Fréttablaðið - 31.08.2012, Qupperneq 48
KYNNING − AUGLÝSINGGámar & gámaþjónusta FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 20124
GÁMAFLUTNINGAR UM HEIMSHÖFIN
Gámaflutningar á sjó hafa verið
stundaðir í áratugi milli heimsálfa.
Umfang gámaflutninga er gríðarlegt
og gera má ráð fyrir að á hverjum degi
séu milli fimm og sex milljón gámar í
flutningi á sjó um allan heim. Að meðal-
tali dettur um einn gámur í sjóinn á
hverjum klukkutíma allt árið um kring
en talið er að um 10.000 gámar týnist á
hverju ári með þessum hætti.
Hefðbundinn gámur er 6,1 metri á
lengd, 2,44 metrar á breidd og 2,59
metrar á hæð. Nokkur stærstu gáma-
flutningaskip heims taka yfir 10.000
gáma hvert. Stærst þeirra er Emma
Maersk sem er í eigu danska fyrirtækis-
ins APM-Maersk og tekur um 15.200-
15.550 gáma.
Stærstu gámaflutningafyrirtæki heims
eru APM-Maersk frá Danmörku með
16% hlutdeild af heimsmarkaði. Næst
er Mediterranean Shipping Company
sem hefur aðsetur í Sviss. Þriðja stærsta
fyrirtækið er CMA CGMC Group frá
Frakklandi með rúmlega 8% markaðs-
hlutdeild. Öll fyrirtækin ráða yfir fjölda
gámaflutningaskipa sem taka frá átta
þúsund gámum hvert.
STARBUCKS Í GÁMUM
Bandaríska kaffihúsakeðjan
Starbucks opnaði í vetur kaffihús í
Tukwila í Washington sem smíðað
er úr gámum. Hugmyndin að
gámahúsinu varð til í höfuð-
stöðvum Starbucks í Seattle en
útsýnið frá skrifstofunum er
yfir geymslusvæði fyrir notaða
flutningagáma. Kaffihúsið var
byggt úr fjórum gömlum gámum
og er fyrsta kaffihús Starbucks
þessarar gerðar en allar líkur eru
á að þau verði fleiri, þó kaffihús
keðjunnar hafi fram að þessu
öll haft sama yfirbragð. Gáma-
kaffihúsið hefur vakið talsverða
athygli og fékk Starbucks meðal
annars verðlaunin Good Design
is Good Business sem veitt eru af
Architectural Record. Sjá nánar á
www.smithsonian.com
GÁMAR SEM SJÚKRAHÚS
Gámar eru mjög hentugir sem
færanleg hús og hafa verið inn-
réttaðir sem sjúkrahús víða um
heim. Gámarnir eru sterkbyggðir
og ódýrir í framleiðslu. Til eru
heilu skurðstofurnar sem byggðar
eru innan í slíkum gámum með
öllum þeim tækjum og tólum
sem til þarf. Þeim er svo einfald-
lega siglt, ekið eða flogið þangað
sem þeirra er þörf. Árið 2010 voru
slíkir gámar til að mynda sendir til
Haítí eftir að jarðskjálftinn reið þar
yfir. Fjöldi bygginga, þar á meðal
sjúkrahús, eyðilögðust og voru
sjúkragámarnir því kærkomin og
skjót leið til að veita nauðsynlega
þjónustu. Gámasjúkrahús eru
einnig oft notuð á herstöðvum
sem komið er upp víða um heim.
GÁMAR Á FERÐ
Stærsta umskipunarhöfn
heims er í Sjanghæ í Kína. Höfnin
samanstendur af fimm svæðum
og er bæði með aðgengi að hafi
og Yangtze-ánni. Rúmlega 29
milljónir gáma fara um höfnina
á hverju ári. Af ellefu stærstu
umskipunarhöfnum heims eru sjö
í Kína. Hinar fjórar eru í Singapúr,
Suður-Kóreu , Hollandi og Sam-
einuðu arabísku furstadæmunum.
Fjórar stærstu hafnirnar skera sig
töluvert úr hópnum þegar kemur
að fjölda gáma sem er umskipað
en rúmlega 100 milljón gámum
er umskipað í þessum höfnum.
TAKTU GRÆNA SKREFIÐ MEÐ OKKUR
Moltugerðarílát
Vertu umhverfisvinur og búðu
til þína eigin gróðurmold
spjallaðu við ráðgjafa í síma 577 57 57
eða á netfanginu gamur@gamur.is
TILBOÐ
19.900 Kr
Moltugerðarílát
Vertu umhverfisvinur og búðu
til þína eigin gróðurmold
spjallaðu við ráðgjafa í síma 577 57 57
eða á netfanginu gamur@gamur.is