Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 102
1. september 2012 LAUGARDAGUR74 sport@frettabladid.is FRJÁLSAR ÍR-ingar bundu enda á tuttugu ára bikarlausa tíð árið 2009 þegar liðið sigraði í heildar- stigakeppninni. Þá sigraði kvenna- lið félagsins einnig en báðir bikar- arnir hafa síðan verið í varðveislu ÍR-inga. Á Akureyri um síðustu helgi urðu karlarnir einnig hlut- skarpastir og því fullt hús hjá Breiðhyltingum í fyrsta sinn í 27 ár. „Við höfum staðið okkur lang- best í unglingastarfinu á undan- förnum tíu árum. Þess vegna höfum við síðustu ár verið að sigla fram úr öðrum félögum í meist- araflokknum. Við höfum unnið unglingameistaramót 15-22 ára með yfirburðum undanfarin níu ár, bæði innanhúss og utan,“ segir Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, en ekki er langt síðan útlitið var vægast sagt svart hjá ÍR-ingum. „Við lentum í fjárhagsvand- ræðum árið 1999 og vorum orðin stórskuldug. Við misstum besta fólkið okkar í burtu og byrjuðum upp á nýtt,“ segir Þráinn en deildin hefur verið rekin með hagnaði frá árinu 2000 og er skuldlaus. Lögð var áhersla á að hlúa vel að yngri iðkendum enda hafði deildin ekki tök á að halda úti sterkum meistara flokki. Iðkendum hefur síðan fjölgað úr sjötíu í 600 en Þráinn segir afar góða fjölskyldu- stemmingu ríkja í félaginu. Allir æfa á eigin forsendum „Við sinnum ekki aðeins þeim sem okkur sýnist geta orðið afreks- menn. Við leggjum mikla rækt við alla sem vilja æfa hjá okkur. Þannig sköpum við miklu fleiri einstaklingum tækifæri til að æfa sína íþrótt á eigin forsendum,“ segir Þráinn og nefnir einnig stóran hóp fólks sem aðstoðar félagið á ýmsan hátt í sjálfboða- liðastarfi. „Það eru yfir 300 manns sem koma að verkefnum hjá okkur yfir árið. Ég er ekki að skjóta út í loftið því þetta er allt skráð hjá okkur. Við getum leitað til þeirra þegar við höldum fjölmenn innanhúss- mót með 800-900 keppendum. Þá köllum við til foreldra krakkanna sem keppa. Þeir koma og mæla, raka í sandgryfjunni og starfa á annan hátt við mótið,“ segir Þráinn en í stað þess að keppendur úr ÍR greiði þátttökugjald skaffa þeir starfsmann við mótið. Á meðan allt virðist í blóma hjá ÍR-ingum tekur Þráinn undir að frjálsar íþróttir eigi undir högg að sækja hér á landi sem víðar. Aðeins fimm lið tóku þátt í bikar- mótinu um liðna helgi en sú var tíðin að keppt var í þremur sex-liða deildum. Þráinn segir það reynast mörgum liðum erfitt að manna allar 37 greinarnar sem keppt er í á mótinu en nefnir einnig til sög- unnar fækkun iðkenda í sveitum landsins. „Þar hefur frjálsíþróttafólk allt- af haft trygga stöðu. Með fækkun fólks í sveitunum minnkar mögu- leiki á að halda úti liðum á lands- byggðinni,“ segir Þráinn en vanda- málið er þó ekki einskorðað við sveitina. Ármann og Fjölnir, hin Reykjavíkurfélögin, sem ásamt ÍR hafa aðstöðu í frjálsíþróttahöll- inni í Laugardal, sendu ekki lið til keppni í ár en félögin hafa oftar en ekki sameinað krafta sína á stærri mótum. Vandamálið sé stærra en hægt sé að finna lausn á í snar- heitum. Þrautreynd sveit þjálfara Þráinn leggur áherslu á hve miklu máli skipti að hafa reynslumikla, áhugasama, og vel menntaða þjálf- ara. Þjálfararnir eru alls þrjátíu en tíu þjálfarar koma að þjálfun meistaraflokksins. „Við höfum smátt og smátt fjölg- að iðkendum og búið til æfinga- hópa á hverju sviði sem getur verið hjá sérhæfðum þjálfara. Það þarf að vera grundvöllur fyrir ráðningu þjálfara, nógu margir iðkendur sem greiða æfingagjöld svo hægt sé að borga þjálfurunum einhverja þóknun,“ segir Þráinn og bætir við að þótt launin séu ekki há séu þau eitthvað. Þjálfarasveit ÍR-inga telur ekki ómerkari menn en Ólympíufara og Íslandsmeistarahafa á borð við Einar Vilhjálmsson, Pétur Guð- mundsson, Þóreyju Eddu Elís- dóttur auk Þráins og konu hans Þórdísar Gísladóttur. Þórdís hélt á síðasta ári kynningu á starfi deildarinnar á ráðstefnu á vegum Frjálsíþróttasambands Evrópu. Fimm félög sem vakið höfðu athygli innan geirans voru beðin um að kynna starf sitt. „Fólki þótti með ólíkindum að við værum með 600 iðkendur og þrjátíu þjálfara á launum. Það þótti gríðarlega stórt hjá 300 þús- und manna þjóð,“ segir Þráinn og nefnir til samanburðar að fjöl- mennasta félag Noregs telji 250 iðkendur og það stærsta í Kanada sé áþekkt frjálsíþróttadeild ÍR að stærð. Bikararnir þrír marka tímamót hjá ÍR. Fjögur ár eru í Ólympíu- leikana í Ríó og segir Þráinn nauðsynlegt að setja ný fjögurra ára markmið hvort sem litið sé til barna- og unglingastarfs, meist- araflokks, afreksstarfs, almenn- ingsíþrótta, sjálfboðaliðastarfs eða mótahalds. kolbeinntumi@365.is ÍSLAND fær sitt besta tækifæri til að vinna heimaleik í undankeppni EM í körfubolta á morgun þegar Slóvakar koma í heimsókn í Laugardalshöllina. Slóvakar hafa tapað öllum sex leikjum sínum í keppninni og íslensku strákarnir unnu sex stiga sigur í fyrri leik þjóðanna í Slóvakíu (81-75). Leikurinn í Laugardalshöllinni hefst klukkan 15.45 í dag. Fjöldi iðkenda og sjálfboðaliða hjá ÍR nálgast eitt þúsund manns. ÞRÁINN HAFSTEINSSON 900 Frá gjaldþroti til gullverðlauna ÍR-ingar urðu um síðustu helgi þrefaldir bikarmeistarar í frjálsíþróttum í fyrsta skipti síðan 1985. Margt hefur breyst hjá frjálsíþróttadeildinni sem varð gjaldþrota árið 2000 en er nú langfjölmennust á landinu. SIGURHRINGUR ÍR-ingar hafa fagnað sigri á bikarmóti FRÍ síðustu þrjú ár. MYND/BJÖRN GUÐMUNDSSON DVD VERÐ AÐEINS KR Kræsingar & kostakjör GOLF Lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi, Síma-mótið, hófst í morgun á Grafarholtsvelli í Reykjavík. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Góð þátttaka er í mótinu og ellefu af alls tuttugu efstu á stigalistanum í karla- flokki eru á meðal keppenda. Hámarksfjöldi kepp- enda er 84 kylfingar í karlaflokki og komust ekki allir að sem vildu. Hörð barátta er um stigameistaratitilinn hjá bæði körlum og konum. Haraldur Franklín Magnús úr GR, tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili, er í efsta sæti á stigalista karla með 5266,43 stig. Haraldur verður hins vegar ekki með í mótinu um helgina en hann hélt nýverið til náms í Bandaríkjunum. Hlynur Geir Hjartarson, úr GOS, er með pálmann í höndunum í karlaflokki með 5157,50 stig. Andri Þór Björnsson úr GR er þriðji en hann verður ekki með um helgina. Þórður Rafn Gissurarson úr GR kemur í 4. sæti og hann og Rúnar Arnórsson úr GK eru þeir einu sem geta náð Hlyni að stigum. Í kvennaflokki verður baráttan um stigameistara- titilinn á milli Signýjar Arnórsdóttur og Guðrúnar Brár Björgvinsdóttur – báðar úr Keili. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í efsta sæti með 6002,50 stig en hún verður ekki með í lokamótinu þar sem hún hefur haldið til Bandaríkjanna í nám. Signý er önnur með 5892,50 stig en Guðrún Brá í þriðja sæti með 5241,25 stig. Fari Signý með sigur af hólmi í Grafar- holti verður hún einnig stigameistari. Keppni hófst kl. 7.30 í morgun eins og áður segir og eru keppendur ræstir út af 1. og 10. teigi. Síðari umferð dagsins hefst kl. 12.30 og er einnig ræst út af 1. og 10. teigi. - seth Eimskipsmótaröðinni í golfi lýkur í dag á Grafarholtsvelli: Barist um stigameistaratitilinn 1. deild karla KA - Þróttur 1-0 1-0 Brian Gilmour (66.) ÍR - Haukar 0-2 0-1 Brynjar Benediktsson (14.), 0-2 Aron Jóhanns- son (86.). STAÐA EFSTU LIÐA Þór 18 12 2 4 34-19 38 Víkingur 18 10 2 6 26-17 32 Haukar 19 8 6 5 21-20 30 Fjölnir 18 7 8 3 37-19 29 KA 19 8 5 6 32-26 29 Þróttur 19 7 6 6 25-24 27 NÆSTU LEIKIR Víkingur R. - Þór í dag kl. 14.00 Fjölnir - Höttur í dag kl. 14.00 BÍ/Bolungarvík - Víkingur Ó. í dag kl. 14.00 Tindastóll - Leiknir í dag kl. 14.00 Ofurbikar UEFA Chelsea - Atletico Madrid 1-4 0-1 Radamel Falcao (7.), 0-2 Radamel Falcao (19.), 0-3 Radamel Falcao (45.), 0-4 Joao Miranda (60.), 1-4 Gary Cahill (74.) Sænska B-deildin Halmstad - Brage 4-0 Kristinn Steindórsson skoraði eitt mark fyrir Halmstad og Guðjón Baldvinsson lagði upp annað. Báðir léku allan leikinn. ÚRSLIT SPENNA Signý Arnórsdóttir verður í baráttu um stigameistara- titilinn í kvennaflokki í dag. MYND/GSÍ ÓL 2012 Allir fjórir íslensku kepp- endurnir voru í eldlínunni á Ólympíumóti fatlaðra í gær. Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir náði besta árangri þeirra þegar hún komst í úrslit í langstökki og hafnaði þar í áttunda sæti. Lengst stökk hún 4,08 m sem er nálægt hennar besta árangri. Jón Margeir Sverrisson náði sínum besta árangri í 100 m bak- sundi en kom síðastur í mark í undanrásum í gær. Kolbrún Alda Stefánsdóttir keppti í sömu grein og varð í fjórtánda sæti. Hún var skammt frá sínu besta. Helgi Sveinsson keppti svo í langstökki en var langt frá besta árangri sínum. Hann stökk 4,25 m og hafnaði í tíunda sæti. - esá Ólympíumót fatlaðra: Matthildur komst í úrslit MATTHILDUR Náði góðum árangri í langstökki í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.