Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 12
12 1. september 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Í vikunni birti Seðla bankinn skýrslu til efnahagsráð-herra um varúðarreglur eftir fjármagnshöft. Hún er áhugavert framlag til hagfræði- legrar umræðu um peningamála- stjórnun. En hitt er þó ekki síðra að hún varpar ljósi á ýmsar póli- tískar hliðar á þessu mikla við- fangsefni sem þarfnast skýringa. Skýrslan byggir á raunsæju mati á aðstæðum. Flestar hug- myndirnar hafa verið til um- fjöllunar í alþjóðlegu samstarfi um hríð en aðrar eru séríslensk hug- myndafræði vegna aðstæðna sem hér ríkja en ekki annars staðar. Þarft og gott framlag af þessu tagi er reyndar löngu tímabært. Heiti skýrslunnar dregur fram fyrsta pólitíska álitaefnið: Var- úðarreglur eftir fjármagnshöft. Hér er með mjög skýrum hætti gengið út frá því að frjáls gjald- eyrisviðskipti séu ekki í sjón- máli í náinni framtíð. Í raun er verið að boða fjölþættari reglur til að takmarka viðskipti með gjaldeyri. Þær má að sjálfsögðu, að erlendri fyrirmynd, kenna við varúð en það breytir ekki hinu að eftir sem áður fela þær í sér höft. Flest bendir til að gjaldeyrisvið- skipti víðast hvar í heiminum verði háð strangari reglum en áður var. Fyrirsjáanlegt er hins vegar að takmarkanir verða mun meiri hér en í þeim ríkjum sem við jöfnum okkur helst til. Fyrir þá sök kann að vera nauðsynlegt að taka samn- inginn um Evrópska efnahags- svæðið upp. Þetta er sú framtíð sem við blasir. Hvernig ætla menn að mæta henni? Mun markaðsstaða Íslands raskast? Hvaða áhrif hefur þetta á hagvaxtarmöguleika til lengri tíma? Pólitíkin skuldar kjósend- um svör við stórum spurningum. Umræðan bendir hins vegar til að bæði ríkisstjórnin og stjórnar- andstöðuflokkarnir ætli að fara í kringum þær eins og heitan graut í kosningabaráttunni. Höftin fá nýtt nafn ÞORSTEINN PÁLSSON Önnur áhugaverð póli-tísk hlið birtist í því að í skýrslunni segir að þegar sé farið að huga að því að koma þessari stefnumótun í búning laga og reglna. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að í júlí var hermt að ríkisstjórnin hefði sam- þykkt samningsmarkmið gagnvart Evrópusambandinu með þeirri afdráttarlausu stefnumörkun að Ísland stefndi að upptöku evru svo fljótt sem verða mætti. Þetta þýðir að ríkisstjórnin hefur hafið undirbúning að löggjöf á sviði peningamála sem byggir á annarri leið en hún sjálf sam- þykkti í sumar. Að vísu er nauð- synlegt að útfæra báðar leiðirnar og margt í þeim er samrýmanlegt. En menn verða að vita hvor leiðin er forgangsverkefnið og hvor er varaáætlun. Án frekari skýringa af hálfu ríkisstjórnarinnar er það á huldu. Slíkur ruglingur byggir hvorki upp traust heima fyrir né út á við gagnvart öðrum þjóðum. Brýnt er að útfæra áætlanir um þessar tvær meginleiðir. Fyrst og fremst vegna þess að þjóðin á rétt á að sjá þær og meta á málefnalegum forsendum. Það gerist ekki öðru- vísi en þær séu til. Hitt er að gangi önnur ekki upp þarf varaplanið að liggja skýrt fyrir. Þó haldið sé af stað eftir annarri leiðinni er vita- skuld unnt að fara inn á hina síðar. Eins og sakir standa virðist pólitíska staðan vera sú að ríkis- stjórnin veit ekki hvora leiðina hún hyggst fara. Báðir stjórnarand- stöðuflokkarnir hafa hafnað evru. Þeir gagnrýna Seðla bankann. En með því að þeir eiga ekkert svar sjálfir eru þeir líklegir til að fylgja línu hans. Hætt er við að þjóðin eigi eftir að súpa seyðið af þessu ráðleysi. Er engin forgangsleið? Þriðja pólitíska hliðin á þessu máli kom fram í grein innanríkisráðherra í þessu blaði í vikunni. Þar greindi hann frá því að VG hefði í ríkisstjórn gert þrjá fyrir- vara við samningsmarkmiðin í peninga málum: Í fyrsta lagi um afnám hafta, í öðru lagi um aðild að ERM II gjaldeyrissamstarfinu og í þriðja lagi um upptöku evru. Þetta eru mikil tíðindi sem þó hafa hvorki vakið eftirtekt fjöl- miðla né stjórnmálamanna. Erfitt er að véfengja orð ráðherrans. Það merkir að VG hefur í raun og veru stöðvað aðildarviðræðurnar í júlí. En er það svo? Samþykktu ráð- herrar VG ekki samningsafstöðu- plaggið? Samkvæmt þingræðisreglunni þarf stefna Íslands að njóta meiri- hlutastuðnings á Alþingi. Utan- ríkisráðherra getur því ekki rætt samningsafstöðuna um upptöku evru við ríki Evrópusambandsins nema ríkisstjórnarflokkarnir hafi verið efnislega sammála henni við ríkisstjórnarborðið og hana megi kynna sem stefnu Íslands án fyrir- vara um kjarnaatriði hennar. Hvers vegna eru ráðherrar VG nú að óska eftir endurmati á aðildar viðræðunum ef þeir bókuðu þegar í júlí fyrirvara sem í reynd útiloka frekari viðræður. Til að eyða þessari óvissu er óhjákvæmi- legt að birta bókun ríkisstjórnar- innar um þetta mál. Birta verður bókun ríkisstjórnarinnar Þ úsundir ólögráða unglinga hefja þessa dagana nám í nýjum framhaldsskóla. Það er ákaflega mismunandi hvernig samnemendur þeirra taka á móti þeim, eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í sumum framhalds- skólum tíðkast enn „busavígslur“ þar sem fólk er útatað í einhverju ógeði, látið innbyrða skemmdan eða óætan mat og atyrt og niðurlægt á ýmsan hátt. Annars staðar er tekið á móti krökk- unum með kaffi eða kvöldvöku. Kristín Linda Jónsdóttir blaða- maður skrifaði góða grein hér í blaðið fyrr í vikunni, þar sem hún gerir „hefðir“ sumra framhalds- skóla að umtalsefni, undir fyrir- sögninni „Þegar niðurlæging og ofbeldi er fyndið og flott“. „Einmitt núna er þetta skipu- lagða ferli niðurlægingar og jafnvel ofbeldis fram undan hér á landinu okkar. Settar eru upp aðstæður þar sem börn eru í besta falli útilokuð frá ákveðnum svæðum á eigin vinnustað, flokkuð óæðri, látin lúta höfði fyrir böðlum sínum, þjóna þeim og sýna þeim undirgefni, ganga innan þröngrar línu, skríða, ganga í bandi eða þau gerð að aðhlátursefni,“ skrifar Kristín. „Í versta falli er þeim misboðið með beinu ofbeldi, þvinguð til innbyrðingar, bundin saman eða við staur, ötuð ógeði, hífð upp í kös með krana í fiskineti og bleytt með háþrýstidælu, neydd ofan í kar með slori, kaffærð.“ Það er rétt hjá Kristínu Lindu að þessi framkoma eldri bekk- inga, sem flestir teljast fullorðið fólk, við ólögráða börn er utan við allt siðferði. „Fyrirslátturinn er hefðir, ómenning og sú neikvæða siðvenja að til að verða fullgildur í hópi skuli einstaklingur niður- lægður til hlýðni og ótta við þá sem fyrir eru. Að ekki sé talað um rökleysuna að þetta hafi alltaf verið svona og að þeir sem hafi eitt sinn verið niðurlægðir sem busar hafi rétt á að vera böðlar og niðurlægja aðra. Hvaða bull er þetta?“ skrifar hún. Skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands, þar sem vatni var sprautað á nýnema, þeir látnir baða sig í slori og ís og velta sér upp úr drullu, er greinilega ósammála. „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því sem er upp- byggilegt,“ segir hann í Fréttablaðinu í dag. Og svo finnst nýnem- unum þetta víst alveg mátulegt, segir skólameistarinn. Hann er þá líklega að gleyma því hvað það getur verið erfitt, ekki sízt á þessum aldri, að taka sig út úr hópnum og neita að taka þátt í hefð- inni ef manni finnst hún niðurlægjandi. Það er gott hjá krökkum, sem vilja ekki láta fara illa með sig, að taka ekki þátt í þessum athöfnum. Það er gott hjá foreldrum sem vilja ekki láta fara þannig með börnin sín að segja þeim bara að sleppa því. Og allra bezt er þegar forsvarsmenn framhaldsskóla átta sig á því að ofbeldi og niðurlæging á aldrei heima í skólanum og gera allt slíkt útlægt. Það á að bjóða krakkana velkomna í samfélag, sem við verðum að vona að sé sæmilega siðað. Þá verða þeir eldri líka að haga sér í samræmi við það. Niðurlæging og ofbeldi gagnvart nýnemum í framhaldsskólum á að heyra sögunni til: Siðaðra manna samfélag Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.