Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 72
1. september 2012 LAUGARDAGUR44 F ernando Alonso hefur gert hið ómögulega á fyrri hluta keppnis- tímabilsins í Formúlu 1 sem hefst á ný á morg- un þegar belgíski kapp- aksturinn verður ræstur á Spa- Francorchamps-brautinni. Fyrri hluti tímabilsins var ótrúlega jafn milli allra liða og ómögu- legt hefur verið að spá fyrir um sigurvegara í mótunum. Þrátt fyrir að hafa átt hrylli- legt undirbúningstímabil með Ferrari-liðinu hefur Spánverjan- um Alonso tekist að tryggja liðinu ótrúlega sigra. Göldróttur Spánverji Alonso hefur nú unnið fleiri mót en aðrir ökumenn, eða þrjú mót af þeim ellefu sem ekin hafa verið. Hann hefur jafnframt staðið sex sinnum á verðlaunapalli. Þá hefur hann klárað öll mótin í stigasæti. Því geta keppinautar hans ekki státað sig af. Margir hafa haldið því fram að Alonso sé göldróttur því þrátt fyrir vandræði Ferrari-liðsins undan- farin ár hefur Alonso alltaf skilað mikilvægum stigum í hús. Alonso hefur raunar lokið öllum mótum í stigasæti síðan í Valencia-kapp- akstrinum í fyrra. Allar götur síðan Alonso hóf að aka fyrir Ferrari hefur seinni hluti tímabils verið sterkari í stigabarátt- unni en fyrri hlutinn. En keppnis- tímabilið er þó ekki búið og margir munu til dæmis veðja á McLaren eða Red Bull í mótunum sem eftir eru. Hörð samkeppni Alonso hefur þurft að verjast árás- um frá öllu genginu; Lewis Hamil- ton, Sebastian Vettel, Mark Webber, Kimi Räikkönen og Romain Gros- jean. Þeir síðastnefndu aka báðir fyrir Lotus og hafa komið einna mest á óvart. Räikkonen hefur skilað mjög áreiðanlegum úrslitum á fyrri hluta tímabils og eygir titilbaráttu við Alonso. Grosjean, liðsfélagi Räikk- onens, hefur átt gríðarsterka inn- komu en verið óheppinn og gert mistök. Úrslit Red Bull-liðsins hafa verið áhugaverð. Sebastian Vettel hafði gríðarlega yfirburði í fyrra og vann titilinn með miklum mun. Yfir- burðirnir eru ekki eins miklir í ár og athyglisvert er að Mark Webber hefur einfaldlega staðið sig betur og er í öðru sæti rétt á undan Vettel. McLaren hefur verið óútreiknan- legast toppliðanna. Nokkrum sinn- um hefur liðið verið stórkostlegt og sigrað þrjú mót, en átt erfitt upp- dráttar í öðrum. Jenson Button Alonso leiðir þegar mótið hefst á ný Æsilegt keppnistímabil í Formúlu 1 hefst aftur á morgun eftir mánaðar hlé. Fernando Alonso á Ferrari hefur á ótrúlegan hátt komið sér í efsta sæti titil- baráttunnar. Birgir Þór Harðarson fór yfir síðustu mánuði og rýndi í mótin fram undan og metur möguleika Räikkönens til að stela titlinum. VELGENGNI Alonso hefur sex sinnum fengið að skála við keppinauta sína á verðlaunapalli í ár. NORDICPHOTOS/AFP Alonso hefur verið frábær í lélegum Ferrari Það kom öllum að óvörum að Alonso skyldi sigra í kappakstrinum í Malasíu. Síðan hefur hann ekki slegið af og hefur hvað eftir annað gert ótrúlega hluti. Það kemur einnig á óvart hversu hryllilega illa Felipe Massa hefur gengið en það er örugglega bara af því að Alonso er svo ótrúlega góður frekar en að Massa sé lélegur. Lélegt hjá Mercedes og það bitnar á Michael Schumacher Framan af hafði Mercedes-liðið alla burði til að valda verulegum usla í topp- baráttunni í sumar. Það hefur hins vegar ekki tekist því óheppnin hefur elt liðið á röndum og bíllinn hefur ekki reynst nógu hraðskreiður. Williams og Maldonado Þegar Pastor Maldonado vann spænska kapp aksturinn opnuðu flestir augun fyrir því að í upp siglingu væri óútreiknanlegt keppnis tímabil. Maldonado hefur sýnt hvað hann getur en er of mistækur til að blanda sér í toppbaráttuna. Pirelli-dekkin eru stór breyta Liðsfélagi Maldonado hjá Williams, Bruno Senna, útskýrði fyrir áhugamönnum hvers vegna baráttan hefur verið jafn óútreiknanleg og raun ber vitni. Pirelli-dekkjunum er þar um að kenna. „Þau vilja í raun ekki beygja,“ sagði hann og sagði dekkin henta sérstök- um ökustíl sem margir ökumenn geta einfaldlega ekki tileinkað sér. ■ ÞAÐ SEM KOMIÐ HEFUR Á ÓVART Í ÁR McLaren hefur sterkustu liðsheildina McLaren-liðið getur státað af gríðarlega sterku ökumannateymi. Það hefur ekki aðeins tvo af bestu ökumönnum í heimi heldur eru þeir Hamilton og Button fínir félagar og tilbúnir að hjálpa hinum eigi sá mögu leika á titli. Liðsheildin mun fleyta þeim langt. Räikkönen – Finninn fljúgandi Kimi Räikkönen er búinn að fá blóð á tennurnar og hættir ekki fyrr en titillinn er í höfn. Lotus-bíllinn hefur reynst honum mjög vel og liðið sækir á í tæknistríðinu. Räikkönen á því raunverulega mögu leika á öðrum heimsmeistaratitli sínum. Grimmd Alonso í titilbaráttunni Alonso mun ekki gefa tommu eftir í titilbaráttunni og bíta frá sér muni nokkur ögra honum. Það er því vert að fylgjast vel með Spánverjanum þegar keppinautar hans setja á hann einhverja alvöru pressu. hefur átt í vandræðum með að stilla bílnum upp en Hamilton hefur hreinlega verið óheppinn. Meistaraóheppni Michael Schumacher er ekki ánægður með árangur sinn í mótum ársins og Mercedes-bíll hans hefur bilað hvað eftir annað. Ross Brawn, liðstjóri Mercedes, á engin svör við óheppni Schu- machers. Brawn var arkitektinn að farsæld Schumachers þegar hann var hjá Ferrari en nú gengur ekkert upp. Liðsfélaganum Nico Rosberg hefur gengið ágætlega og sigrað eitt mót. Mercedes W03-bíllinn lofaði góðu á undirbúningstímabilinu en virkar ekki nú þegar á reynir. „Í Formúlunni verðum við að passa að úrslitin ráðist ekki of oft af handahófi,“ lét Brawn hafa eftir sér í ágúst þegar hann var beðinn um að lýsa skoðunum sínum á mögnuð- um úrslitum ársins. Í fyrsta sinn í sögu Formúlu 1 unnu sjö mismun- andi ökuþórar fyrstu sjö mót ársins. „Ég held að tilviljanakennd atvik hafi gert mótin í ár mjög spennandi. Þetta hættir hins vegar að vera spennandi ef það verður ómögulegt að sjá munstur á milli móta.“ Ekið fram undir aðventu Nú eru níu mót eftir á dagatali Formúlunnar. Eftir viku ferðast sirkusinn til Ítalíu þar sem síðasta mótið í Evrópu fer fram. Þaðan liggur leiðin til Asíu áður en haldið er vestur um haf til Bandaríkjanna og Brasilíu. Nú er verið að leggja lokahönd á glænýja kappakstursbraut í Austin í Texas. Þar verður keppt 18. nóvem- ber og verður gaman að sjá liðin engjast á óþekktri braut. Aldrei hefur tímabil í Formúlu 1 staðið jafn lengi og mótin verið jafn mörg en tímabilinu lýkur 25. nóvember í Sao Paulo í Brasilíu. Sem þýðir að tólf skemmtilegar vikur eru fram undan fyrir kapp- akstursáhugamenn. Besta leiðin til að meta gæði ökumanna er að bera þá saman við liðsfélaga sína. Michael Schumacher hafði alltaf yfirhöndina í sínu liði en þar sem Ferrari-bílarnir voru yfirleitt mjög góðir átti liðsfélaginn alltaf örlítinn séns. Alonso hefur sýnt það að himinn og haf eru á milli hans og Felipe Massa, sem var í titilbaráttu árið 2009 sem hann tapaði með einu stigi. Í samanburði við Massa hefur Alonso algera yfirburði. Eftir ellefu mót er staðan í inn- byrðiskeppni milli þeirra í tímatökum 11-0 fyrir Alonso. Í keppni er hið sama uppi á teningn- um, 11-0. Meðalfjöldi sæta á milli þeirra kappa í mótum ársins eru átta. Hægt er að nota yfirburði Schumachers árið 2004 til samanburðar. Það var mesta yfirburða- ár eins ökumanns allra tíma. Liðsfélagi hans var Rubens Barrichello en meðalfjöldi sæta á milli þeirra þá var eitt sæti. Það er auðséð að Alonso er að gera sérstaka hluti í ár og bíllinn hrein- lega heldur aftur af honum. ■ FRÁBÆR FRAMMISTAÐA FERNANDO ALONSO 11 0 2012 A lo ns o M as sa 2004 9 2S ch um ac he r B ar ri ch el lo Innbirðis keppni milli liðsfélaga eftir 11 mót Meðalbil milli liðs- félaga við lok móta 2004 sæti á eftir árið Barrichello var að meðaltali 1 2012 sætum á eftir árið Massa er að meðaltali 8 Staðan í titilbaráttu ökuþóra Nr. Ökumaður Lið Stig 1. Fernando Alonso Ferrari 164 2. Mark Webber Red Bull 124 3. Sebastian Vettel Red Bull 122 4. Lewis Hamilton McLaren 117 5. Kimi Räikkönen Lotus 116 ■ STAÐAN EFTIR ELLEFU MÓT Mótin sem ráða úrslitum 2. sept. Belgía Spa 9. sept. Ítalía Monza 23. sept. Singapúr Singapúr 7. okt. Japan Suzuka 14. okt. Kórea Yeongam 28. okt. Indland Buddh 4. nóv. Abu Dhabi Yas Marina 18. nóv. Bandaríkin Austin 25. nóv. Brasilía Interlagos Mótin eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport Staðan í titilbaráttu bílasmiða Nr. Lið Vél Stig 1. Red Bull Renault 246 2. McLaren Mercedes 193 3. Lotus Renault 192 4. Ferrari Ferrari 189 5. Mercedes Mercedes 106 ■ VERT ER AÐ FYLGJAST MEÐ... Hvatningarverðlaun ÖBÍ verða veitt 3. desember nk. þeim sem hafa stuðlað að jafnrétti, sjálfstæðu lífi fatlaðra og einu samfélagi fyrir alla. Verðlaun eru veitt í flokki: 1. Einstaklinga 2. Fyrirtækja/stofnana 3. Umfjöllunar/kynninga Þekkir þú einhvern sem er verðugur verðlaunahafi? Sendu okkur tilnefningu fyrir 10. september nk. á þar til gerðu eyðublaði sem nálgast má á www.obi.is. Tilnefningar óskast! Undirbúningsnefnd Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2012 Bentu á þann ... H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA – 1 2 -1 6 9 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.