsins verður á borðum til að smakka. Kvenfélagasamband Íslands verður með sultukynningu. Matreiðslumaðurinn Kristján Þór Hlöðversson sér um þátt-inn Eldað með Holta á sjón- varpsstöðinni ÍNN. Þar matreiðir hann skemmtilega og litríka kjúklingarétti úr Holtakjúklingi frá Reykjagarði. Á föstudögum birtast þessar uppskriftir hér á síðunni. Í dag býður Kristján upp á grillaða og marineraða kjúklingasteik. Hægt er að fylgjast með Kristjáni matreiða þennan girnilega rétt í kvöld klukkan 21.30 á ÍNN. Þættirnir eru síðan endur- sýndir um helgina en einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, www. inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Sjónvarpskokkurinn Kristján Hlöðversson sér um þætt- ina Eldað með Holta á ÍNN. Hann gefur lesendum hér uppskrift að grillaðri kjúklingasteik með kaldri sósu. Hægt er að sjá hann elda réttinn á ÍNN. KJÚKLINGASTEIK 800 g Rikku-kjúklingasteikur frá Holta Jonas bbq-sósa McCormick Mesquite-krydd Sojasósa 2 sætar kartöflur 2 box smámaís 2 búnt vorlaukur 4 rauðlaukar Olía Tréspænir frá Grillbúðinni AÐFERÐ Tréspænirnir eru settir í bleyti í 30 mínútur. Þá eru þeir teknir úr vatninu og settir í ál- eða járnbox með götum. Boxið er síðan sett undir grill- ristina á meðan á elduninni stendur. Kjúklingasteikurnar eru kryddaðar með kryddinu og síðan set ég 70 ml bbq-sósu og smá sojasósu yfir steikurnar. Látið liggja í um það bil 30 mínútur. Sætar kartöflur skrældar og skornar langsum. Vorlaukur og smámaís grillaður í heilu en fyrst er sett olía yfir. Bragðbætt með salti og pipar. KÖLD KRYDDSÓSA 1 grísk jógúrt 1 hrein jógúrt 2 rauðir chili-pipar 1 stk. kúluhvítlaukur smá fersk steinselja 1 búnt vorlaukur salt og pipar 2 msk. síróp 3 tsk. Alfez spicy lemon tagine paste Allt skorið smátt og blandað saman við jógúrtina. Grillað með ást og umhyggju og bros í hjarta. BBQ-KJÚKLINGASTEIKUR FRÁ RIKKU MEÐ GRILLUÐU GRÆNMETI OG KALDRI KRYDDSÓSU Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með nöfnum sínum og brúðkaupsdegi ísaumuðum. Íslensk kennslubók í matreiðslu fylgir. MIKIÐ ÚRVAL BRÚÐARGJAFA FOR THE WAY IT´S MADE Gildir um KitchenAid hrærivélar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.