Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 98
1. september 2012 LAUGARDAGUR70
FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20
2. sýn: Föstudaginn 26. október
3. sýn: Laugardaginn 27. október
4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember
5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember
6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember
Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is
WWW.OPERA.IS
Rokksveit Jonna Ólafs
skemmtir á Kringlu Kránni
helgina 31. ágúst 1. sept.
Öll gullaldarlögin með
Stones-Bítlunum-Kinks ofl.
Sjáumst Hress !
„Við ætlum að spila lög í anda
geimferða og kveðja þennan
mikla Íslandsvin með stæl,“
segir Ásgeir Andri Guðmunds-
son, viðburðastjóri á Mánabar,
en kveðju partí fyrir geimfarann
Neil Armstrong verður haldið
þar í kvöld.
Armstrong lést þann 25.
ágúst síðastliðinn, þá 82 ára
að aldri, en hann var frægur
fyrir að hafa árið 1969 verið
fyrsti maðurinn til að stíga fæti
á tunglið. Ásgeir Andri segir
þá á Mánabar hafa þótt viðeig-
andi að kveðja geimfarann og
heiðra minningu hans á nýopn-
uðum skemmtistað sínum sem
kennir sig við sjálft tunglið.
„Það er eins og að koma út í
geim að koma inn á Mánabar. Ef
það hefði verið smíðuð geimstöð
á þeim tíma sem við bjuggum
í torfbæjum er ég viss um að
hún hefði litið út alveg eins og
innviðir barsins,“ segir Ásgeir
sannfærandi.
Ásgeir Andri lofar miklu fjöri
á barnum og hvetur alla sem vilja
minnast geimfarans og amerísku
þjóðarhetjunnar til að mæta. - trs
Neil kvaddur
GEIMFARAR Á MÁNABAR Íslandsvinur-
inn Neil Armstrong lést þann 25. ágúst
síðastliðinn. NORDICPHOTOS/AFP
„Ævintýrið byrjaði með því að
okkur var boðið að spila á Ítalíu,“
segir Guðbjörg Tómasdóttir sem
skipar íslensk-sænska nýkántrí-
dúettinn My Bubba & Mi ásamt
sænska lestarstjóranum My Lar-
dotter.
Þrátt fyrir þjóðerni sín flokka
þær sig sem nokkuð danska hljóm-
sveit og hafa spilað um heiminn
undanfarin fjögur ár. Fyrsta
þessa mánaðar gaf Kimi Records
út hljómplötu þeirra Wild & You og
fagna þær áfanganum með útgáfu-
tónleikum í Norræna húsinu í
kvöld kvöld klukkan níu. Tónlistar-
konan Sóley flytur einnig perlur
sínar á tónleikunum.
„Þetta byrjaði allt fyrir fjór-
um árum. Við áttum tvö lög og
ákváðum að spila á „open mic“-
kvöldi í Kaupmannahöfn. Þar
gekk ítalskur kaffihúsa eigandi
fram hjá og vildi fá okkur til að
spila hjá sér. Við ákváðum að fara
og skrifuðum tíu lög á einni viku.
Þegar út var komið leiddi eitt af
öðru og okkur var boðið að taka
upp plötu á Ítalíu,“ segir Guðbjörg
um sögu dúettsins. „Brátt bættist
við hollenskt útgáfufyrirtæki og
annað þýskt og við fórum að túra
um Evrópu og Bandaríkin.“
Á sama tíma héldu þær fáa tón-
leika heima, það er á Íslandi og
Danmörku, en eru að bæta úr því
þessa stundina. „Áramótaheitið
var að spila meira heima hjá okkur.
Við erum líka að vinna í danskri
útgáfu og höfum verið að túra þar.
Svo við erum að vinna í áramóta-
heitinu okkar,“ segir Guðbjörg og
bætir við að þær spili á Iceland
Airwaves-hátíðinni.
Aðgangseyrir á tónleika þeirra
og Sóleyjar er einungis 1.500 kr. og
fer miðasala fram við hurð.
- hþt
Hétu því að spila
meira heima
MY BUBBA & MI Íslensk-sænski nýkántrídúettinn My Bubba & Mi varð óvænt að
hljómsveit þegar ítalskur kaffihúsaeigandi heyrði tónsmíðar hans á „open mic“-
kvöldi.
Á mánudaginn hefjast
árlegir stuttmyndadagar í
Reykjavík í Bíó Paradís.
Sýningar á árlegum stuttmynda-
dögum fara fram dagana 3.-4. sept-
ember í Bíói Paradís en þar verð-
ur keppt um bestu stuttmyndina
og fá þrjár efstu myndirnar pen-
ingaverðlaun. Einnig fær sigur-
vegarinn boð á Short Film Corner
á Cannes-hátíðinni á næsta ári.
Dómnefndin í ár er vel skipuð
sem endranær. Hana skipa þau
Ísold Uggadóttir kvikmyndaleik-
stjóri, Ingvar Þórðarson kvik-
myndaframleiðandi og Örn Marínó
Arnarsson kvikmyndagerðarmað-
ur.
Stuttmyndadagar hafa verið
haldnir í Reykjavík frá árinu 1992
og notið mikilla vinsælda, sérstak-
lega meðal ungs fólk og þeirra sem
eru að stíga sín fyrstu skref í kvik-
myndagerð.
Meðal þeirra leikstjóra sem hafa
sýnt sín fyrstu verk á stuttmynda-
dögum í Reykjavík eru Reynir
Lyngdal, Gunnar B. Guðmunds-
son, Ragnar Bragason og Rúnar
Rúnarsson.
Stuttmyndadagar
hefjast í Reykjavík
Little Bit – Halla Mía
Caught – Sigurður Unnar Birgis-
son
Eva – Gígja Jónsdóttir
Frelsi? – Ingólfur Arnar Björnsson
Grafir og bein – Anton Sigurðs-
son
Kalli Klappsen – Ágúst Elí
Ásgeirsson og Jakob van Oos-
terhout
Máltíðin – Óskar Bragi Stefánsson
Stuðtækið – Sigurður Hannes
Ásgeirsson og Barði Stefánsson
Mission to Mars – Haukur M
Móðir – Ingimar Elíasson
Par – Brúsi Ólason
Requiem – Guðni Líndal
Benediktsson
Stormur – Guðni Líndal Bene-
diktsson
Svartar kistur – Natan Jónsson
Til hamingju – Guðni Líndal
Benediktsson
Undying Love – Ómar Örn
Hauksson
MYNDIR Á STUTT-
MYNDADÖGUM
UNGIR STÍGA SÍN FYRSTU SKREF Stuttmyndadagar í Reykjavík fara fram í Bíói Paradís
dagana 3.-4.september.