Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 42
1. september 2012 LAUGARDAGUR42 Þ jóðhetjan Aung San stofnaði búrmneska her-inn á fimmta áratug síðustu aldar og samdi um sjálfstæði Búrma við Breta, en hann var myrtur hálfu ári áður en Búrma hlaut formlegt sjálfstæði. Aung San var faðir Aung San Suu Kyi. Árið 1962 var ríkisstjórninni steypt af stóli af hernum og næstu 28 árin voru öll mótmæli kæfð í fæðingu af herforingjastjórninni. Árið 1988 höfðu þegnar landsins fengið nóg af lélegri efnahags- stjórn og pólitískri kúgun og mótmælaalda fór um landið allt. Nokkur þúsund manns létu lífið. Svo vildi til að Aung San Suu Kyi var nýkomin til Búrma og varð vitni að því þegar helsærðir mót- mælendur voru fluttir á spítalann þar sem hún var að hjúkra móður sinni. Suu Kyi stofnaði NLD- flokkinn mánuði seinna og kosningar voru haldnar árið 1990 þar sem NLD-flokkurinn hlaut um 80% þingsæta. Herforingjastjórnin hunsaði niðurstöð- ur kosninganna og hneppti Suu Kyi í stofufangelsi næstu tvo áratugi. Fyrir tveimur árum tók að birta til í lýðræðis- málum Búrma en Suu Kyi hefur verið látin laus úr haldi ásamt nokkur hundruð pólitískum föngum. Einnig hafa verkalýðsfélög og verkföll verið leyfð og ritskoðun fjölmiðla minnkað. Kosningarnar sem haldnar voru í apríl á þessu ári voru almennt tald- ar hafa farið vel fram og NLD-flokkurinn vann 43 af þeim 45 þingsætum sem kosið var um. Nýkjörn- ir þingmenn tóku sæti á þinginu í sumar.. Þegar Bretar réðu yfir land-inu kölluðu þeir nýlenduna Búrma og við sjálfstæði varð Búrma opinbert nafn þess. Búrma, eða Bama á frummál- inu, dregur nafn sitt af stærsta þjóðflokki landsins en í Búrma eru 137 ólík þjóðarbrot viður- kennd af yfirvöldum og mörg þeirra hafa barist sín á milli á marga áratugi. Margir telja því nafnið ekki fallið til að efna til sátta þar sem það vísar ein- ungis til stærsta og valdamesta þjóðar brotsins. Árið 1989 tók herforingja- stjórnin einhliða ákvörðun um að breyta nafni landsins í Mjanmar en það var ári eftir að friðsöm mótmæli stúd- enta breyttust í blóðbað um gjörvallt landið. Að mati Bo Kyi, ritara Samtaka pólitískra fanga í Búrma, breyttu yfir- völd nafninu í von um að blóð- baðið félli í gleymsku. Marg- ir, þar á meðal hin dáða Aung San Suu Kyi, kjósa að nota nafnið Búrma þar sem þeir telja ríkisstjórnina ekki lög- mæta og því ekki hafa heimild til að endurnefna landið. B aráttan fyrir lýðræði í Asíuríkinu Búrma hefur nú staðið yfir hátt í hálfa öld. Landið er eitt van- þróaðasta ríki heims enda hefur herforingjastjórn ráðið þar ríkjum meira og minna frá því Búrma hlaut sjálfstæði frá Bretum árið 1948. Viðskiptabann við Vestur- lönd hefur einnig sett sinn svip á efnahag landsins. Borgarastyrjöld hefur geisað þar víða, meðal ann- ars í Kachin-héraði við landamæri Kína og auk þess hefur alda ofbeldis nýlega brotist út í Arakan-héraði við Bengalflóa. Að undanförnu hafa orðið ýmsar breytingar sem glæða von um að lýðræði geti orðið að veruleika í Búrma. Herforingjastjórninni hefur verið breytt í borgaralega ríkisstjórn, fjölmörgum pólitískum föngum hefur verið sleppt úr haldi og Aung San Suu Kyi mun taka sæti á þingi í þessum mánuði ásamt fleiri félögum NLD-flokksins (National League for Democracy). En telja íbúar Búrma að ástæða sé til bjart- sýni? Hvernig er hægt að treysta orðum ríkisstjórnar sem hefur kúgað þjóðina með ofbeldi og gróf- um mannréttindabrotum í áratugi? Bær útlaganna í Taílandi Bærinn Mae Sot í Taílandi hefur lengi verið kallaður bær útlaganna, en hann liggur um sex kílómetra handan við landamæri Búrma. Áhrifin frá Búrma eru yfirgnæf- andi, enda mikið um búrmneska innflytjendur sem flúið hafa ofbeldi og bág kjör í heimalandi sínu. Ekki þarf að skoða sig lengi um til að sjá að hér fer fram ýmiss konar starf- semi sem ekki myndi líðast örfáa kílómetra í burtu, hinum megin við landamærin. Margir vinsælustu veitingastaðirnir eru til að mynda reknir af fyrrverandi pólitískum föngum og samtökum sem styðja þá. Í látlausu íbúðarhúsi nálægt spít- alanum eru rekin Samtök fyrrum pólitískra fanga frá Búrma. Heim- ilisfangið er hvergi að finna á netinu, en eftir krókaleiðum fæ ég leiðbeiningar á staðinn og hitti þar fyrir búrmneska lýðræðissinna sem handteknir hafa verið fyrir störf sín. Samtökin safna upplýsingum um það hverjir eru í haldi, berjast gegn mannréttindabrotum á póli- tískum föngum og aðstoða þá við að endurbyggja líf sitt þegar þeim er sleppt. Þeir hafa líka sett upp lítið safn þar sem hægt er að skoða fangaklefa og pyntingaraðferðir ásamt myndum af öllum sem haldið er sem pólitískum föngum. Fyrrverandi fangar Allir starfsmenn samtakanna eru fyrrverandi fangar. Þeir voru fang- elsaðir, pyntaðir og dæmdir fyrir að skipuleggja og taka þátt í friðsam- legum mótmælum gegn yfirvöldum og dreifa fræðsluefni um lýðræðis- baráttuna en mótmæli og gagn- rýni á yfirvöld eru ólögleg í Búrma. Dreifing á bæklingi um lýðræði, þó það sé bara einn bæklingur, getur leitt til dóms án sanngjarnra réttar- halda og vistar í þrælkunarbúðum í sjö ár. Ko Htay Aung er karlmaður um fimmtugt. Hann er með hása og hrjúfa rödd og segir mér aðspurður að langvarandi berklar og slæmur aðbúnaður í fangelsisvistinni hafi skemmt í honum röddina. Hann var fangelsaður af yfirvöldum alls fjórum sinnum fyrir skipulagningu og þátttöku í friðsamlegum mót- mælum og lengst sat hann inni í sjö ár samfellt. Hann segir mér að daglegar aðstæður í fangelsinu séu verri en pyntingarnar en algengt er að fangarnir þrauki margra ára fangelsisvist í fötunum sem þeir voru í þegar þeir voru handteknir. Stundum er fjölskyldu þeirra leyft að koma með aukaföt, oft mörgum mánuðum eftir handtöku. Klefanum deildi Ko Htay Aung með 3-4 öðrum föngum, en plássið sem þeir höfðu var 2,4 metrar á breidd og 3,3 metrar á lengd. Engar bækur voru leyfðar eða skriffæri og oft styttu þeir sér stundir með því að hugleiða. Noble Aye er lítil og ungleg kona á fertugsaldri og ber þess engin merki að hafa búið bróður- part fullorðinsára sinna við pynt- ingar og ómannúðlegar aðstæður í hinu alræmda Insein-fangelsi í Yangon, höfuðborg Búrma. En um leið og hún byrjar að tala má heyra að hún hefur lifað tímana tvenna. Hún segir mér frá því þegar hún og móðir hennar voru hand teknar árið 1998 eftir mótmælagöngu í til- efni tíu ára minningarafmælis blóð- baðsins árið 1988. Vinur hennar hafði verið tekinn af lögreglunni í mótmælagöngunni og pyntaður til að segja frá hver hafði látið hann fá bæklinginn sem hann var að dreifa, en það var Noble Aye. Fangelsuð tvisvar Noble Aye var tvisvar fangelsuð fyrir þátt sinn í lýðræðisbaráttunni og var í seinna skiptið dæmd í 42 ára fangelsi. Hún var látin laus eftir sjö ára fangavist þann 13. janúar 2012 ásamt 300 öðrum föngum, sem var liður stjórnvalda í að sýna alþjóða- samfélaginu að þeim væri alvara með að bæta ástandið í landinu. Aftur á móti fylgdi engin tilkynning eða breyting á dómi neinna þessara fanga og fæstir höfðu þeir afplánað dóminn sem þeir hlutu upphaf- lega. Því má handtaka þá hvenær sem er til að afplána afganginn af dómnum. Samtök fyrrum pólitískra fanga hafa staðfest að enn séu 465 póli tískir fangar í haldi og grunur leikur á að þeir séu fleiri. Því eru margir sem ekki treysta því að þetta framtak sýni raunverulegan vilja stjórnvalda til að virða mannrétt- indi og koma á lýðræði í landinu. Noble Aye flutti til Mae Sot í Taí- landi í maí 2012 og segist ekki ætla aftur til Búrma fyrr en stjórnvöld sýni einlægan vilja til breytinga. 42 ára fangelsisdómur hennar stendur óbreyttur og hún treystir stjórn- völdum ekki fyrr en stjórnarskránni hefur verið breytt til að tryggja rétt þegna til stjórnmálaþátttöku. Bresk áhrif í Búrma Næst er ferðinni heitið til Yangon, stærstu borgar Búrma. Það má auð- veldlega sjá bresku áhrifin í þessari fyrrum nýlendu Breta. Fólk af eldri kynslóðum talar reiprennandi ensku og ber þess merki að vera vel menntað en nú er mennta kerfið í molum. Ungu fólki er smalað í háskólagreinar sem eru ríkisstjórn- inni þóknanlegar og má þar nefna jarðfræði, dýrafræði og verkfræði. Eftir hin blóðugu stúdentamót- mæli árið 1988 er háskólum lokað reglulega að ástæðulausu enda er menntafólk og stúdentahreyfingin það sem stjórnvöld óttast hvað mest. Við erum harkalega minnt á að við erum ekki lengur í Taílandi í leigubílnum á leiðinni frá flugvell- inum, en bílstjórinn horfir reiði- lega á mig þegar ég spyr hann um búrm neska tungumálið. „Það heitir mjanmar-tungumál,“ áréttar hann áður en hann svarar spurningunni. En Mo Mo, leiðsögukonan okkar, býðst til að fara með okkur í höfuð- stöðvar NLD-flokksins og eftir það áræði ég að segja henni að ég sé að skrifa grein um stjórnmál í Búrma sem gleður hana mikið. Á NLD-flokksskrifstofunni í Yangon er mikið um að vera. Þar er starfað í litlu tveggja hæða húsi sem er fullt af sjálfboða liðum og fyrir utan húsið sitja nokkrir félagar við borð og selja varning merktan flokknum með myndum af Aung San Suu Kyi. Fyrir aðeins nokkrum mánuðum var ekki hægt að sýna stuðning sinn við stjórnarandstöðu- flokka á almannafæri og enn eru margir hræddir við stjórnmálaþátt- töku. Starf NLD-flokksins í gegnum árin hefur verið allt annað en auð- velt og meðal annars var honum gert að vísa Aung San Suu Kyi, stofnanda flokksins og lýðræðis- hetju landsins, úr flokknum þar sem hún var á sakaskrá. Nú starfar flokkurinn löglega en er þó við öllu búinn, enda eru flokksfélagar vanir því að stjórnvöld lofi öllu fögru en sjái sig um hönd stuttu seinna. Hvað ber framtíðin í skauti sér? Margir spyrja sig hvað varð til þess að ríkisstjórnin sá ástæðu til breytinga eftir margra ára ein- ræði. Einungis er hægt að svara þeirri spurningu með getgátum en mörgum viðmælendum mínum finnst líklegt að herforingja - stjórnin hafi verið farin að finna fyrir viðskiptabanninu og van- þróuninni á eigin skinni. Rík ástæða er til tortryggni þar sem fyrrum yfirmaður hersins er nú forseti landsins og sama fólkið er við stjórn og áður þrátt fyrir breyt- ingar á titlum. Ríkisstjórnin veit líka vel að alþjóðasamfélagið hefur mestan áhuga á lýðræðisþróun- inni og hinum þekktu þjóðhetjum Búrma og hagar því seglum eftir vindi til að Vesturlöndum virðist allt stefna í rétta átt. En borgara- styrjöld geisar enn í Kachin-héraði og herlögum hefur verið lýst yfir í Arakan-héraðinu á nýjan leik. Hve- nær mun búrmneskur almenningur sjá breytingar á sínum hag? Teikn á lofti um betra Búrma Stjórnvöld í Búrma hafa lofað bót og betrun eftir áratugi af borgarastyrjöldum og mannréttindabrotum. Freyja Oddsdóttir stjórnmálafræðingur heimsótti tvær borgir tengdar lýðræðisbaráttu Búrma og talaði við fólkið sem hætti lífi sínu fyrir frelsið. Verkalýðsfélög og verkföll leyfð og dregið úr ritskoðun fjölmiðlaBúrma eða Mjanmar? ■ ÁRATUGA ÁTAKASAGA HÖFUNDUR Á FERÐ 1. Greinarhöfundur og Noble Aye fyrir utan húsnæði Samtaka fyrrum pólitískra fanga í Mae Sot. 2. Búrmískir búddamúnkar í Mae Sot. 3. Ametao-heilsugæslan í Mae Sot en þar fá íbúar Búrma ókeypis og betri læknisþjónustu en þeim stendur til boða í heimalandinu. 4. Pyntingatól úr alræmdasta fangelsi Búrma. 5. Bátur sem ferjar fólk yfir ána á landamærum Taílands og Búrma. Búrma Taíland Yangon Mae sot 1 2 543
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.