Fréttablaðið - 01.09.2012, Síða 89

Fréttablaðið - 01.09.2012, Síða 89
LAUGARDAGUR 1. september 2012 61 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 01. september 2012 ➜ Opið Hús 13.00 Hið árlega opna hús verður í Borgarleikhúsinu. Boðið verður upp á atriði á öllum sviðum, innlit á æfingar, skoðunarferðir, Gulleyjuratleik og myndatökur með leikhetjum litla fólksins. Allir velkomnir. ➜ Tónlist 11.30 Jazztríóið Hot Eskimos leikur á árdegistónleikum á Jazzhátíð í Reykjavík í Silfurbergi í Hörpu. Tríóið er skipað þeim Karli Olgeirssyni, Kristni Snæ Agn- arssyni og Jóni Rafnssyni. Aðgangseyrir er kr. 2.500. 17.00 Norska lúðrasveitin Kirksæterö- rens hornmusikk heldur tónleika ásamt Lúðrasveitinni Svani í Ráðhúsi Reykja- víkur. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni 100 ára afmælis norsku sveitarinnar á þessu ári. Aðgangur er ókeypis. 21.30 Þjóðlagasveitin Hrafnar heldur tónleika í Gamla fjósinu undir Eyja- fjöllum/The Old Cowhouse under the Volcano eins og þeir kalla það. Tilefnið er útgáfa 12 laga plötu með Hröfnunum sem kallast Krunk. 22.00 Maggi Eiríks og KK verða með tónleika og sögur úr stríðinu á Café Rosenberg. 23.00 Kiriyama Family ásamt Mammút spila á Græna Hattinum, Akureyri. Aðgangur er ókeypis í boði Iceland Airwaves. 23.00 Magnús Einarsson og félagar skemmta á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakka- stíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 23.00 Hljómsveitirnar Oyama, Boogie Trouble og RetRoBot slá upp heljarinnar veislu á Faktorý. Aðgangseyrir er kr. 500. 23.30 Rokksveit Jonna Ólafs spilar á Kringlukránni. Sveitin sérhæfir sig í gullaldartónlist, innlendri sem erlendri. 23.45 Gói, Halli og Leikhúsbandið verða með tónleika í Hofi, Akureyri. Aðgangur er ókeypis. ➜ Umræður 10.30 Vigdís Hauksdóttir alþingis- maður verður gestur á laugardagsspjalli Framsóknar að Hverfisgötu 33. Vigdís ræðir um helstu áhersluatriði flokksins í komandi kosningum. Allir velkomnir. ➜ Markaðir 12.00 Barnavörumarkaður verður haldinn í Lifandi markaði í Borgartúni. Opið til klukkan 16.00. ➜ Hátíðir 10.00 Hamraborginni í Kópavogi verð- ur breytt í göngugötu og Hamraborgarhá- tíðin haldin í þriðja sinn. Kópavogsbúar og aðrir gestir geta gert sér glaðan dag á útimarkaði og ýmis konar hátíðarhöldum. ➜ Upplestur 16.00 Þrjú ungskáld frá Akureyri, Gunnar Már Gunnarsson, Gréta Kristín Ómarsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason, lesa upp ljóð í Flóru, Hafnarstræti 90 á Akureyri. Atburðurinn er hluti af afmælis- hátíð Akureyrar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ➜ Sýningar 15.00 Þrjár einkasýningar verða opn- aðar í Gerðubergi. Helgi Gíslason mynd- höggvari sýnir þrívíð verk og teikningar, Sigrún Ó. Einarsdóttir og Søren S. Larsen glerlistaverk og Torfi Jónsson leturskrift og vatnslitamyndir. Aðgangseyrir er kr. 500. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 02. september 2012 ➜ Málþing 14.00 Aðstandendur rannsóknar- verkefnis til að safna, skrá og greina íslensk skrif um myndlist frá síðustu áratugum fjalla um verkefnið á mál- þingi í Hafnarhúsi. Um er að ræða samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Nýlistasafnið og List- fræðifélagið. ➜ Tónlist 16.00 Hljómsveitin Árstíðir mun heim- sækja Merkigil á Eyrarbakka, heimili söngvaskáldana Uni og Jóns Tryggva. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög eru vel þegin. 16.00 Andrea Jónsdóttir leikur lög af hljómplötum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. 18.00 Tónverk Guðlaugs Kristins Ótt- arssonar verður flutt í Laugardælakirkju við Selfoss. Tónleikarnir eru í tilefni af því að 40 ár séu liðin frá einvígis- lokum einvígis aldarinnar, þess milli þeirra Boris Spasskíj og Bobby Fishers. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Peter Bortfeldt frá Þýskalandi leikur nokkrar sónötur og fleiri verk undir yfirskriftinni Frá landi Beethovens. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Síðsumartónleikar í Þjóðmenningar- húsinu. Miðaverð er kr. 2.000 eða kr. 1.000 fyrir eldri borgara og nemendur. ➜ Uppákomur 15.00 Ungmennum 13 ára og eldri boðið að þrykkja og kynnast grafík- tækninni af eigin raun í raunverulegu umhverfi grafíklistamanna í Hafnar- húsinu. Frítt fyrir ungmenni undir 18 ára aldri og fyrir handhafa Menningar- kortsins. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borgara fer fram í félagsheimili þeirra að Stangarhyl 4. Danshljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. ➜ Leiðsögn 14.00 Helga Einarsdóttir safnkennari leiðir gesti um sýninguna TÍZKA - kjólar og korselett í Bogasal Þjóðminjasafns- ins. Er leiðsögnin í tilefni af því að þetta er síðasti sýningardagur sýningarinnar og er hún áhugasömum að kostnaðar- lausu. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is 2012 Nú slekkur þú á símanum fyrir spurningakeppnina á ættarmótinu – bannað að gúggla! Meira Ísland! Villi leggur land undir fót með snjallsíma og spjaldtölvu og heimsækir spennandi staði á 3G netinu. Þegar Villi kemur á Bolafjall er ekkert skyggni til Grænlands. Örstutt myndskeið er tekið á síma og sett á netið til að segja frá óförunum. Þetta er eitt af vinsælustu myndskeiðunum hans Villa. Týpískt! Öppin eru ómissandi í daglegu lífi. Þau fara með út að hlaupa, í golf og á tónleika. Íslenska gítarstilliappið Tunerific er nú í meira en milljón símum í 202 löndum. Í dag eru um 300 3G sendar um allt land. Notendur Angry Birds orðnir einn milljarður. Fjórir milljarðar áhorfa á YouTube myndskeið daglega. Útbreiðsla 3G netsins heldur áfram – stærsta 3G net landsins! 151.129 á 3G neti – nú fleiri en á 2G netinu! íslenskir notendur Leikritið Englar alheimsins verður sett upp í Þjóðleikhúsinu á þessu leikári. Þorleifur Örn Arnarson leikstýrir verkinu og skrifar leik- gerðina ásamt Símoni Birgissyni. Með aðalhlutverk fara Atli Rafn Sigurðarson, Ólafur Egill Egils- son, Jóhannes Haukur Jóhannes- son og Snorri Engilbertsson. „Við Símon höfum verið að fást við þetta verkefni í töluverðan tíma, en svona stór verk tekur langan tíma að melta,“ segir Þor- leifur um verkið. Hann segir mörg vandkvæði fylgja því að færa verk á milli listforma og hafa þeir félagar lagst í mikla rannsóknarvinnu til að finna rödd í bókinni sem gæti orðið rödd sviðsins. „Þetta hefur verið mjög strembið ferða- lag sem við erum núna að sjá fyrir endanum á.“ Þorleifur býr og starfar í Berlín þar sem hann vinnur að uppsetn- ingu Gleðileiksins guðdómlega eftir Dante. Englar alheimsins verður fyrsta leikverkið sem Þor- leifur vinnur fyrir leikhús frá því hann lauk námi í leikstjórn í Berlín og segist hann hlakka til þess að bera verkið undir íslenska leikhús- gesti í vor. „Ég hef sett upp eigin verk í Borgarleikhúsinu í þrígang, en þetta er í fyrsta sinn sem ég er ráðinn inn í verkefni. Þó ég tali þýsku er ég alltaf útlendingur hér, á Íslandi eru ræturnar og maður talar öðruvísi við sína eigin þjóð. Ég hlakka til að bera mitt leikhús undir íslenska leikhúsgesti og sjá hvernig sá hittingur verður,“ segir hann að lokum. - sm Englar alheimsins settir á svið SPENNANDI VERKEFNI Þorleifur Örn Arnarson setur upp Engla alheimsins í Þjóð- leikhúsinu á þessu leikári. Meðal leikara eru Ólafur Egill Egilsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Atli Rafn Sigurðarson og Snorri Engilbertsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.