Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 50
FÓLK| HAMRABORG Verður með ýmis konar handverk sjálfboðaliða til sölu á Hamraborgar hátíðinni. Allur ágóði rennur í verkefni innanlands. Heitt á könnunni! Rauði krossinn í Kópavogi Hamraborg 11 Laugardaginn 1. september bjóðum við upp á 30% afsláttur af myndarömmum 20% afsláttur af öllum kiljum Hamraborg 5 Sími 554 0877 Opið 9-18 virka daga 10-16 laugardaga 20% afsláttur föstudaginn 31. ágúst og laugardaginn 1. september S T O F A 5 3 ALLAN LAUGARDAGINN 1. SEPTEMBER Ungmenni frá Molanum, ung-mennahúsi Kópavogs, ætla að setja upp svið í Hamraborginni í tilefni af Hamraborgarhátíðinni sem fram fer 1. september. Sviðið verður fyrir framan Hamraborg 3. „Á því verða alls kyns hljóðfæri og græjur sem gestir og gangandi geta rifið í og skemmt sér og öðrum,“ útskýrir Andri Þór Lefever, forstöðumaður Molans. „Nokkrar hljóm- sveitir ætla að koma fram enda gott tækifæri til að kynna sig fyrir íbúum bæjarins,“ bætir hann við. Molinn er tómstunda- og menningar- hús í Kópavogi fyrir 16 ára og eldri. „Þar geta ungmenni komið menningu sinni og listum á framfæri, haldið tón- leika og listsýningar, skipulagt viðburði og fleira,“ segir Andri. „Boðið er upp á fjölbreytt námskeið eða smiðjur þar sem ungmenni geta kynnst mismunandi listformum og aukið við þekkingu sína og færni.“ Andri segir að ekki megi heldur gleyma því að margir koma við í Molanum til þess eins að sýna sig og sjá aðra. „Sumir læra en aðrir hanga á netinu eða horfa á sjónvarpið. Verk- efni Molans eru að jafnaði vel sótt og haustið er spennandi tími. Nú er nýr árgangur búinn með grunnskólann og því gjaldgengur í Molann.“ Hann hvetur alla á þessum aldri til að koma og kynna sér starfið. „Molinn er mikilvægur vettvangur fyrir ungmenni bæjarins og við getum verið stolt af því sem þar er í boði. Það er auðvitað ómetanlegt að geta boðið ungmennum upp á aðstöðu fyrir allar þær pælingar og hugmyndir sem hjá þeim kvikna. Molinn er vímulaus staður og forvarnargildið því mikið. Verk- efnin eru mörg, hvort sem þau lúta að atvinnumálum ungs fólks, sköpunarþörf eða félagsfærni. Þess má líka geta að Molinn er í góðu samstarfi við sambæri- leg hús víðs vegar í Evrópu og árlega gefst ungmennum Kópavogsbæjar kostur á að víkka sjóndeildar hringinn með þátttöku á námskeiðum með erlendum jafnöldrum sínum, bæði hér heima og úti í heimi.“ GOTT TÆKIFÆRI TIL AÐ LÁTA LJÓS SITT SKÍNA GOTT TÆKIFÆRI Molinn, ungmennahús Kópavogs, býður fólki að stíga á svið í Hamraborginni til að skemmta sér og öðrum. STUÐ Það er alltaf mikið um að vera hjá Molanum. Kópavogur er allur að vakna,“ segir Helga Ástvaldsdóttir, myndlistarmaður og formaður hins nýstofnaða Myndlistar- félags Kópavogs, þegar hún er spurð út í menningarlífið í bænum. Hún segist finna fyrir meiri vilja en oft áður, ekki síst hjá stjórnendum bæjarins. „Það er greinilega mikill vilji til að gera þetta að skemmti- legum og blómlegum menningarbæ.“ Helga hefur eins og fjölmargir aðrir listamenn aðstöðu í Auðbrekku en sú gata liggur fyrir neðan Hamraborgina. Í tilefni Hamraborgarhátíðarinnar ætla þessir myndlistarmenn og aðrir félagar í Myndlistarfélagi Kópavogs að vera með listasýningu eða örsýningu, eins og hún vill kalla hana, við Hamraborgina, meðal annars í gamla Muffins Bakery-hús- næðinu sem er við hliðina á blómabúð- inni í Hamraborginni. Þar verða sýndar myndir og aðrir munir og verk á borð við keramik. Myndlistarfélag Kópavogs var stofnað 29. maí síðastliðinn og eru stofnfélag- arnir alls 55. Helga segir að sá fjöldi segi sína sögu. Margir listamenn búi með öðrum orðum í Kópavogi eða hafi vinnuaðstöðu þar. LISTALÍF Helga Ástvaldsdóttir myndlistarmaður nýtir sér aðstöðuna í Auð- brekku. SKEMMTI- LEGT STARF Andri Þór er forstöðumað- ur Molans. MENNINGIN BLÓMSTRAR Mikil gróska er í listalífinu í Kópavogi. Nýlega var stofnað félag mynd listar- manna og eru stofnfélagar komnir yfir fimmtíu. ■ VERSLUN OG VIÐSKIPTI Kópavogur er næstfjölmennasta sveitarfélag á Íslandi. Íbúar þar voru 31.198 í janúar á þessu ári. Kópavogsfundurinn var haldinn 28. júlí árið 1662 og var tilgangur hans að fá Íslendinga til að sam- þykkja erfðaeinveldið. Á fjórða tug síðustu aldar var byrjað að úthluta lóðum í landi Kópavogs og varð fólksfjölgun mikil og hröð. Bærinn fékk kaupstaðaréttindi árið 1955. Í bænum er stærsta verslunarmiðstöðin landsins, Smáralind, og hæsta bygging á Smátorgi. MEÐ HÆSTU BYGGINGU LANDSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.