Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 1. september 2012 13
Prófarkalesarar
Vanur prófarkalesari óskast til starfa á Fréttablaðinu.
Um er að ræða hlutastarf og er vinnutíminn síðdegis og á kvöldin.
Prófarkalesari þarf að búa yfir góðri tilfinningu fyrir íslensku máli og óskeikulli stafsetningarkunnáttu.
Auk þess þarf hann að vera nákvæmur í vinnubrögðum og hafa gott auga fyrir útliti blaðsins.
Próf í íslensku eða málvísindum er æskilegt en ekki skilyrði.
Starfið gæti til dæmis hentað vel með námi í annarri hvorri þessara greina.
Frekari upplýsingar veitir Kolbrún Ingibergsdóttir, framleiðslustjóri Fréttablaðsins, kolbrun@frettabladid.is.
Sótt er um á vef 365 miðla, 365midlar.is. Umsóknarfrestur er til og með 5. september 2012.
Hönnun rafkerfa
Vegna aukinna verkefna auglýsir VSB Verkfræðistofa
ehf. eftir hönnuði á rafmagnssviði. Meðal verkefna
eru hönnun rafkerfa í byggingar, lág- og smáspenna.
Leitað er að einstaklingi með tæknilega framhalds-
menntun af rafmagnssviði og hæfni og vilja til tölvu-
vinnslu í tengslum við hönnun. Reynsla af hönnun
rafkerfa og rafvirkjastörfum auk þekkingar á AutoCAD
og helstu hönnunarforritum er æskileg en ekki
skilyrði.
Leitað er að einstaklingi þar sem fagmennska og
metnaður er í fyrirrúmi við lausn verkefna. Hæfni og
áhugi viðkomandi hefur áhrif á þróun í starfi.
Umsóknum um starfið með upplýsingum um
menntun og starfsreynslu óskast skilað á skrifstofu
VSB eigi síðar en 11. september. Fyllsta trúnaðar er
gætt.
Frekari upplýsingar gefur Örn Guðmundsson í síma
585 8600, einnig má senda fyrirspurnir á netfangið
orn@vsb.is.
VSB Verkfræðistofa er fjölhæf verkfræðistofa sem sinnir verkfræðilegri
ráðgjöf. Á stofunni starfa 15 manns. VSB veitir viðskiptavinum ráðgjöf með
lausnum sem einkennast af hagkvæmni, fagmennsku og áreiðanleika. VSB er
að Bæjarhrauni 20 í Hafnarfirði og hefur starfað síðan árið 1987.
Auglýsir eftir matreiðslumanni,
matráði eða starfskrafti til
starfa í mötuneyti Leikskóla
Seltjarnarness
Óskað er eftir að ráða matreiðslumann, matráð eða
starfskraft vönum matreiðslu fyrir börn á leikskóla-
aldri í mötuneyti Leikskóla Seltjarnarness.
Hæfniskröfur:
Viðkomandi þarf að vera heilsuhraustur, ábyrgur,
sjálfstæður, hagkvæmur, umburðarlyndur og
íslenskumælandi.
Laun skv. kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga
við starfsmannafélag Seltjarnarness.
Umsóknarfrestur er til 10. september 2012
Leikskóli Seltjarnarness er sameinuð fag- og
rekstrareining með um 180 börnum. Leikskólinn
starfar á tveimur starfstöðvum sem standa á sömu
lóð við Suðurströnd.
Nánari upplýsingar fást hjá Jóhannesi Má Gunnars-
syni, yfirmatreiðslumanni skólaeldhúsa í síma
5959200 eða með tölvupósti á netfangið
johannes@grunnskoli.is