Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 80
1. september 2012 LAUGARDAGUR52 Hvað ertu gömul? Ég er að verða sjö ára. Ertu mikill lestrarhestur? Já. Hvenær lærðir þú að lesa? Í fyrsta bekk. Hvað er skemmtilegt við að lesa bækur? Það eru skemmtilegar sögur. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í upp- áhaldi hjá þér? Bókin Geimveran sem ég las í fyrsta bekk. Hvers lags bækur þykja þér skemmti- legastar? Fyndnar bækur. Hvaða bók lastu síðast og hvernig var hún? Lesum og lærum, hún er skemmtileg. Í hvaða hverfi býrð þú? Seljahverfi. Í hvaða skóla gengur þú? Ölduselsskóla. Hvaða námsgrein er skemmtilegust? Útileikir í íþróttum. Hver eru þín helstu áhugamál? Fimleikar og mér finnst líka skemmtilegt að baka. krakkar@frettabladid.is 52 Elísabet Harðardóttir SÁ HLÆR BEST … Einar Áskell er íslenskum krökkum vel kunnur enda hafa margar bækur verið gefnar út um þennan smellna strák og líf hans. Sú nýjasta heitir Sá hlær best … sagði pabbi og er sú 26. sem höfundurinn Gunnilla Bergström skrifar um hann. Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Drengur kom að ömmu sinni þar sem hún var að tala ofan í umslag. „Hvað ertu að gera amma?“ spurði strákurinn. „Ég er bara að senda talskila- boð,“ svaraði hún um hæl. Kennari: Stafaðu orðið rúm. Drengur: R-ú-m-m. Kennari: Slepptu öðru m-inu. Drengur: Hvoru? Pabbinn: „Nonni minn, hvað ertu að gera með þessa mýflugu?“ Nonni: „Ég ætla að gefa mömmu hana.“ Pabbinn: „Af hverju í ósköp- unum?“ Nonni: „Mig langar svo rosa- lega í úlfalda fyrir gæludýr og þú segir að hún geri alltaf úlfalda úr mýflugu!“ Hver er besti vinur þinn og vin- kona? Allir í Ávaxtakörfunni eru vinir mínir en samt erum við Rauða eplið, Eva appelsína og Mæja jarðarber bestu vinkonur. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Mér finnst rosalega gaman í sundi og ég er gulrótameistari í bak- sundi innanhúss, en svo er ég líka áhugagulrót um flugur. Áttu þér uppáhaldslag? Já, ég held mikið upp á Í réttu ljósi sem er í Ávaxtakörf- unni, af því að ég er svo réttsýn og vil að allir lifi í sátt og samlyndi og standi hver með öðrum. Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Ætli ég verði ekki að segja appels- ínugulur, en grænn er líka voðalega fallegur. Ef þú mættir ráða öllu í einn dag hvað myndir þú gera? Ég myndi hafa frítt í allar sundlaugar, strætó og flugvélar og halda risatónleika í Hljómskálagarðinum. Hvort heldurðu meira upp á rign- ingu eða sól? Sól þegar það er sól og rigningu þegar það rignir. Ég elska bara veðurfarið og horfi á veður- fréttir á hverjum degi. Er gaman að búa í ávaxta- körfunni? Já, það er mjög gaman og hressara lið þar en í grænmetisgeymsl- unni þar sem hinar gul- ræturnar og Kiddi kálhaus frændi minn búa. Svo er svo góð lykt í Ávaxtakörfunni … nema þegar Immi ananas prumpar. Hefurðu séð margar myndir með leikaranum Carrot Top? Ég kann- ast ekki við hann. Ég þarf að fara að fletta upp í gulrótakjaftasögu- blaði til að sjá hver þetta er. Hefurðu siglt í gulum kafbáti? Já, en hann var svona meira út í app- elsínugult og breyttist í geimskip þegar það var ýtt á þannig takka og ég hef því líka komið í appelsínugult geimskip, og bíl, og strætó og flug- vél og ég er að safna mér fyrir app- elsínugulu hjóli til að komast hraðar á milli staða. Hvað er það ævintýralegasta sem þú hefur gert? Líf mitt er eitt risa- stórt og litríkt ævintýri og ég myndi segja að það ævintýralegasta sem ég hef gert síðan í gær sé að hafa séð þrjár hænur sitja í gúrkutré og ræða um hvað þær séu að læra í skólanum. Ég veit, ævintýralegt, ekki satt? ELSKA SÓL ÞEGAR ER SÓL OG RIGNINGU ER RIGNIR Gedda gulrót er í sviðsljósinu um þessar mundir ásamt félögum sínum í Ávaxta- körfunni en bíómynd um ævintýri íbúa hennar var frumsýnd í vikunni. Krakka- síðan hafði samband við Geddu og fékk hana til að svara nokkrum spurningum. GEDDA GULRÓT Í réttu ljósi er uppá- haldslagið hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.