Fréttablaðið - 01.09.2012, Page 88

Fréttablaðið - 01.09.2012, Page 88
1. september 2012 LAUGARDAGUR60 2011 Airwaves lifnar við í snjallsímanum með frábæru appi sem slær í gegn hjá hátíðargestum. Instagram myndaappið er nýtt og óþekkt. Í dag eru notendur yfir 50 milljónir. 3G netið þéttist og nýir sendar bætast stöðugt við um allt land. iPad tengist 3G og krakkarnir læra sjálfir að finna barnaefnið. Hægt að nota 3G í Kindle og ná sér í rafbók hvenær sem er. Fyrstu sendarnir uppfærðir í allt að 21 Mb/s. Tveir milljarðar áhorfa á YouTube myndskeið daglega. Þrír milljarðar áhorfa á YouTube myndskeið daglega. Mb/s 21 Í tilefni fjörutíu ára afmælis „einvígis aldarinnar“ í Laugar- dalshöll 1972 á milli Bobbys Fischer og Boris Spasskíj verður flutt tónverk eftir Guðlaug Kristin Óttars- son á sunnu- daginn. Tónverkið verður flutt í Laugardæla- kirkju, þar sem Fischer er jarðsettur, og nefnist 40 ára einvígis- lok. Tónverkið er afrakstur ára- langrar þróunarvinnu Guðlaugs, þar sem hann tvinnar saman tónlist og skák og býr til tónkerfi sem byggir á áttunda–nótnakerfi J.S. Bach, þar sem taflreitirnir 64 eru útfærðir sem nótur. Í verkinu eru 25 þúsund hljómar. Tónverk um skákeinvígi Tónlistarmaðurinn Alex Zhang Hungtai, sem kallar sig Dirty Beaches, spilar í Hörpu á þriðju- dagskvöld. Hann kemur fram á tónleikaröðinni Stop Over Series sem er samstarfsverkefni Kimi Records, Hörpu, Kex Hos- tels, Reyka vodka og Icelandair. Aðstandendur vonast til þess að með tónleikaröðinni takist að fá spennandi jaðarhljómsveitir sem eru á tónleikaferðalagi til að leika í Hörpu. Dirty Beaches er rúmlega þrí- tugur Kanadabúi sem er fæddur í Taívan og hefur vakið athygli fyrir síðustu plötu sína, Badlands. Hann flytur lágstemmda tónlist undir áhrifum frá rokkabillítón- list. Dirty Beachers sækir áhrif sín í kvikmyndir frá leikstjórum á borð við Jim Jarmusch, Wong Kar-wei og David Lynch. Hann er núna á tónleikaferð um Evrópu og ætlar að nota tækifærið og stoppa í Reykjavík. Dirty Beaches leikur í Hörpu SPILAR Í HÖRPU Dirty Beaches spilar í Hörpu á þriðjudagskvöld. GUÐLAUGUR KRISTINN ÓTTARSSON Sálin hefur sent frá sér lagið Dýrðardagur. Það er eftir gítar- leikarann Guðmund Jónsson og er í hressilegri kantinum. Söngvarinn Stefán Hilmarsson semur textann, sem er innblás- inn af hinu milda veðurfari sem hefur einkennt þetta sumar. Sálin sendi síð- ast frá sér lagið Hjartadrottn- ingar í júní og fékk það góð við- brögð. Tvö ár eru liðin frá því síðasta plata Sálar- innar kom út, Upp og niður stigann, sem kom út í samvinnu við Stór- sveit Reykja- víkur. - fb Dýrðardagur Sálarinnar STEFÁN HILMARSSON Lára Stefánsdóttir tók nýverið við sem listrænn stjórnandi Íslenska dans- flokksins. Hún ætlar í vetur að bjóða upp á dansdagskrá sem höfðar til breiðs hóps. „Það væri gaman að fá sem flesta á sýningar Íslenska dansflokksins í vetur og njóta eftir- minnilegrar dagskrár sem við munum bjóða upp á. Dagskrá vetrarins endurspeglar breidd, dansgleði og mikla vídd,“ segir Lára Stefáns- dóttir, sem tekin er við sem listrænn stjórn- andi Íslenska dansflokksins. Lára tekur við stjórninni af Katrínu Hall sem var við stjórn- völinn í flokknum í sextán ár. Lára segir að nýjum stjórnendum fylgi alltaf nýjar áherslur en segir að ekki verði dramatískar breytingar á stefnu flokksins. „Ég mun leggja áherslu á gæða nútíma- listdans með úrvals dönsurum. En ég hef sér stakan áhuga á að höfða til dansáhuga fjöldans og við setjum á svið verk í vetur sem eru heillandi fyrir áhorfendur.“ Fyrsta sýning vetrarins verður sett á svið í október. Á henni verða flutt tvö ný verk, sér- staklega samin fyrir flokkinn, annars vegar It is not a metaphor eftir Cameron Corbett, einn reynslumesta dansara Íslenska dans- flokksins. Verkið er samið við tónlist Johns Cage sem flutt verður af Tinnu Þorsteins- dóttur, en hundrað ár eru liðin frá fæðingu Cage. Hið sama kvöld verður flutt verk eftir franska danshöfundinn Jérôme Delbey þar sem hann leitar innblásturs í norrænni goða- fræði við tónlist Richard Strauss. Í nóvember verða dansarar flokksins í nýju sviðsljósi en þá verða sýnd ný verk eftir þá. Einnig verður dúett eftir Frank Fannar Peder sen í sýningunni. Eftir jól tekur flokk- urinn svo þátt í Mary Poppins en sú sýning er haldin í samstarfi Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins. „Dansatriðin verða án efa grípandi og flott enda eru dansararnir í flokknum tæknilega góðir og sterkir pers- ónuleikar. Það verður gott fyrir flokkinn að taka þátt í svona frægum söngleik og sýna fyrir annan hóp en mætir á sýningar flokksins,“ segir Lára. Loks verður haldið upp á fertugsafmæli dansflokksins í apríl. Þá verða tvö verk flutt sem Lára segir afar áhugaverð, ólík og skemmtileg. Annað verk kvöldsins heitir Tímar og er samið sérstaklega fyrir flokk- inn af Helenu Jónsdóttur. Það byggir á stefnu- móti kynslóða úr sögu íslenskrar danslistar. Skyggnst verður baksviðs og veitt innsýn inn í heim dansarans. Seinna verk kvöldsins er verkið Walking Mad eftir Johan Inger. „Þetta er verk sem hefur verið flutt víða og hefur farið sigurför um heiminn.“ Í vor stendur svo til að sýna Vorblótið eftir Stravinsky við undirleik Sinfóníuhljóm sveitar Íslands. „Það verk á aldarafmæli á næsta ári og við stefnum á að halda upp á það eins og fleiri dansflokkar,“ segir Lára að lokum. sigridur@frettabladid.is DANSINN TIL FÓLKSINS LÁRA STEFÁNSDÓTTIR Segir breidd, vídd og dansgleði einkenna dans- dagskrá vetrarins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lára Stefánsdóttir var fastráðinn dansari við Íslenska dansflokkinn frá 1981 til 2004. Á því tímabili vann Lára með og dansaði í verkum eftir mjög þekkta erlenda danshöfunda og dansaði aðalhlutverk í mörgum uppfærslum dansflokksins. Lára hefur verið listrænn stjórnandi dans-leikhússins Pars Pro Toto (PPT) frá 1996. Vorið 2009 tók hún við stöðu skólastjóra Listdansskóla Íslands sem hún sinnti til haustsins 2012 eða þangað til hún var ráðin sem listrænn stjórnandi Íslenska dans- flokksins og tók hún formlega við því starfi 1. ágúst 2012. DANSARI, DANSHÖFUNDUR OG STJÓRNANDI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.