Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 24
1. september 2012 LAUGARDAGUR24
H
ugðarefnin hafa dá-
lítið verið lögð á
hilluna frá því ég
eignaðist síðasta
barnið fyrir rúmum
tveimur árum. Ég hef
ekki viljað setja dóttur mína í pössun
fyrr en hún kæmist á leikskóla og það
gerðist fyrir rúmri viku. Mér hefur
tekist að hafa öll mín börn heima þar til
þau fara á leikskóla, reyndar með alls
konar aðstoð. En mér hugnast best að
sjá um þetta sjálf og þá eru ókostir sem
fylgja því, eins og að þurfa að leggja
sitt til hliðar. Auðvitað sækir stundum
að mér leiði, en það þýðir samt ekki að
ég sé að missa geðheilsuna og verði að
komast út. Það sem ég sakna helst er
að tala meira við fullorðna. Til dæmis
að byrja og enda setningar!“
Þetta segir Eva María Jóns dóttir
dagskrárgerðarkona sem hefur verið
í fullu starfi sem móðir og hús móðir
síðustu ár. Hún og maður hennar,
Sigur páll Scheving hjartalæknir, eiga
sjö börn samtals og fimm þeirra eru í
skólakerfinu á Seltjarnarnesi, þar sem
Eva María og Sigurpáll búa. Hin tvö
börnin koma um helgar. „Það er frá-
bært að geta tekið á móti börnunum
þegar þau koma heim og gefið þeim
drekkutíma eins og maður fékk í gamla
daga,“ segir Eva María brosandi og
bætir við. „Ég er ekki að segja að það
gangi allt hljóðalaust og allir setjist
niður og fari svo bara að læra. Það er
auðvitað ringulreið á köflum. Yngsta
dóttirin, Sigríður, er eina barnið mitt
sem á sex eldri systkini og hefur frá
fyrsta degi verið ofurörvuð af þeim,
hún er mjög fullorðinsleg eftir aldri,
spjallar og rífst og stendur mjög vel í
lappirnar í þessari baráttu.“
Skyldi sú stutta vera dekurbarn?
Eva María dregur við sig svarið. „Já,
að því leyti að ég er ekki stíf við hana
á sumum sviðum, eins og til dæmis að
sofa í sínu rúmi. Tek bara þátt í orr-
ustum ef ég verð að sigra. Stundum
er heldur ekki þess virði að vesenast í
því, en ég mundi ekki hika við að taka
þetta dekur af dagskrá ef svefnleysi
væri farið að há mér.“
Yngri telpurnar deila herbergi tvær
og tvær en tvö elstu börnin hafa sér-
herbergi. „Það er ekkert að því að
börn séu saman í herbergi,“ segir Eva
María. „Auðvitað er leiðinlegt ef þau
hafa mjög lítið pláss en heimurinn allur
er leikvöllur. Það er garðurinn, hverfið,
fjaran og holtið. Þess vegna segjum
við þeim miskunnarlaust að fara út að
leika. Það tekur svolítinn tíma að venja
börn á það og þau þurfa að festast við
eitthvað áhugavert úti til að endast
þar. En þegar það er búið eru þau bara
úti að leika lon og don og gleyma sér
og það er frábært. Þannig á æskan að
vera. Börn verða að upplifa eitthvað
og prófa að fara aðeins frá heimilinu
og svo aðeins lengra næst. Við fluttum
hingað út af staðsetningunni. Krakk-
arnir geta gengið í allt sem þau hafa
áhuga á. Hér er ballett, fimleikar, fót-
bolti, handbolti, sund og tónlistarskóli.
Meira að segja myndlistarskólinn er í
seilingarfjarlægð, úti í JL húsi.“
Hann hringdi í mig og svo hittumst við
Hvernig skyldi hún svo hafa kynnst
hjartalækninum Sigurpáli?
„Í stuttri útgáfu er sagan þannig að
hann fékk símanúmerið mitt hjá sam-
eiginlegum kunningjum, hringdi í mig
og svo hittumst við. Síðan höfum við
verið saman. Rosalega einfalt. Við
höfðum aldrei sést áður en vorum
bæði skilin og á þannig stað í lífinu
að við vorum rétt að átta okkur á því
að þegar maður væri skilinn mætti
maður hitta annað fólk. Einn góðan
veðurdag hittumst við svo með þessum
rosalegu afleiðingum. Það var óvænt
og skemmtilegt,“ segir Eva María og
hlær. Bætir svo við: „Auðvitað gengur
á ýmsu en við erum dagfarsglöð og
höfum nóg að gera þannig að það er
lítill tími til að ala á drama. Við erum
ólík en höfum tekið orku og tíma í að
samstilla okkur, ekki síst í uppeldinu.
Þar verður að vera jafnræði og eitt
yfir alla að ganga. Stjúpforeldrahlut-
verkið er lært hlutverk, það er ekki
eitthvað sem fólk hefur í sér, en auð-
vitað eru margir þættir þess þeir sömu
og í móður- og föðurhlutverkunum. Að
sýna kærleika í verki virkar en maður
veit ekki alltaf hvað má – og á – sem
stjúpforeldri.
Það eru ýmis atriði sem þarf að ræða
við hitt foreldrið og samræma. Þetta
er svolítið tímafrekt til að byrja með
en svo venst það og gengur betur með
hverjum deginum sem líður. Það er
líka svo frábært hvað börn eru klár.
Það er ekkert mál fyrir þau að vera í
einu húshaldi sem er með vissar reglur
og venjur og í öðru húshaldi sem er ein-
hvern veginn öðruvísi. Þau svissa á
milli eins og ekkert sé. Það sér maður
mjög glöggt. Við vitum kannski ekk-
ert alveg hvernig hin húshöldin eru en
það væri fáránlegt að ætla að þar væru
nákvæmlega sömu áherslur og sömu
viðhorf við öllum mögulegum hlutum.
Við erum svo heppin að börnin okkar
eru rosa góðir vinir og vilja frekar
vera saman en sundruð, bara ein-
hvers staðar þar sem þau geta leikið
sér út í eitt, alveg sama hvar, þess
vegna heima hjá mömmu barnanna
hans Sigurpáls eða hjá pabba krakk-
anna minna. Það eru svo margir sem
standa að þessum börnum og bera hag
þeirra fyrir brjósti. Óskar, faðir eldri
barnanna minna, fer með þau í göngu-
ferðir um landið og lætur þau bera allt
á bakinu. Það er nefnilega allt í lagi
að leggja eitthvað á börn. Ég hef hitt
krakka sem hafa farið í Disney land
og fjallgöngu á sama sumri og það
var fjallgangan sem stóð upp úr. Að
labba frá Hesteyri yfir í Aðalvík – það
toppaði Disney land.“
Stundum fara þau Eva María og
Sigur páll líka í ferðalög með alla
krakkana og ekki bara í þau auðveld-
ustu. „Þetta eru ótrúlegar ævintýra-
ferðir þegar við ferðumst öll saman
og upplifum eitthvað nýtt,“ segir Eva
Í stuttri út-
gáfu er sagan
þannig að
hann fékk
símanúmerið
mitt hjá sam-
eiginlegum
kunningjum,
hringdi í mig
og svo hitt-
umst við.
Síðan höfum
við verið
saman. Rosa-
lega einfalt.
Frábært hvað börn eru klár
Eva María Jónsdóttir situr ekki aðgerðalaus þó hún hafi horfið af skjáum landsmanna og öldum ljósvakans um sinn. Fram undan
er fyrsta verkefnið í tvö ár utan heimilis og það snýst um börn. Börn eru alltumlykjandi í lífi hennar núna, þar sem hún og sam-
býlismaður hennar eiga samtals sjö, á aldrinum tveggja til þrettán ára. Gunnþóra Gunnarsdóttir hitti samt á Evu Maríu eina heima.
María. „Í fyrra fórum við í Jökul firðina
á Vestfjörðum og í sumar í Þórsmörk
og á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Allt gengur þetta einhvern veginn
upp. Sigur páll er Vestmannaeyingur
þannig að við bjuggum í heimahúsi en
það er guðlast að vera í Eyjum og taka
ekki þátt í hátíðahöldunum og þar læra
börnin af hinum fullorðnu að skemmta
sér fallega.“
Ætlar að kenna krökkum að kveða
Skyldi Eva María svo sjálf eiga ein-
hverjar frístundir út af fyrir sig?
„Já, já. Ég er í kór, var að byrja í
djassballett og hef verið send á golf-
námskeið. Svo er ég alltaf að taka
einhver fög í miðaldafræði í Háskóla
Íslands, en ég er líka auðmjúk og
sveigjanleg og tilbúin til að lúta í gras
ef það gengur ekki. Ég er með BA í bók-
menntafræði og þegar ég loksins náði
að skila lokaritgerðinni 2007 þá var
áhugi minn orðinn bullandi á þessum
fræðum. Það var út frá þeim sem ég
fór að skoða handrit með sagna dönsum
og prófa þá á krökkunum. Þeim fannst
þeir skemmtilegir enda er þetta mynd-
rænt, ævintýralegt og fyndið efni.
Því var mjög freistandi að gefa þá út
þannig að þeir væru aðgengilegir og
það tókst í fyrra þegar Dans vil ég
heyra kom í bókabúðir.“
Það sem fram undan er hjá Evu
Maríu í haust er að hitta hópa leik-
og grunnskólabarna í Gerðubergi.
Hún og Nanna Hlíf Ingvadóttir tón-
menntakennari ætla að leiðbeina þeim
í að syngja gömul kvæði með ýmsum
lagboðum. „Krakkar eru mjög fljótir
að tileinka sér svona efni, þeir geta
lært langa bálka utan að á ótrúlega
skömmum tíma. Í mörgum leikskólum
og barnaskólum er þessum þjóðlega
arfi haldið að börnum, en það má alltaf
bæta í og nú býðst ákveðnum aldri að
koma í eins konar smiðju og vinna með
sagnadansa. Markmiðið er að þegar
þau gangi út þá geti þau kveðið. Ég er
sannfærð um að það takist.“
EVA MARÍA MEÐ BÖRNIN Egill Scheving tólf ára, Matthildur Óskarsdóttir, 13 ára í október, Eva María með Sigríði Scheving tveggja ára, Kolfinna Scheving fimm ára, Sigrún Óskarsdóttir sjö ára í október, Hrafnkatla
Scheving átta ára í október og Júlía Óskarsdóttir níu ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON