Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 6
1. september 2012 LAUGARDAGUR6
blús djass sönglögpopp
Tvö erfiðleikastig.
Styrkur og jafnvægi fyrir unga sem aldna
Rétt öndun – Góð slökun
Kennt í Sjúkraþjálfaranum Hafnarfirði.
Byrjar 11. september sími 691 0381
Kristin Björg
Komdu í yoga
SKÓLAMÁL Foreldrar nýnema við
Menntaskólann í Reykjavík (MR)
verða að samþykkja bréflega að
barn þeirra sé tollerað í busaviku
skólans.
Löng hefð er fyrir tolleringunum
í MR en þá bjóða eldri nemendur
nýnema við skólann velkomna með
því að kasta þeim upp í loftið og
grípa. „Þetta er hluti af samstarfi
við foreldra og við erum líka að
beina því til foreldra hver staða
skólans er,“ útskýrir Linda Rós
Michaelsdóttir, rektor skólans.
Dómur féll í Héraðsdómi
Reykjavíkur þar sem starfs-
fólk skólans var dæmt fyrir víta-
vert gáleysi þegar alvarlegt slys
varð í hefðbundnum gangaslag,
sem síðan hefur verið aflagður.
„Maður veltir fyrir sér í hvernig
stöðu skólinn er,“ segir Linda Rós.
„Við verðum að reyna að koma í
veg fyrir að svona slys komi fyrir
aftur og að það sé ekki eingöngu
hægt að herma svona upp á starfs-
menn skólans sem voru þó að sinna
skyldu sinni.“
Linda Rós segist hafa sett
skýrar reglur um hvernig eldri
nemar skuli koma fram við nýnem-
ana. „Ég held að krakkarnir séu
með vitaðir um að þetta sé meira
umgjörðin en innihaldið og ég
geri mér vonir um að þetta verði
skemmtun fyrir alla.“
Misjafnt er milli framhalds-
skóla hvernig tekið er á móti
nýnemum. „Það er ekkert busað
í Versló,“ segir Ingi Ólafsson,
skólastjóri í Verslunarskólanum.
Þar fara elstu nemendurnir með
nýnema í ferð þar sem farið er í
hópleiki og haldin kvöldvaka.
Í Verkmenntaskóla Austurlands
(VA) er sprautað vatni yfir nýnema,
þeir látnir baða sig í slori og ís og
sumir hverjir látnir velta sér í
drullunni á bryggjunni í Neskaup-
stað. Allir fá þó að velja hvort þeir
séu með.
Þórður Júlíusson, skóla meistari
VA, var spurður hvort hann gæti
tekið undir það sjónarmið að í bus-
uninni felist niðurlæging fyrir
nemendurna, óháð því hvað þeim
finnst eðlilegt, og svaraði:
„Eigum við ekki að segja að
þetta sé hefð og hefðir miða ekk-
ert alltaf að því hvað er uppbyggi-
legt. Hefðir skólanna geta haft rétt
á sér þó það sé ekki uppbygging og
menntun sem í þeim felst.“
Þórður tekur einnig fram að
athöfnin sé alfarið undir stjórn
kennara skólans og skólameistara.
„Nýnemarnir hafa látið skoðun
sína í ljós. Þeim þykir þetta pass-
legt og alls ekki harkalegt,“ segir
Þórður. Hann segir engan hafa
kvartað undan meðferðinni.
birgirh@frettabladid.is
Foreldrar fá að ráða
hvort barnið sé busað
Menntaskólinn í Reykjavík vill að foreldrar nýnema við skólann gefi skriflegt
leyfi fyrir því að nemarnir séu tolleraðir. „Hluti af samstarfi við foreldra,“ segir
rektor skólans. Framhaldsskólar taka misjafna afstöðu til nýnemavígslna.
NÝIR KVENSKÆLINGAR Nemendur á fjórða ári í Kvennaskólanum vígðu nýnema
við skólann á miðvikudag. Þeim var aðeins leyft að sulla vatni yfir „busana“.
Nokkrir nýnemar treystu sér ekki í busunina og fylgdust með álengdar.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Umboðsmaður barna hefur ekki fengið neinar ábendingar um að ofbeldi
hafi verið beitt við busavígslur í ár eða í fyrra. Árin 2009 til 2011 sendi emb-
ættið út bréf til skólastjóra allra framhaldsskóla og nemendafélaga þeirra
þar sem brýnt var fyrir þátttakendum að umgangast nýnema sem börn.
„Nemar eru börn þar til þeir ná átján ára aldri og eiga því rétt á þeirri
vernd sem velferð þeirra krefst. Margir eru óöruggir við upphaf skólagöngu
í nýjum skóla og því er tilvalið að nota busadaginn til þess að bjóða nýja
nemendur velkomna á jákvæðan og uppbyggilegan hátt,“ segir í bréfinu
síðan í fyrra og er þetta opinber afstaða umboðsmanns barna.
Nemar eru börn til átján ára aldurs
FRAMKVÆMDIR Enn standa yfir
framkvæmdir á lóð Hörpu,
tónlistarhússins við höfnina í
Reykjavík.
Áður en framkvæmdir hófust
var gerð bráðabirgðauppfyll-
ing norðan hafnargarðsins við
Hörpuna. Bráðabirgða fyllingin
var notuð sem vinnusvæði á
meðan tónlistarhúsið var í bygg-
ingu.
„Þetta er vinnusvæðið sem
sett var upp í upphafi,“ segir
Gísli Gíslason, hafnarstjóri
Faxaflóahafna. Fyllingin er á
vegum Íslenskra aðalverktaka
og Portusar og mun hún hverfa í
fyllingu tímans. - bþh
Svæðið umhverfis tónleikahúsið Hörpu að taka á sig varanlega mynd:
Fyllingin norðan Hörpu fjarlægð
FYLLINGIN RIFIN Ásýnd Hörpu batnar að öllum líkindum þegar landfyllingin er farin,
að minnsta kosti munu þeir sem sjá hana af sjó njóta góðs af. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Eigum við ekki að
segja að þetta sé
hefð og hefðir miða ekkert
alltaf að því hvað er upp-
byggilegt. ÞÓRÐUR JÚLÍUSSON
SKÓLAMEISTARI VA
HEILBRIGÐISMÁL Árið 2011 voru
framkvæmdar 969 fóstureyð-
ingar á Íslandi, sem er svipaður
fjöldi og undangengin ár. Séu
sömu tölur skoðaðar miðað við
hverja 1.000 lifandi fædda má
hins vegar merkja nokkra aukn-
ingu.
Að jafnaði eru gerðar flest-
ar fóstureyðingar hjá 20–24 ára
konum. Árið 2011 varð engin
breyting á því, en tæplega 30%
allra fóstureyðinga það ár voru
hjá konum í þeim aldurshópi.
- shá
Fjöldi fóstureyðinga sá sami:
969 fóstureyð-
ingar í fyrra
EVRÓPA Atvinnuleysi eykst lítillega
í ríkjum Evrópusambandsins, sam-
kvæmt nýjum tölum frá hagstofu
Evrópusambandsins. Rúmlega 25
milljónir manna voru án atvinnu
í júlí.
Alls voru 10,4 prósent íbúa
í ríkjum Evrópusambandsins
atvinnulaus í júlí, sem er sama pró-
sentutala og í júní. Atvinnulausum
fjölgaði um 43 þúsund milli mánað-
anna. Innan evrusvæðisins mælist
atvinnuleysið nú 11,3 prósent, líkt
og í júní, en atvinnulausum fjölgaði
um 88 þúsund í evruríkjunum
sautján milli mánaða.
Atvinnulausum innan Evrópu-
sambandsins hefur fjölgað um
rúmar tvær milljónir manna milli
ára. Atvinnuleysið er mest á Spáni
þar sem það er rúmlega 25 pró-
sent, og í Grikklandi þar sem það
er rúm 23 prósent. Fæstir eru
atvinnu lausir í Austurríki, Hol-
landi, Þýskalandi og Lúxemborg.
Miðað við stöðuna fyrir ári hefur
atvinnuleysi aukist í 16 ríkjum,
minnkað í 10 og haldist stöðugt í
Slóveníu. Atvinnuleysi minnkaði
mest í Eistlandi, Lettlandi og Lit-
háen en jókst mest í Grikklandi, á
Spáni og á Kýpur. - þeb
Atvinnulausum innan ESB-ríkjanna fjölgar um tvær milljónir milli ára:
25 milljónir manna án atvinnu
LEITAÐ AÐ VINNU Atvinnuleysi er sem
fyrr mest á Spáni. Þar er fjórðungur án
vinnu. NORDICPHOTOS/AFP
Á að endurskoða ráðningarmál
hjá ráðuneytunum?
JÁ 89,6%
NEI 10,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Hefur þú orðið var við fleiri
hunda á höfuðborgarsvæðinu?
Segðu þína skoðun á Vísir.is
KJÖRKASSINN