Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 28
1. september 2012 LAUGARDAGUR28 3Afleiðingar ofursölu og athygli sem bókin hefur fengið eru margvíslegar. Á vefsíðu Time var til dæmis vakin á því athygli hvernig hótel á sögusviði bókanna, í Seattle og nágrenni, nýttu sér vin- sældirnar með því að bjóða upp á helgardvöl í anda Fifty Shades of Grey. Breskir bóksalar þakka bókinni bjartari tíma í bóksölu en bókin hefur bætt hag þeirra svo um munar. Fréttablaðinu bárust spurnir af því að hér á landi væri bókin þegar farin að hafa áhrif á sölu hjálpartækja ástarlífsins. Gerður Huld Arinbjarnardóttir, annar eigandi vefverslunar- innar Blush.is, segir að meira seljist af svipum og hjálpartækjum sem notuð eru í BDSM-kyn- lífi, þar sem fjötrar og sársauki eru notuð til frygðarauka. „Við seljum aðallega í gegnum heimakynningar, förum og kynnum vörur fyrir hópum af aðallega konum og eftir að umræða um Fifty Shades of Grey fór á flug þá fórum við að selja meira af svipum, handjárnum og slíku. Áður seldum við kannski eina svipu um helgi, núna eru þær kannski fimm til sex og salan eykst.“ 6Himinháar sölutölur á Fifty Shades of Grey þýða ekki að bókin hafi fallið í góðan jarðveg hjá öllum sem hana hafa lesið. Í vikunni bárust til að mynda fregnir af því að Clare Philipson hjá kvennaathvarfi í Washington (Wearside Women in Need) ætlaði hinn 5. nóvember að efna til bókabrennu þar sem bókunum yrði fargað. Að mati hennar var innihald bókarinnar slæmt. „Ég get ekki lýst því hversu ill mér þykir bókin vera og hversu hættuleg mér þykir hugmyndin um fágaða en barnalega unga konu og mikið ríkari og ofbeldisfullan eldri mann sem ber hana og gerir við hana hræðilega kynferðislega hluti,“ var haft eftir henni á fréttavef BBC eftir mótmæli útgefanda bókarinnar, sem benti á að gagnkvæmt samþykki fyrir kynlífi væri til staðar hjá söguhetjum bókarinnar. En bókin hefur líka verið gagnrýnd fyrir að vera einfaldlega léleg. Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í bókmenntum, var lítt hrifin eftir lestur bókarinnar. „Sem bók finnst mér hún svo léleg. Hún væri skemmtilegri og áhugaverðari ef plottið væri ekki svona gatslitið. Ég var eiginlega bara hissa þegar ég las hana hvað hún var slöpp,“ segir Helga sem meðal annars hefur stúderað skvísubókmenntir og les gjarnan afþreyingarbókmenntir en sagan af Anastasiu Steele og Christian Grey höfðar ekki til hennar. „Auðvitað vill maður stundum lesa um það sem er ótrúlegt, flýja raunveruleikann eins og lesendur rauðra ástarsagna gera til dæmis og ég skil auðvitað að kynlífið selji. En meinið við þessa sögu er hvað hún er þunn og hvað aðalpersónurnar eru ósannfærandi og niðurdrepandi. Kynlífslýsingarnar finnst mér líka vélrænar og lítið sexí. Ég átta mig eiginlega ekki á því hvernig þessi bók varð svona vinsæl en auðvitað selur kynlíf og bókin vakti sannarlega forvitni mína. Ég las hana meðal annars til að vera viðræðuhæf.“ Bókaheimur í bláum skugga Erótíska skáldsagan Fifty Shades of Grey hefur selst í milljónum eintaka síðan hún kom fyrst út hjá litlu áströlsku forlagi. Sigríður Björg Tómasdóttir skoðaði sex hliðar ævintýralegrar útgáfu á sögu sem ber ábyrgð á nýjasta æðinu í bókaútgáfu. 2Háskólamærin Anastasia Steele er kynnt til sögunnar í upphafi bókarinnar Fifty Shades of Grey. Hún býr með vinkonu sinni Katherine Kavanagh í íbúð og það er einmitt sú vinkona sem sendir hana til þess að taka viðtal við milljarðamæringinn Christian Grey fyrir skólablað þegar hún forfallast vegna veikinda. Á daginn kemur að Grey er svo fjallmyndarlegur og fagur að Anastasia fellur í stafi. Hún hefur til þessa ekki heillast svo glatt af karlmönnum en hörku- legur sjarmi Greys slær hana út af laginu. Hún kemst þó fljótlega að því að í ástum er Grey enginn venjulegur maður, hann er lítið fyrir að kúra en meira fyrir að verja stundum með rekkjunautum sínum í hinu rauða herbergi þjáningarinnar, Red Room of Pain, herbergi sem er sérhannað til að hann geti fengið útrás fyrir drottnunaráráttu sína í kynlífi. Ýmsar hliðar á þessum söguhetjum hafa verið milli tannanna á lesendum. Til að mynda að hin 21 árs gamla Anastasia er algjörlega óreynd í kynlífi, hefur varla kysst karlmann hvað þá meir. Hún virðist líka hafa komist í gegnum háskólanám án þess að eiga tölvu og vera með netfang og er þannig furðu ósjálfbjarga þrátt fyrir að eiga að vera ansi klár stelpa. Christian Grey er 27 ára milljarðamæringur sem hefur komist áfram af eigin rammleik. „Aðalpersónurnar eru kannski ekkert sérlega trúverðugar, ég er að sumu leyti sammála gagnrýni sem hún hefur fengið á þá vegu. En svona bók er fyrirtaks flótti frá hversdagslífinu. Grey er mjög ríkur, sem uppfyllir þá fantasíu margra að þurfa ekki að hafa áhyggjur af peningum, fyrir utan að vera guðdómlega fallegur og fær um að veita Anastasiu þvílíkar fullnægingar hvað á eftir annað,“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur. Björt mey og hrein Svipur seljast sem aldrei fyrr 4Í næstu viku kemur bókin Fifty Shades of Grey út í íslenskri þýðingu en henni hefur verið gefið nafnið Fimmtíu gráir skuggar. Upplagið er þrefalt samkvæmt upplýsingum útgefanda bókarinnar, Forlagsins, sem verst fregna um nákvæmar upplagstölur. „Maður þorir svo sem ekki að gera ráð fyrir neinu en við búumst við því að íslenskir lesendur séu jafn spenntir og lesendur annars staðar. Enda eru þetta grípandi bækur með söguþræði sem rígheldur,“ segir Sif Jóhannsdóttir hjá Forlaginu og bætir við að forsala bókarinnar, sem fór af stað í vikunni, fari hratt af stað. „Auðvitað eru skiptar skoðanir á verkinu en fólk vill lesa bókina til að geta talað um hana og það er auðvitað mikilvægt að það geri það áður en það gerir upp hug sinn um bókina.“ Sumir spá útgáfuhrinu erótískra skáldsagna eftir velgengni þríleiksins og Sif segir tvímælalaust teikn á lofti um það. „Þetta eru bókmenntirnar sem allir eru að tala um núna. Auðvitað hafa erótískar sögur alltaf verið til, misgrófar og misvel skrifaðar. En nú eiga þær upp á pallborðið og því líklegt að útgáfa þeirra blómstri,“ segir Sif og minnir á að ekki er svo langt síðan glæpasögur voru ekki með í bókmenntaumræðunni þó þær séu viðurkenndur hluti hennar í dag. Útgáfuplan þríleiksins er þétt, í nóvember er von á bók númer tvö og sú þriðja kemur út í janúar. „Þetta er í fyrsta sinn sem við stígum svona hratt til jarðar,“ segir Sif. Sem sjá má er íslenskt heiti fyrstu bókarinnar Fimmtíu gráir skuggar bein þýðing á heiti bókarinnar á frummálinu en krafa er gerð um það af hendi rétthafa að titillinn sé þýddur beint. Bók tvö ber heitið Fimmtíu dekkri skuggar og sú þriðja Fimmtíu skuggar frelsis. Fimmtíu gráir skuggar 1Útgáfusaga Fifty Shades of Grey er næsta ótrúleg. Sagan byrjaði sem „aðdáendasaga“ á vef aðdáenda vampírubókanna Twilight en þar skrifaði E. L. James, höfundur bókanna, erótískar sögur um söguhetjur Twilight, Edward Cullen og Bellu Swan, undir samheitinu Masters of the Universe. E. L. James er raunar höfundarnafn Eriku Leonard, breskrar konu sem hafði ekki skrifað skáldsögu áður en hún samdi Fifty Shades of Grey. Hún endurskrifaði svo söguna og til varð þríleikurinn um háskólameyna Anastasiu Steele og auðkýfinginn Christian Grey. Fyrsti hlutinn var svo gefinn út á vegum lítils ástralsks útgáfufyrirtækis í maí á síðasta ári, annar hlutinn í september og sá þriðji í janúar. Ekki stóð mikið fé til boða hjá félaginu til að verja í markaðssetningu þannig að forlagið treysti meðal annars á bókablogg til að vekja athygli á henni. Fiskisagan flaug og bókin tók að seljast í stórum upplögum. Áhugi fjöl- miðla hafði kviknað og brátt var farið að fjalla um þríleikinn sem dæmi um vel heppnaða markaðs- setningu á netinu og hugstakið „mömmuklám“ varð til (e. mommyporn) vegna þess að konur eru í meirihluta lesenda bókanna. Þríleikurinn hefur selst í fjörutíu milljónum eintaka samkvæmt Wikipediu og Amazon hefur greint frá því að bókin sé söluhæsta bók þeirra frá upphafi. Blogg sem bjó til metsölubók 5Kynlífið er límið í þessari bók sem ég held að muni veita lesendum innblástur í sínu kynlífi. Það er eins með BDSM og annað í kynlífi, það þarf bara að prófa sig áfram,“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur og pistlahöfundur í Fréttablaðinu. „Bókin hefur augljós-lega vakið mikla forvitni. Að óreyndu hefði kannski ekki mátt búast við því að svona margir myndu lesa bók af þessu tagi en umtalið hefur líka orðið til þess að fólki finnst það þurfa að lesa hana.“ Sigríður Dögg telur bókina innlegg í opinskáa umræðu um kynlíf sem hún segir alltaf vera til hins góða. „Það sem ég var ánægð með þegar ég las bókina var til dæmis hversu aðgengileg hún er. Ég upplifi hana nánast eins og blogg með söguþræði.“ Sigríður Dögg segir bókina gefa raunhæfa mynd af margvíslegum hliðum sadómasó-heimsins. „Anastasia er samt vanþroskuð að því leyti að hún áttar sig ekki á því að hún er við stjórnvölinn, Grey gefur henni færi á að stoppa alltaf ef sárs- aukinn verður of mikill.“ Hún bætir við að henni þyki líka miður að það þurfi dramatíska útskýr- ingu á því hvers vegna Grey sé svona hrifinn af því að drottna yfir rekkjunautum sínum. „En bókin er rígheldur, ég var að minnsta kosti mjög spennt þegar ég var að lesa hana.“ Innlegg í opinskáa umræðu Gatslitið plott og gróft kynlíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.