Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 94
1. september 2012 LAUGARDAGUR66 66 popp@frettabladid.is „Þetta er svalasta, skemmtileg- asta og stærsta hátíð fyrir stúd- enta á hverju ári, enda undan- tekningarlaust að það selst upp á hana,“ segir Davíð Ingi Magnús- son, tengiliður við Októberfest hjá Stúdentaráði HÍ. Hátíðin fagnar tíu ára afmæli í ár en þýskunemar Í HÍ hófu hana árið 2002 til að halda upp á Okto- berfest í München. „Þetta byrjaði bara með um 50 nemum úr þýsku sem tjölduðu á háskólalóðinni, drukku bjór og spiluðu tónlist. Þegar þau svo útskrifuðust árið 2005 afhentu þau stúdentaráði hátíðina og hún hefur farið tölu- vert stækkandi síðan,“ segir Davíð Ingi en 1.900 armbönd eru í boði á hátíðina í ár og óhætt að fullyrða að færri komast að en vilja. Í til- efni af stórafmælinu verður hún enn veglegri en áður og verður meðal annars tekið í notkun svo- kallað afþreyingartjald við hlið stóra tjaldsins sem verður fullt af alls kyns leikjum. „Til dæmis verður leikurinn Nál í heystakki. Þar leitar fólk að litlum hlutum í 500 kílóa heyrúllu og getur unnið sér inn bjór. Svo verður köttur- inn sleginn úr tunnunni og fleira skemmtilegt,“ segir Davíð Ingi, en þar að auki verða hinar árlegu keppnir, búningakeppnin og mottu- keppnin, á sínum stað. Hátíðin fer fram dagana 13. til 15. september á lóð Háskóla Íslands og kostar armband á hana 3.700 krónur fyrir félaga í SHÍ og 4.900 fyrir aðra. Rjóminn af yngri kynslóð listamanna stígur á svið í stóra tjaldinu en á efnisskrá eru meðal annars Ásgeir Trausti, Moses Hightower, Retro Stefson, Sykur, Tilbury, Valdimar og bræð- urnir Friðrik Dór og Jón Jónsson. Davíð segir að stefnt verði á að slá Íslandsmetið í bjórdrykkju sem var sett á hátíðinni árið 2010 þegar drukknir voru 24.000 bjórar. „Við pöntum bjór fyrir hvert kvöld svo það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að hann klárist,“ segir hann sannfærandi röddu. tinnaros@frettabladid.is Drekka í sig stemninguna GLÆSILEGIR Davíð Ingi er hér ásamt félögum sínum uppstrílaður í hinn þýska þjóðklæðnað, lederhosen. Frá vinstri eru þetta þeir Sigurður Haukur Traustason, Snorri Már Skúlason og Davíð Ingi. Fremstur er svo Andri Geirsson en hann er einn af skipuleggj- endum hátíðarinnar og hefur verið síðustu fimm ár. MYND/ÞORGERÐUR JÓHANNA ■ Októberfest í München hefur verið haldin frá árinu 1810 og er stærsta almenningshátíð í heiminum í dag. ■ Um sex milljónir manna sækja hátíðina á hverju ári. ■ Hátíðin hefst alltaf fyrsta laugardag eftir 15. september og lýkur fyrsta sunnudaginn í október. ■ Met var slegið í bjórdrykkju í fyrra þegar 7,5 milljónir lítra af bjór voru drukknir á 16 dögum. ■ Bjór þarf að standast vissar kröfur til að flokk- ast sem Oktoberfest-bjór. Þar á meðal er að hann verður að vera bruggaður í Bæjarlandi og verður að vera að minnsta kosti 6% að styrkleika. OKTOBERFEST Í MÜNCHEN Félagsfundur Sjálfsbjargar félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn miðvikudaginn 5.september kl: 19:30 í félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Fundarefni: • Kjaramál • Hilmar Guðmundsson fulltrúi í kjarahóp Ö.B.Í flytur erindi • Umræður • Önnur mál Kaffiveitingar Áríðandi að sem flestir mæti Selkórinn leitar að sópran- og karlaröddum. Verkefnin eru fj ölbreytt og félagsskapurinn frábær. Kórinn æfi r í Tónlistarskólanum á Seltjarnarnesi. Stjórnandi er Oliver Kentish. Finnst þér gaman að syngja? Nánari upplýsingar: Guðrún E., sími 821 8433 gunnabeta@gmail.com www.selkorinn.is Hlökkum til að heyra í þér. Kór, kór kvennakór Kvennakórinn Kyrjurnar er að hefja sitt 16. starfsár og getur bætt við sig reyndum söngröddum/ kórfélögum. Við byrjum miðvikudaginn 5. september kl.19:30 í Friðrikskapellu við Vodafonehöllina. Kyrjurnar leggja metnað sinn í fjölbreytt og skemmtilegt lagaval auk þess sem hér er um frábæran félagsskap að ræða. Stjórnandi kórsins er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir söngkona og söngkennari og hún sér einnig um raddþjálfun. Ef þú hefur áhuga hafðu samband við Sigurbjörgu í síma 865 5503 eða Auði í sima 864 6032. Það verður tekið vel á móti þér. MILLJÓNUM ÍSLENSKRA KRÓNA eyðir raunveru- leikastjarnan Kim Kardashian að meðaltali í útlit sitt á ári. Kardashian hefur opnað fatabúð á Ebay, Kim ś Closet Clothing Store, þar sem hún selur úr fataskápnum sínum. JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR Z 20 12J A Z REYKJAV ÍK 1. SEPTEMBER www.reykjavikjazz.is 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.