Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 1. september 2012 27 4 0 0 D 11 5 G B 0 7/ 0 9 V o Allt að 30 % orkuspa rnaður Allt að 80 % orkuspa rnaður Allt að 80 % orkuspa rnaður Halogen sparperur Sparperur LED-perur Góðir sparnaðarvalkostir í stað glóperunna r: Skiptu núna! SJÁÐU HEIMINN Í NÝJU LJÓSI Jóhann Ólafsson & Co. | Krókhálsi 3 | sím i 533-1900 | www.olafsson.is Jóhann Ólafsson & Co - umboðsaðili OSRAM á Íslandi frá árinu 1948 að sofna. Hún nusaði af mér og ég klóraði henni á bak við eyrun og á hnakkanum. Stundum fékk ég mér mjólkursopa. Sóley fagnaði mér ávallt og návistin reyndist mér sálarheill. Iðulega þegar ég hvarf sjónum og spurt var eftir mér svör- uðu eldri systkini mín: „Ætli hann sé ekki hjá Sóleyju“ eða: „Hann er uppi á túni“. Svo gerðist það að Sóley varð fár- veik, líklega hefur hún fengið júgur- bólgu. Á fallegu sumarkveldi eins og þau urðu fegurst á gömlu Húsa- vík heyrðum við allt í einu mikið baul rétt fyrir utan húsið að neðan- verðu. Þar var komin Sóley. Hún hafði slitið tjóðrið og þarna stóð hún með framfætur á pallinum en tröppurnar allar útataðar í renn- andi ræpu eftir hana. Hún vildi eitt- hvað. Pabbi brást strax við og hast- aði á blessaða kúna en hún ansaði honum ekki og vildi lengra. Ég kom í dyragættina ásamt allri fjölskyld- unni og sá Sóleyju mína svo illa á sig komna að ég varð miður mín. Ég var sannfærður um að hún vildi hitta mig. Hún baulaði svo ámátlega og vildi til baka þegar pabbi rak hana í burtu. Hún grét og ég grét og morguninn eftir var Sóley öll. Alheimskýrin mín, Sóley, er dæmi um náin tengsl sem við getum myndað við aðrar tegundir en okkar eigin. Og í anda og eðli Jarðar er kærleikurinn inn byggður í lífið rétt eins og Grikkir álitu. Þeir vissu ekki fyrir víst hvort Eros (ástarguðinn) eða Gaia (Jörðin) hefði orðið fyrri til. Þessi eiginleiki er samofinn náttúru Jarðar og eðli allra hluta – að tengjast, bindast. Eiginleikinn, þótt hann heiti ekki ást eða umhyggja, er njörvaður í öll fyrirbæri. Frumbyggjar víða um heim þekkja þessa návist þar sem tré og steinar hafa augu, eru stundum nefndar persónur. Atómin eru þannig uppbyggð að þau laða önnur atóm til sín, tengjast með rafeindum, bindast. Væri ekki svo myndu sprellfjörug vetnisatóm rjúka upp í algleymi alheimsvíðátt- unnar og vatn hyrfi af Jörðu, eins og sennilega átti sér stað á Venusi. En þegar tvö vetnisatóm taka hins vegar að dansa saman sameinast þau og sækja félagsskap út á við eins og til að mynda við súrefni. Þá lokkast súrefni til þeirra eða öfugt og úr verður vatn: tvö H atóm bindast O atómi – og vatnadansinn hefst. (Athugið að eitt efni samein- ast öðru og myndar það þriðja.) Meðal allra hryggdýra er ást og umhyggja frumhvöt og þessi sterku tengsl eru bæði innan tegundar og stundum á milli tegunda. Allt um kring má skynja enn dýpri vitund og umhyggju Jarðar þótt við í vestr- inu kunnum ekki á henni skil eða rétt tungutak til að lýsa henni, enda eru um 400 ár síðan fólk á Vestur- löndum áræddi síðast að tala svo „gáleysislega“ um Jörðina. ‘Móðir Jörð’ er auðvelt hugtak þegar allt kemur til alls. Áar okkar og eddur kunnu skil á alheimskúnni sem lífgaði allt. Jörðin var þeim lif- andi heild, lifandi fyrirbæri. Sóley mín var veröld út af fyrir sig, líkt og við, líkt og fuglar himinsins og fiskar hafdjúpanna – veraldir innan veralda þar sem hver og ein á sitt líf meðvitað og ómeðvitað í sam- neyti við umhverfi sitt. Við höfum ekki áhyggjur af líkamshita okkar nema hann hækki en dagsdaglega gleymum við því að líkaminn er alltaf að stilla hitann, sjálfkrafa, og svo grípum við peysu eða förum úr til að hjálpa líkamanum. Sama gildir um svengd og át hjá öllum skepnum: svengd – át – svengd – át – hringrás ósjálfráð og sjálfráð; nei- kvæð boð og jákvæð til skiptis. Og þannig starfar Jörðin og líf heimur hennar. Hún stýrir veðurfari, hita- stigi á Jörðu, efnasamsetningu loftsins sem við öndum að okkur, sennilega pressar hún úthafsskorpu af stað ofan í iður sín og vissulega er lífheimur hennar ábyrgur fyrir úrkomu. Allir ferlar á yfirborði Jarðar verða skiljanlegri ef við tökum Jörðina, alheimskúna okkar, í sátt og virðum hana fyrir það sem hún er – komum fram við hana af ást og virðingu. GPÓ. Örstutt veraldar-saga. 2010 Guðmundur Páll Ólafsson fæddist á Húsavík 2. júní 1941. Hann varð líf- fræðingur frá Ohio State University í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum og stundaði doktorsnám við Stokk- hólmsháskóla á árunum 1971-74. Meðfram líffræðirannsóknum og kennslu menntaði Guðmundur Páll sig í myndlist og ljósmyndun. Hann var þjóðkunnur náttúruvinur og skrif- aði merkar bækur um efnið: Perlur í náttúru Íslands (1990), Ströndina í náttúru Íslands og Hálendið í náttúru Íslands (2001). Fyrir þá síðastnefndu hlaut hann Íslensku bókmenntaverð- launin, en hinar bækurnar voru báðar tilnefndar til sömu verðlauna. Andri Snær Magnason rithöfundur var góður vinur Guðmundar Páls. Hann segir hann hafa haft ómæld áhrif á umhverfisvitund á Íslandi og náttúruverndarhreyfinguna. „Það er nánast hægt að tímasetja náttúruverndarhreyfinguna eins og hún er í dag við grein sem hann skrifaði árið 1996, Grát fóstra mín, þegar virkjunarvélin var að fara í gang fyrir alvöru. Annar vendipunktur er þegar hann reisti fánann við Hágöngur tveimur árum síðar. Þótt verk hans hafi ávallt haft sterkan undirtón fer hann þarna úr því að vera alþýðufræðari yfir í það að verða náttúruheimspekingur og síðar mikill og eitilharður náttúruheimspekingur. Hann hleypir inn í baráttuna óhefð- bundnum aðferðum og táknrænum aðgerðum og á mikinn þátt í því hvernig náttúruverndarhreyfingin hefur þróast undanfarin fimmtán ár. Andri Snær segir arfleifð Guð- mundar Páls búa í verkum hans sem gagnist öllum um ókomna tíð. „Verk hans bera vitni um hvað hann hafði breiða og heildstæða sýn á náttúruna og umhverfið. Það var eins og hann umfaðmaði allt; hann náði utan um lífríkið niður í smáatriði og gat fléttað inn í það þjóðlegum fróðleik, eða ljóði. Guðmundur Páll blómstraði seint að sögn Andra en var aftur á móti mjög frjór. Sjötugur er hann að vinna að hugsanlega sínu besta verki. „Á aldri þar sem margir eru orðnir skugginn af sjálfum var hann enn frjór, frumlegur og opinn.“ ■ HAFÐI ÓVENJU BREIÐA OG HEILDSTÆÐA SÝN Á NÁTTÚRUNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.