Fréttablaðið - 31.08.2012, Síða 56

Fréttablaðið - 31.08.2012, Síða 56
31. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR32 timamot@frettabladid.is Ingibjörg Stefánsdóttir jógakennari er fertug í dag. Þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til Ingibjargar var hún nýbú- in að taka ákvörðun um að halda upp á daginn. „Það er dæmigert fyrir mig að gera allt á síðustu stundu. Ég var búin að vera að pæla í því að halda upp á afmælið en svo ákvað ég bara í dag í sturtunni að gera eitthvað og bjóða heim til mín.“ Spurð hvort hún haldi yfirleitt upp á afmælið sitt segir Ingi- björg að það sé upp og ofan. „Ég geri það ekki alltaf en mér þykir samt mjög vænt um afmælisdaginn minn. Ég er svo þakklátt fyrir að eiga afmæli, þakklát fyrir að lifa. Mamma mín lést þegar hún var ekki nema 33 ára gömul þannig að ég get ekki annað en verið glöð með afmælisdaginn minn.“ Aldurskomplexar eru því skiljan- lega víðs fjarri Ingibjörgu. „Ég er ekki á neinum einasta bömmer – enda er aldur svo afstæður í dag. Aldur er held- ur ekki bara tala, heldur bæði andlegur og líkamlegur aldur.“ Ingibjörg er eigandi jógastöðvar- innar Yoga Shala og segir hún vera í nógu að snúast á þessum árstíma þegar haustið er að bresta á. „Mesta sprengj- an hjá okkur er alltaf á haustin þó að það sé orðið mikið að gera allan ársins hring. Jóga hefur unnið sér varanleg- an sess hjá Íslendingum, það mætir alls konar fólk í tíma og kennararnir okkar eru líka litríkur hópur.“ Ingibjörg hefur kennt jóga frá því að hún flutti heim frá Bandaríkjunum árið 1999 og segir hún alltaf hafa jafn gaman af því. „Ég elska að kenna jóga og svo fæst ég líka við næringarráðgjöf sem er mjög skemmtilegt.“ Auk anna í vinnunni stendur Ingi- björg líka í flutningum þannig að það er í nógu að snúast hjá henni. „Ég er að flytja í aðra íbúð í húsinu sem ég bý í. Ég á heima í húsinu sem ég ólst upp í og amma mín líka. Við erum að skipta um íbúð,“ segir Ingibjörg sem segir það hafa marga kosti að búa í sama húsi og amman. „Þetta er svona indversk stemming hjá okkur: allir saman. Og eldri dóttir mín þriggja og hálfs árs nýtur góðs af, hún fer alltaf upp til ömmu sinnar á morgnana og kúrir hjá henni í morgunsárið.“ Ingibjörg segist afar sátt við þann stað sem hún er á í lífinu. „Ég er bara alltaf að reyna að njóta lífsins út í ystu æsar. Mér finnst Íslendingar vinna allt- of mikið, við eigum að vera meira með fjölskyldu og vinum. Það er of mikið stress í gangi,“ segir Ingibjörg sem hvetur fólk til að huga að lífsstíl sínum. „Það er alveg hægt að breyta um lífs- stíl, við sjáum ótal dæmi um það hér í jógastöðinni.“ sigridur@frettabladid.is INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR: FAGNAR FERTUGSAFMÆLI Í DAG ÞAKKLÁT FYRIR AÐ LIFA INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR Nýtur lífsins og hvetur fólk til að draga úr stressi í sínu lífi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN RICHARD GERE leikari á afmæli í dag. „Lykillinn á bak við velgengni mína er hárspreyið mitt.“ 63 Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS HALLDÓRS JÓHANNESSONAR frá Bæjum, Snæfjallaströnd, Hlíf II, Ísafirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki öldrunardeildar Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði. Anna Jóna Magnúsdóttir Kristinn Arnar Pálsson Hrönn Þórarinsdóttir Rebekka Jóhanna Pálsdóttir Pétur Ingi Ásvaldsson Magnús Ási Pálsson Haraldur Bjarmi Pálsson Hrönn Eiríksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI J. ÁSTÞÓRSSON verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 3. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sunnuhlíðarsamtökin. Guðný Sigurgísladóttir Ástþór Gíslason Erla Gunnarsdóttir Hrafnkell S. Gíslason Ragnheiður D. Gísladóttir Hólmfríður Gísladóttir Kristín Erla Boland barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, JÓN GUNNARSSON Álfaskeið 64, Hafnarfirði, lést á Sólvangi 27. ágúst. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 6. september kl. 15.00. Sigurrós Kristjánsdóttir Þóroddur Friðrik Gísli Jónsson Kristrún Hanna Ingibjartsdóttir og afabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR BJÖRNSSON rafvirkjameistari, Gullsmára 9, Kópavogi, lést þriðjudaginn 28. ágúst. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 7. september kl. 11.00. Sigurrós Gísladóttir Lilja Guðmundsdóttir Stefán Þór Sigurðsson Halldóra Guðmundsdóttir Friðgeir Snæbjörnsson Björn Guðmundsson Natalía Jakobsdóttir Sóley Guðmundsdóttir Einar Unnsteinsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALGERÐAR ODDNÝJAR ÁGÚSTSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 2B Hrafnistu Hafnarfirði. Inga Indíana Svala Vilhjálmsdóttir Páll Trausti Jörundsson Kára Hrönn Vilhjálmsdóttir Sigmundur Smári Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNÞÓR BJÖRNSSON Holtateigi 28, Akureyri, lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldu sinnar þriðjudaginn 28. ágúst. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. september kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Heimahlynningar á Akureyri. Alúðarþakkir til hjúkrunarfræðinga Heimahlynningar fyrir ómetanlega hjálp og hlýju á erfiðum stundum. Þú lifir í hjörtum okkar, Anna Sigríður Arnþórsdóttir Tryggvi Jónsson Birna Margrét Arnþórsdóttir Steinar Magnússon Drífa Þuríður Arnþórsdóttir Mark Siddall afa- og langafabörn. Vegna stærðar blaðsins á morgun, laugardag, verður Fréttablaðið prentað í tvennu lagi. Frestur til að skila inn dánarauglýsingum í laugardagsblað færist því fram til kl. 13.30. Sýning með minjum búdd- ískra meistara verður opnuð í jógasal Ljósheima í Borgartúni 3, í dag klukkan 17. Hún verður einnig opin um helgina frá 10-19 og aðgangur er ókeypis. Minj- arnar eru í formi perlulaga kristalla. Fólki gefst kost- ur á að skoða þær og mót- taka blessun þeirra og orku. Nánar á ljosheimar.is. Minjar meistara Fjóla Jóns sýnir portrett sem hún hefur unnið að frá síðustu áramótum á Ljósanótt nú um helgina. Sýning- in, sem haldin er á Icelandair Hótel í Keflavík, er tileinkuð vini Fjólu, Her- manni Fannari Valgarðssyni, sem féll frá á síðasta ári, langt fyrir aldur fram. Mun afrakstur sýningarinnar renna í minningarsjóð sem helgaður er Hemma. Verkin eru unnin með akríl, kolum, pastelkrít, mulningi, vatnslitum, blýöntum og lökkum á ýmsar papp- írstegundir. Sýningin sem var opnuð í gær verður opin fram á sunnudag. Þess má geta að sýningin er tíunda einkasýning Fjólu. Ljósanótt, menningar- og fjöl- skylduhátíð Reykjanesbæjar, er nú haldin í þrettánda sinn, hún var hald- in í fyrsta sinn árið 2000. Sýnir á Ljósanótt Merkisatburðir1919 Listsýning opnuð almenningi í barnaskólanum í Reykjavík. Var þetta fyrsta slík sýning á Íslandi. 90 verk eftir 15 listamenn voru sýnd. 1919 Leikrita- og ljóðskáldið Jóhann Sig- urjónsson deyr í Danmörku, þar sem hann bjó, 39 ára að aldri. 1980 Á Fljótsdalshéraði finnst silfursjóð- ur mikill, talinn frá landnámsöld. Löngu síðar spunnust miklar deilur um aldur sjóðsins. 1994 Lengsta skák í skáksögu Íslands til lykta leidd með jafntefli eftir 183 leiki. Jóhann Hjartarson og Jón Garðar Við- arsson tefldu á Skákþingi Íslands í Vest- mannaeyjum. 1997 Díana prinsessa af Wales og Dodi Al-Fayed láta lífið í bílslysi í París. HERMANN FANNAR VALGARÐSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.