Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 84
1. september 2012 LAUGARDAGUR56 BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur Ég hefði auðvitað getað skrifað Að lesa bók er ævintýri, Lengi býr að fyrstu bók, Lestur er bestur eða eitthvað miklu sniðugra og meira grípandi með lestur eða bók í titlinum. En ég hefði aldrei fengið eins marga til að athuga um hvað þessi pistill er ef ég hefði valið einhverja ofan- greindra fyrirsagna. Með því að tengja saman lestur og lostvaka náði ég senni- lega til mun breiðari hóps en hefði annars veitt nokkru sem skrifað er um lestur athygli. Kynlíf og allt sem því tengist selur því allir hafa áhuga á kynlífi, ekki satt? ÞETTA uppgötvuðu nokkrar lestrarhryss- ur í bandarískum bæ sem tóku sig saman fyrir nokkrum misserum og útbjuggu dagatal til að að hvetja til aukins lestrar undir yfirskriftinni Reading Is Sexy, eða Lestur er kynþokka- fullur. Ágóðinn af sölu dagatalsins rann til styrktar Landssam tökum lesblindra í Bandaríkjunum. Skemmst er frá því að segja að þessi tenging lestrar og kynþokka hefur mælst vel fyrir. Samtökin Traveling Stories láta nú gera boli, barmmerki, könnur og tíma- bundin húðflúr með áletruninni og að sjálfsögðu dagatöl með myndum af fáklæddu fólki í eggjandi en þó sakleysislegum stellingum með nefið niðri í bók. Samtökin láta síðan ágóðann af sölu þessa varnings renna til uppbyggingar bókasafna víðs vegar um heiminn. Og varningurinn selst eins og sexý lummur. ÞAÐ er vissulega ánægjulegt að fleira sé nú talið lostvekjandi en kynþokkafullt kjöt ( feitt kjöt hefur hins vegar átt undir högg að sækja sem lostvaki, hverju sem það er nú um að kenna). Og mjög ánægjulegt að áhugi og ánægja bókaorma með það að þeirra helsta áhugamál skuli nú loks vera talið til kynþokkafulls athæfis leiði til útbreiðslu lestrar og bóka um veröld víða, allt frá El Salvador til Filippseyja með viðkomu í Súdan. Með Reading Is Sexy- bol slærðu tvær flugur með einu sexý, sýnir heiminum að víst geti kynþokki fylgt klárum kolli og styður jafnframt útbreiðslu fagnaðarerindis bóka og læsis. ÉG er nokkuð sannfærð um að fá slag- orð kalla nýja lesendur að bókatrogunum af viðlíka mætti og sá möguleiki að ein- staklingur verði áhugaverðari til sam- lífis vegna meintrar bókhneigðar. Mér finnst samt umhugsunarefni að kynþokki og kynlíf skuli vera svo happadrjúgt í markaðs setningu og sölu sem raun ber vitni. En hvað sem því líður geta ýmsir átt von á að fá lestrarlostadrykkjarmál frá mér í jólagjöf. Lestur er sexý1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þú ættir að skella þér á þessa klassík frá Rektümt- rück! Kolsvartur satanískur djass frá Póllandi! Einmitt já..aaa Hvað er að þér? Veit það ekki! Er búinn að vera með skrýtna magaverki í allan dag! Er það eitthvað sem þú borðaðir? Hhheld ekki! Er þetta búið að vera lengi? Síðan í morgun! Snýrðu beltinu rétt? Er þetta ekki betra núna? Júú! Takk! Maður getur gert ýmsa vitleysuna svona snemma á morgnana! Segðu! Ég vil ekki móðga þig, mamma, en þú ert líklega of gömul til að tileinka þér fyllilega taóisma símanna. Það krefst fínstillts innsæis. Nánast frum- spekilegrar einingar við fjarskipta- tæknina, sem einungis örfáir búa yfir. Ég er viss um að þetta er Freyr læknir! Ég hef verið að hugsa um hann í allan dag. Meistari! Sæll, þetta er Freyr læknir. Er pabbi þinn heima? Plís, ekki! Gamal- dags tannlækn- ingar Orðatil- tækið þitt er kannski ekki svona, en mitt orðatil- tæki er svona. Staðir fyrir allt út um allt LÁRÉTT 2. nautasteik, 6. persónufornafn, 8. sægur, 9. lítið býli, 11. slá, 12. slæm skrift, 14. klettur, 16. gyltu, 17. blekking, 18. árkvíslir, 20. ullar- flóki, 21. hanga. LÓÐRÉTT 1. eignaðist, 3. umhverfis, 4. fjarsýnn, 5. af, 7. sveppur, 10. samræða, 13. flíkur, 15. stærðfræðitákn, 16. andi, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. ég, 8. mor, 9. kot, 11. rá, 12. krafs, 14. klöpp, 16. sú, 17. tál, 18. ála, 20. rú, 21. lafa. LÓÐRÉTT: 1. fékk, 3. um, 4. forspár, 5. frá, 7. gorkúla, 10. tal, 13. föt, 15. plús, 16. sál, 19. af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.