Fréttablaðið - 01.09.2012, Page 44

Fréttablaðið - 01.09.2012, Page 44
FÓLK| HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 ENGIN INNTÖKUPRÓF Ásrún Davíðsdóttir, að- stoðarskólastjóri Söng- skólans í Reykjavík, segir námskeiðin henta söng- fólki bæði sem tóm- stundagaman og sem undirbúningur undir frekara söngnám. MYND/ANTON Námskeiðin eru mjög góður undirbúning-ur fyrir frekara söngnám. Þau fara fram utan venjulegs vinnutíma svo fólk getur komið á kvöldin,“ segir Ásrún Davíðsdóttir, aðstoðarskólastjóri Söngskólans í Reykjavík. „Sumir verða svo helteknir að þeir skrá sig í frekara nám í almenna skólanum. En það getur líka verið gott að prófa eitt námskeið áður en fólk festir sig heilan vetur í söngnámi.“ Ásrún segir námskeiðin henta stórum hópi fólks. Margir sem syngja í kór sæki námskeiðin en þau henti einnig þeim sem syngja eingöngu í sturtu og það er ekki krafist neinna inntöku- prófa á námskeiðin. „Það komast allir að. Það er sjaldgæft að ein- staklingar haldi ekki lagi þótt það sé auðvitað til í einstaka tilfellum. Í langflestum tilfellum er þó frekar um skort á þjálfun að ræða og það er hægt að hjálpa viðkomandi,“ segir Ásrún. „Yngstu þátttakendurnir eru á aldrinum fimm- tán til sextán ára og elstu allt upp í sjötugt.“ Söngtímarnir eru einkatímar. Námskeiðið stendur í sjö vikur og mætir nemandinn þá í sjö hálftíma. Farið er í rétta raddbeitingu og söng- lög og túlkun þeirra kennd. Tvisvar á hverju námskeiði hittast allir með píanóleikara og kennara og þjálfast í því að syngja fyrir framan áhorfendur. Ef fólk tekur tvö námskeið í samtals 14 vikur lýkur þeim með söngumsögn og prófi og þátttöku í tónleikum. Inni í námskeiðinu er einnig kennd tónfræði og undirstöðuatriði í nótnalestri. „Það er til dæmis mikill fengur fyrir fólk sem syngur í kór. Fólki finnst heill heimur ljúkast upp fyrir því þegar það áttar sig á því hvað nóturnar þýða,“ segir Ásrún og bætir við að lagaval fari eftir óskum nemandans. „Sumir vilja eitthvað létt meðan aðrir vilja þyngra efni. Kennarinn vinnur eftir óskum hvers og eins.“ SUNGIÐ AF LIST SÖNGSKÓLINN Í REYKJAVÍK KYNNIR Námskeið hefjast eftir helgina. Hægt er að skrá sig á staðnum og gegnum vefsíðu skólans www.songskolinn.is NÁMSKEIÐ Námskeiðin hefjast mánudaginn 3. sept- ember. Hægt er að skrá sig á staðnum en einnig gegnum vefsíðu skólans, www.songskolinn.is. Tekið verður við skráningum fram á mánudag. Heilsudrekinn býður upp á heilsu-qigong í haust sem byggir á 5000 ára kínverskri tækni. „Qi- gong, borið fram „tsí-gong“, er æfinga- kerfi í heilsurækt þar sem fer saman qi, sem merkir „lífskraftur“, og gong, sem merkir „nákvæmar æfingar“. Hver æfing er miðuð að því að hafa áhrif á ákveðna orkustöð líkamans. Sumar stöðvarnar hafa áhrif á hjartað, aðrar á lungun, aðrar á hugann og svo fram- vegis,“ segir Qing. AUKIN VELLÍÐAN OG LÍFSÞRÓTTUR Æfingakerfið miðar að því að sam- eina líkama og sál og flokkast sem hugleiðsluæfingakerfi. Heilsu-qigong byggir á endurteknum líkamsæfingum sem auðvelt er að læra. Æfingarnar miða allar að því að samþætta öndun og einbeitingu. „Heilsu-qigong eykur vellíðan og lífs- þrótt, minnkar blóðþrýsting og bætir hjarta- og æðastarfsemi. Það dregur úr spennu og sársauka, til dæmis liðagigt og eykur súrefnisflæði líkam- ans. Heilsu-qigong hjálpar líka gegn þráhyggju- og áráttuhegðun, þunglyndi og kvíða.“ OPIÐ HÚS Í DAG Námskeið í heilsu-qigong munu hefj- ast eftir helgi og verða opnir tímar í boði á mánudögum og miðvikudögum klukkan korter yfir fimm. Í dag, laugardag, er opið hús í Heilsudrekanum og mun Qing taka á móti gestum og gangandi. „Fólk getur skoðað og fengið upplýsingar um það sem í boði er hjá Heilsudrekanum. Ég er með krakka-kungfu en krakkar geta séð hvernig kungfu-tímar fara fram. Boðið verður upp á að prufa tai chi ásamt fleiru. Heilsudrekinn er líka með alhliða heilsumeðferðir; nudd, kín- versk böð, te svo eitthvað sé nefnt og í dag munum við bjóða alls konar tilboð sem vert er að skoða.“ FIMM ÞÚSUND ÁRA TÆKNI HEILSUDREKINN KYNNIR Dong Qing Guan er eigandi Heilsudrekans í Skeif- unni. Í haust kennir hún heilsu-qigong sem notið hefur sívaxandi vinsælda erlendis, bæði sem heilsubætandi æfingakerfi og sem keppnisgrein. LÍKAMI OG SÁL SAMEINUÐ Heilsu-qigong miðar að því að sameina líkama og sál og flokkast sem hugleiðsluæfingakerfi. HEILSUDREKINN Skeifunni 3j. Nánari upplýsing- ar er að finna á heimasíðunni www. heilsudrekinn.is og á Facebook. ATLAS göngugreining verður á Risa íþrótta- og útivistarmarkaðinum í Laugardalshöll um helgina Skokkhópur Atlas göngugreiningar Sunnudaginn 02 sept. 2012 kl.14.00 verður stofnaður göngu- og skokkhópur með aðsetur í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Æfingar verða á hádeginu alla virka daga Skokkhópurinn er hugsaður fyrir: • Fólk sem hefur lítið eða ekkert hlaupið en langar að prófa • Fólk sem er í yfirvigt og langar að byrja að ganga – og skokka • Fólk sem er með einkenni í stoðkerfinu • Fólk á öllum aldri, stærð og getu Frábær aðstaða, menntaðir þjálfarar og fræðsla í höndum fagfólks. Sérfræðingar Atlas veita þjónustu og ráðgjöf Áttu innlegg sem þú hefur kannski aldrei getað notað eða þau eitthvað að plaga? Komdu með þau, við skoðum þau, pússum og lögum þér að kostnaðarlausu. Áttu hlaupa-, ræktar- eða vinnuskó sem þú veist ekki hvort eru nógu góðir eða henti þér? Komdu með þá, við metum hvort þeir séu í lagi og skoðum með upptökubúnaði hvort þetta séu skórnir sem henta. Setjum tábergspúða í sandala og inniskó – tilboð á hækkunarpúðum, gelinnleggjum o.fl. Komdu og láttu okkur stjana við þig ;) Skráning og upplýsingar um skokkhópinn um helgina í Laugardalshöllinni. Nánari upplýsingar á: www.gongugreining.is Hafdís s. 861 5958 hafdis@slf.is Svanlaug s. 663 9103 svanlaugt@simnet.is Guðný s. 860 1921 dunnahelg@hotmail.com SÍÐDEGISTÍMAR mánudaga og miðvikudaga kl. 17.30 –18.45 Leiðbeinendur: Svanlaug D. Thorarensen og S. Hafdís Ólafsdóttir MORGUNTÍMAR hefjast 25. september þriðjudaga og föstudaga kl. 9.00–10.00 Leiðbeinandi: Guðný Helgadóttir Tíu vikna námskeið hefst 10. september að Hæðargarði 31 Hafdís s. 861 5958 hafdis@slf.i Svanlaug s. 6 3 9103 svanlaugt@simnet.is uðný s. 860 1921 elg@hotmail.com
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.