Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2012, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 01.09.2012, Qupperneq 2
1. september 2012 LAUGARDAGUR2 BORGARMÁL „Enginn listamaður er sáttur við að verk hans séu sýnd í öðru en sínu rétta formi enda kveða lög á um að sé listaverk haft til sýnis í skemmdu eða biluðu ástandi, sé það brot á sæmdarrétti,“ segir myndlistarkonan Rúrí. Ekk- ert vatn hefur leikið um vatnslista- verk hennar Fyssu í Grasagarðinum í Laugardal eftir að dælubúnaður þess bilaði í byrjun sumars. Vatns- gangurinn gegnir lykilhlutverki í verkinu og án hans er ásýnd þess gjörbreytt. Verkið er í eigu Reykjavíkur- borgar en í umsjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eiríkur Hjálmars- son, upplýsingarfulltrúi OR, segir að dæla í tækjarými hafi bilað og vatn lekið í tölvustýringar og aðrar dælur. Tjónið sé verulegt en hafi ekki verið metið til fjár. Ekki sé gert ráð fyrir viðgerð á verkinu í áætlunum OR. „Orkuveitan einbeitir sér nú að grunnþjónustu við íbúa. Það er verið að spara.“ Knútur Bruun, lögmaður Sam- taka íslenskra myndlistarmanna, tekur undir með Rúrí og bendir á að samkvæmt 4. grein höfundar- laga sé óheimilt „að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höf- undarsérkenni.“ „Sú grein á tvímælalaust við í þessu tilfelli því án vatnsgangsins er verkið allt annað,“ segir hann. Knútur telur engan vafa leika á því að borgaryfirvöldum sé skylt að lagfæra verkið, fyrir því séu dómafordæmi. „Sé verk sett upp á opinberum stað af opinberum aðila ber honum skylda til að sjá um viðhald á verkinu og að sjálfsögðu lagfæra skemmdir eða bilanir.“ Eiríkur segir skiljanlegt að Rúrí sé ósátt við ástand verksins en á hinn bóginn sé Fyssa ávallt vatns- laus á veturna. Hann kveðst hins vegar ekki hafa heyrt það sjónar- mið áður að sparnaður í rekstri OR geti falið í sér brot á höfundar- lögum og vísar á Reykjavíkurborg. „Rekstur verksins hefur verið í umræðu milli OR og Reykja- víkurborgar, eiganda verksins. Ef rök listakonunnar fá staðist kann að vakna sú spurning hvort rétt sé að hylja Fyssu meðan hún er vatnslaus. Eigandi verksins hlýtur þá að þurfa að koma að slíkri ákvörðun.“ bergsteinn@frettabladid.is Gjöf til borgarinnar Vatnsveitan færði Reykjavíkurborg listaverkið Fyssu að gjöf árið 1995 að undangenginni hugmyndasamkeppni þar sem tillaga Rúríar var hlutskörpust. Verkið samanstendur af sjö metra háum steindröngum sem rísa upp úr þriggja metra djúpri gjá en um þá leikur sífellt og síbreytilegt vatnsrennsli sem stjórnað er með flóknum dælu- og tölvubúnaði. Sigrún, ætlið þið að framleiða sætan ilm velgengninnar? „Já, í orðins fyllstu merkingu því það vill þannig til að ilmurinn sem nú kemur á markað verður sætur.“ Sigrún Lilja Guðjónsdóttir er meðhöf- undur sjálfs- hjálparbókar- innar The Success Secret (Leyndarmál velgengninnar) sem fór beint í annað sæti á metsölulista Amazon.com. SPURNING DAGSINS Biluð dæla brýtur á höfundarrétti Rúríar Vatnslistaverkið Fyssa eftir Rúrí í Grasagarðinum er vatnslaust eftir að dælu- búnaður þess bilaði í sumarbyrjun. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar en í umsjá Orkuveitunnar sem segir viðgerð of dýra. Brot á höfundarrétti segir Rúrí. LISTAKONAN RÚRÍ MEÐAN VATN LÉK Í LYNDI Vatns- gangurinn leikur lykilhlutverk í verkinu en rennslið á að vera síbreytilegt eins og í náttúrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FYSSA Dæla í tækjarými bilaði með þeim afleiðingum að vatn komst í tölvustýringarkerfi. Ekkert vatn hefur því leikið um verkið í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Skráðu þig núna í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Vertu með í kvennaleikfimi! Gamla góða leikfimin fyrir allar konur sem vilja auka styrk og vellíðan • Þri og fim kl. 10:00 • Hefst 11. september - 4 vikur • Verð kr. 12.900 kr. eða 9.900 í áskrift • Þjálfari er Árndís Hulda, íþróttafræðingur SJÁVARÚTVEGUR Eftirlits- og sjó- mælingabáturinn Baldur hefur í sumar verið notaður við sam- eiginlegt fiskveiðieftirlit Land- helgisgæslunnar og Fiskistofu. Eftirlitinu er þannig háttað að eftirlitsmenn Fiskistofu fara um borð í bátana, fara yfir veiðar- færi, afla, lögskráningu, sam- setningu afla og afladagbækur. Hjá grásleppubátum er einnig kannaður netafjöldi, sem má vera 100 net á hvern lögskráðan skipverja um borð. Landhelgisgæslan hefur umsjón með Baldri, leggur til mannskap og búnað vegna hans. - shá Samstarf LHG og Fiskistofu: Sjómælingabát- ur við eftirlit ÖRYGGISMÁL Flugsveit portúgalska flughersins hefur nú í tvær vikur annast loftrýmisgæslu Atlants- hafsbandalagsins við Ísland. Um helgina verður skipt um áhöfn Portúgala hér á landi en verkefnið er í samræmi við loftrýmisgæslu- áætlun NATO fyrir Ísland. Alls munu á milli sextíu og sjö- tíu liðsmenn portúgalska flug- hersins taka þátt í verkefninu og á meðan eru þeir með sex F-16 orr- ustuþotur. Ráðgert er að verkefnið verði unnið með sama fyrirkomulagi og áður og í samræmi við samn- inga sem í gildi eru, því ljúki um miðjan september. - shá Loftrýmisgæsla Portúgala: Skipt um áhöfn á sex herþotum F-16 HERÞOTUR Verkefni portúgalska flughersins lýkur um miðjan mánuðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn skiluðu samtals 34,7 milljarða króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins. Hagnaður Arion banka nemur 11,2 milljörðum króna, milljarði meira en á sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 18,8% samanborið við 20,3% á sama tímabili árið 2011, að því er fram kom í uppgjöri bankans sem birt var í gær. Íslandsbanki skilaði 11,6 milljarða króna hagnaði og Landsbankinn skilaði 11,9 millj- örðum. - sv Hagnaður Landsbanka minni: Högnuðust um 35 milljarða STJÓRNSÝSLA Fái bæjarstjórn Vest- mannaeyja ekki forkaupsrétt á skipum sem selja á úr sveitar- félaginu verður farið með málið fyrir dómstóla. Þetta kemur fram í tilkynningu bæjarins. Vísað er í lög um stjórn fiskveiða. Bæjarstjórnin fundaði í hádeg- inu í gær þar sem fjallað var um sölu Bergs/Hugins, eins stærsta útgerðarfélagsins í Eyjum. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að sölu útgerðarinnar fylgi þungt högg á atvinnulífið í bænum. Á fundinum var bæjarstjór- anum falið að óska eftir forkaups- réttartilboðum í skipin. Berist þau ekki fer málið fyrir dómstóla. - bþh Sala útgerðarfélags frá Eyjum: Sveitarfélagið fái forkaupsrétt FÓLK Matthias Vogt, þyrlueigandi og flugmaður, ætlar að selja fis- þyrlu sína hérlendis. Hann flaug henni ásamt Markusi Nescher, félaga sínum, hingað til lands í lok júlí og hafa þeir ferðast um landið síðan. Vísir.is fjallaði um það á fimmtudag að ævintýra mennirnir frá Liechtenstein hefðu tekið elds- neyti á bensínstöð Atlantsolíu í Hveragerði. Það hafa þeir raunar gert um allt land í sumar enda er þyrlan svo létt að hægt er að ýta henni upp að dælunni. Íslenskir þyrlueigendur hafa margir hverjir rekið upp stór augu þegar Vogt hefur flogið yfir, enda slíkar þyrlur sjaldséðar á Íslandi. „Svona grip rekur ekki á fjörur landsmanna á hverjum degi,“ segir Hugi Hreiðarsson en hann er í forsvari fyrir Vogt hér á landi. Þyrlan er af gerðinni Robinson 44 sem er mjög vinsæl meðal lög- reglu og fjölmiðla um allan heim. Hún kostar rúmar tuttugu millj- ónir króna en Vogt flaug henni frá Liechtenstein yfir Ermarsundið og til Hjaltlandseyja og Íslands með viðkomu í Færeyjum. „Þeir eru staddir núna hjá Hala í Suður- sveit og eru í raun veðurtepptir,“ segir Hugi. Seljist þyrlan ekki hér verður hún flutt með Norrænu til baka á meginland Evrópu. - bþh Ferðuðust um Ísland á léttri þyrlu eftir ferðalag frá meginlandi Evrópu: Hyggjast selja þyrluna hérlendis YFIR JÖKLINUM Matthias Vogt og Markus Nescher hafa ferðast um allt land á þyrlunni. Fólk hefur því víða rekið upp stór augu. MYND/MARKUS NESCHER DÓMSMÁL Ákærðu í Vafningsmál- inu, Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guð mundur Hjaltason, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, kröfðust þess fyrir dómi í gær að málinu yrði vísað frá. Í máli Óttars Pálssonar, verj- anda Lárusar, kom fram að rann- sóknin í aðdraganda ákæru væri haldin slíkum annmörkum að ekki væri hægt að reka málið áfram. Lárus og Guðmundur eru ákærð- ir fyrir umboðssvik. Báðir sátu í áhættunefnd Glitnis þegar bank- inn veitti Milestone tíu milljarða lán. Með því eru þeir sagðir hafa stefnt bankanum í stórfellda hættu rúmu hálfu ári áður en hann féll. Óttar sagði tvo lögreglumenn, sem unnu að rannsókn málsins fyrir hönd embættis sérstaks sak- sóknara, hafa haft fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Þeir hefðu báðir komið að upphafi rannsókn- arinnar en látið af störfum hjá hinu opinbera og átt frumkvæði að vinnu fyrir þrotabú Milestone. Afstaða dómara til frávísunar- kröfunnar verður birt á næstu dögum. Frávísun málsins veltur á því hvort lögreglumennirnir hafi stýrt rannsókn málsins í ákveðinn farveg og hvort þeir hafi verið vanhæfir til að rannsaka málið. - bþh Segja mikla annmarka á rannsókn Vafningsmálsins og rannsakendur vanhæfa: Krefjast frávísunar frá dómi Magnús Bjarnfreðsson, fyrr- verandi fréttamaður Ríkis- sjónvarps- ins, lést á fimmtudag. Hann var 78 ára, fædd- ur þann 9. febrúar árið 1934. Eftir- lifandi eigin- kona hans er Guðrún Árnadóttir og áttu þau saman fjögur börn. Magnús var annar tveggja fyrstu fréttamanna Ríkis- sjónvarpsins sem hófu störf árið 1965. Áður starfaði hann sem blaðamaður á Fálkanum, Frjálsri þjóð og Tímanum. Eftir störf sín hjá sjónvarpinu varð hann bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn í Kópa- vogi. Magnús greindist með krabbamein fyrir fjórum árum. Hann var fluttur á líknar deild fyrir tveimur vikum, þar sem hann lést. Magnús Bjarn- freðsson látinn LÁRUS WELDING GUÐMUNDUR HJALTASON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.