Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 46
Fjöldi þekktra andlita mætti á frumsýningu
Ávaxtakörfunnar eftir Kristlaugu Maríu Sigurðar-
dóttur í Smárabíói í gærkvöldi. Þar
mátti sjá Ágústu E. Erlends-
dóttur, Helgu Brögu Jóns-
dóttur, Jón Ólafsson og
Örn Árnason svo einhverjir
séu nefndir. Frábær stemn-
ing ríkti á frumsýningunni og
lófaklappið ætlaði engan
enda að taka í lok sýn-
ingarinnar. HELGARMATURINN
Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir sem bættist við
flottan hóp Íslands í dag þetta sumarið kveður
nú ekki bara skjáinn í bili. Leið hennar liggur
alla leið til stórborgarinnar Los Angeles. Þar
ætlar hún að leggja stund á kvikmyndagerð með
áherslu á heimildarmyndagerð en námið mun
einnig nýtast í dagskrárgerð í sjónvarpi. Námið
tekur eitt ár og segist Þóra afar spennt fyrir því
sem koma skal. „Ég verð í sambúð með tveimur
stelpum, önnur er kanadísk og hin er bandarísk en
við munum búa í göngufæri við skólann sem er í
Universal Studios í Burbank,“ segir Sigríður.
STUTT STOPP Á SKJÁNUM
Sigga Dögg eins og hún
vill láta kalla sig deilir
hér með með uppskrift að
leynipoppinu sínu! „Þetta
klikkar aldrei,“ segir kyn-
fræðingurinn hressi.
Karamellupopp kynfræðingsins
225g smjör
440g púðursykur
120ml síróp
1 tsk. salt
½ tsk. matarsódi
1 tsk. vanilludropar
220g poppað popp
1. Ofn hitaður í 95 gráður.
2. Í potti bræðirðu smjör, púð-
ursykur, síróp og salt þar til
það er orðið að karamellu
(passaðu að hræra reglu-
lega). Láttu suðuna koma
upp og sjóða í 4 mínútur.
3. Settu poppið á tvær bökun-
arplötur og hafðu inni í ofni
þar til karamellan er til.
4. Taktu karamelluna af hit-
anum, settu matarsóda og
vanilludropa út í og helltu yfir
poppið.
5. Settu poppið inn í heitan
ofninn og á 15 mínútna fresti
í klukkustund skaltu nota
sleif til að hræra í poppinu.
Láttu poppið kólna áður en
þú setur það í krukku.
Frábært í hvaða boð sem er
og geymist vel í þéttri krukku!
FRÆGIR FRUMSÝNINGARGESTIR
Komdu með gömlu hlaupaskóna þína,
við tökum þá upp í nýja á kr. 1000
og komum þeim gömlu á
Rauða krossinn.
RISA
ÍÞRÓTTAMARKAÐUR
Laugardag og sunnudag frá kl. 10.00 - 18.00 verður
stóri íþrótta- og útivistarmarkaðurinn haldinn á ný
í Laugardalshöll. Markaðurinn verður í gangi þessa
einu helgi og eftir miklu að slægjast.
Fullt af merkjavöru á frábæru verði s.s. skór og
fatnaður frá ASICS, HUMMEL, REEBOK, TEVA,
CASALL og UNDER ARMOUR, NORTH ROCK o.fl.
Komdu og gerðu frábær kaup á
alla fjölskylduna.